Er það satt að Kóreustríðið (1950-1953) sé í raun ennþá í gangi?Stutta svarið við spurningunni er „já“. Þegar þetta er skrifað, í mars 2022, nærri 70 árum eftir að átökum lauk, er enn formlega stríð í gangi milli Alþýðulýðveldisins Kóreu (almennt vísað til sem Norður-Kóreu) og Lýðveldisins Kóreu (Suður-Kóreu). Samið var um vopnahlé sem hófst þann 27. júlí 1953 kl. 22:00. Samninginn undirrituðu Bandaríkjamenn (sem fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og bandamenn S-Kóreu) og fulltrúar N-Kóreu og kínverska sjálfboðaliðahersins (sem barðist við hlið N-Kóreu). Fulltrúar S-Kóreu neituðu að skrifa undir vopnahléssamninginn og höfnuðu sömuleiðis gerð friðarsamnings, því þeir voru andsnúnir því að festa í sessi skiptingu ríkjanna tveggja á Kóreuskaganum. Forseti S-Kóreu, Syngman Rhee, hótaði jafnvel að halda stríðinu áfram eftir að vopnahléssamningurinn var gerður og ráðast gegn eigin bandamönnum.
- Armistice ends Korean War hostilities. History. 26. júlí 2021.
- Blakemore, Erin. The Korean War Hasn‘t Officially Ended. One Reason: POWs. 28. febrúar 2019. History.
- Hastings, Max. The Korean War. Basingstoke/Oxford: Pan Books, 1987.
- Helgesen, Geir og Rachel Harrison (ritstj.). East West Reflections on Demonization. North Korea Now, China Next? Kaupmannahöfn: NIAS Press, 2020.
- The Korean War Armistice Agreement. 27. júlí 1953.
- Korean War armistice agreement 1953.jpg - Wikimedia. (Sótt 28.2.2022).
- Wikimedia Commons. (Sótt 4.1.2019). Birt undir GNU FDL-leyfi.