Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 255 svör fundust
Hvar búa kanínur?
Kanínur tilheyra ætt héra (Leporidae) og skiptast í tíu ættkvíslir og 28 tegundir. Ef „búa“ merkir staðurinn þar sem kanínur halda til og gjóta þá er algengt að kanínur geri sér holu í jörðina, jafnvel kerfi af holum. Sumar tegundir, til dæmis margar þeirra sem finnast í Ameríku, gera sér hins vegar hreiður ofanja...
Hvað er hirsi og hvernig er það notað?
Hirsi (e. millet) er samheiti yfir fjölda grastegunda sem ræktaðar eru víða um heim vegna fræjanna. Algengasta tegundin og sú sem mest er ræktuð er perluhirsi (Pennisetum glaucum, e. pearl millet), en aðrar mikilvægar tegundir eru til dæmis refaskottshirsi (Setaria italica, e. foxtail millet), prosohirsi (Panicum ...
Hvað er fitusprenging og hvernig er mjólk fitusprengd?
Hér er einnig svarað spurningunum:Tíu ára syni mínum langar svo að vita hvað fitusprenging í mjólk er. Hvernig virkar fitusprenging í mjólkurafurðum? Þ.e.a.s hvernig fer hún fram? Mjólk sem kemur beint úr spenum kúa inniheldur um 3,8-4,2% fituefni á formi fitukúla (e. fat globules). Þessar fitukúlur eru um 0,1...
Hvaða textar eru í Flateyjarbók og hvenær var hún skrifuð?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hver er stærst íslenskra skinnbóka og hvar er hún geymd? Flateyjarbók er stærst íslenskra miðaldahandrita og telur 225 blöð alls, fallega skrifuð og lýst (myndskreytt). Í gerð bókarinnar tóku þátt tveir skrifarar, prestarnir Jón Þórðarson og Magnús Þórhallsson s...
Hvert er fjarlægasta fyrirbæri í alheiminum sem fundist hefur?
Árið 1838 tókst Friedrich Bessel (1784-1846), fyrstum manna, að mæla fjarlægðina til sólstjörnu annarrar en sólarinnar, 61 Cygni í Svaninum. Með mælingum á hliðrun fastastjörnunnar vegna árlegrar hreyfingar jarðar um sólu, mat hann fjarlægðina um það bil 10,4 ljósár sem er mjög nærri nýjustu mælingum, 11,4 ljósár....
Hvenær verður næsti tunglmyrkvi á Íslandi?
Tunglmyrkvi á sér stað þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar á sama tíma og jörðin er stödd á milli sólar og tungls. Þessi niðurröðun þýðir að tunglmyrkvi getur aðeins orðið þegar tunglið er fullt. Tunglmyrkvi á sér þó ekki stað í hverjum mánuði því brautarplan tunglsins og brautarplan jarðar eru ekki samsíða. ...
Er það satt að Kóreustríðið sé enn í gangi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er það satt að Kóreustríðið (1950-1953) sé í raun ennþá í gangi? Stutta svarið við spurningunni er „já“. Þegar þetta er skrifað, í mars 2022, nærri 70 árum eftir að átökum lauk, er enn formlega stríð í gangi milli Alþýðulýðveldisins Kóreu (almennt vísað til sem Norður-...
Hvað er merkilegt við prentsmiðjuna í Hrappsey á 18. öld og hvers konar rit voru prentuð þar?
Frá því að prentverk var fyrst flutt til Íslands um 1530 höfðu kirkjunnar menn - með biskupinn á Hólum í fararbroddi - stjórnað bókaútgáfu í landinu og að vonum lagt höfuðáherslu á trúarleg rit. Einokun kirkjunnar á prentun bóka var ekki aflétt fyrr en 1773 með stofnun prentsmiðju i Hrappsey á Breiðafirði og urðu ...
Er plantan aloe vera kaktustegund og til hvers er hún notuð?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hver er ætt og latneskt heiti yfir aloe vera plöntuna? Hvað er svona merkilegt við aloe vera? Hvað er Aloe barbadensis miller? Hefur hún lækningarmátt? Plantan aloe vera sem nefnd hefur verið alvera eða alóvera[1] á íslensku, hefur þykk blöð og þyrna og líkist því óneitan...
Hverjar eru ástæður stríðsins í Úkraínu?
Upphaf núverandi stríðs í Úkraínu má rekja til atvika í nóvember 2013. Úkraínsk stjórnvöld höfðu þá gengið frá viðskiptasamningi við Evrópusambandið sem beið undirritunar Viktors Janúkovitsj, forseta Úkraínu. En hann skipti skyndilega um skoðun, ákvað að falla frá samningnum en þiggja í hans stað stór lán frá Rúss...
Hvað eru póstmódernískar bókmenntir?
Hugtakið póstmódernískar bókmenntir hefur verið notað til að lýsa textum sem bregðast við síðnútímanum og hinu póstmóderna ástandi; í þeim er heildræn merking og leitin að henni gefin upp á bátinn eða tekin sérstaklega til umfjöllunar. Póstmódernísk verk birta samkvæmt slíkum viðmiðum ekki bara brotakenndan heim, ...
Hvaða munur er á eddukvæðum og dróttkvæðum?
Elstu varðveittu eddukvæði eru væntanlega frá sama tíma og elstu varðveittu dróttkvæðin þar sem segir frá bardögum konunga sem seðja hræfuglana með bardagafýsn sinni og hugdirfsku. Eins og eddukvæðin eru dróttkvæðin einungis varðveitt í ungum handritum, þeim elstu frá 13. öld, en fræðimenn hafa talið að þau séu mö...
Hvers konar dýr var beljaki og hvenær var hann uppi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Í svari Vísindavefs um dýrin með stærstu tungurnar er sagt að beljakinn hafi mögulega verið með langa tungu. Hvernig dýr var beljakinn? Beljakar (Paracheratherium, hafa líka verið nefndir Indricotherium) voru risavaxin spendýr af ættbálki Perissodactyla, eins og meðal annar...
Er vitað hversu mörg eldgos urðu á Reykjanesskaganum á síðasta eldgosatímabili?
Síðasta eldgosatímabil hófst um 800 e.Kr., eða litlu fyrr, og lauk árið 1240. Stóð það því yfir í um 450 ár. Engar samtímaheimildir eru til sem lýsa eldgosunum svo að gagni sé og því erfitt um vik að áætla fjölda gosanna. Það sem helst má nota í því sambandi er að telja hraunin eða hraunflekkina og reyna að tengja...
Hvaðan kemur nafnið Lali yfir fjall við Hafravatn?
Einnig var spurt:Hvað merkir örnefnið Lali? Þetta er heiti á fjalli við Hafravatn. Ekki er ljóst hvað örnefnið Lali merkir. Nafnið virðist vera einstakt á Íslandi og á við fell norður af Hafrahlíð við Hafravatn í Mosfellsbæ. Fjallið (og e.t.v. nafnið) virðist vera þeim sem búa í Mosfellsbæ afar kært og var ski...