Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það satt að Kóreustríðið sé enn í gangi?

Geir Sigurðsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Er það satt að Kóreustríðið (1950-1953) sé í raun ennþá í gangi?

Stutta svarið við spurningunni er „já“. Þegar þetta er skrifað, í mars 2022, nærri 70 árum eftir að átökum lauk, er enn formlega stríð í gangi milli Alþýðulýðveldisins Kóreu (almennt vísað til sem Norður-Kóreu) og Lýðveldisins Kóreu (Suður-Kóreu). Samið var um vopnahlé sem hófst þann 27. júlí 1953 kl. 22:00. Samninginn undirrituðu Bandaríkjamenn (sem fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og bandamenn S-Kóreu) og fulltrúar N-Kóreu og kínverska sjálfboðaliðahersins (sem barðist við hlið N-Kóreu). Fulltrúar S-Kóreu neituðu að skrifa undir vopnahléssamninginn og höfnuðu sömuleiðis gerð friðarsamnings, því þeir voru andsnúnir því að festa í sessi skiptingu ríkjanna tveggja á Kóreuskaganum. Forseti S-Kóreu, Syngman Rhee, hótaði jafnvel að halda stríðinu áfram eftir að vopnahléssamningurinn var gerður og ráðast gegn eigin bandamönnum.

Samningur um vopnahlé var undirritaður af Bandaríkjamönnum (sem fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og bandamenn S-Kóreu) og fulltrúa N-Kóreu og kínverska sjálfboðaliðahersins (sem barðist við hlið N-Kóreu).

Þrátt fyrir að S-Kórea hafi neitað að skrifa undir hafa herir ríkjanna tveggja ekki átt í beinum átökum síðan samningurinn var gerður. Samskiptin hafa þó ekki verið átakalaus í þau hartnær 70 ár sem vopnahléið hefur staðið yfir. Einkum hefur N-Kórea haft frumkvæði að árásum á S-Kóreu sem réttast er að kenna við hryðjuverk. Þar ber fyrst að nefna tvær morðtilraunir á hendur Park Chung-hee, forseta S-Kóreu, árin 1968 og 1974. Þær mistókust báðar en forsetafrúin, Yuk Young-soo, lést af sárum sínum í seinna skiptið. Árið 1983 reyndu n-kóreskir launmorðingjar að vega forsetann Chun Doo-hwan á meðan hann var í opinberri heimsókn í Búrma og bönuðu þá 20 manns, þar á meðal fjórum ráðherrum S-Kóreu, en forsetinn komst lífs af. Árið 1987 sprengdu N-Kóreumenn upp s-kóreska farþegaþotu og þar fórust 115 manns. Árið 2008 skaut n-kóreskur hermaður s-kóreskan ferðamann til bana í Kumgang-fjallgarðinum og tveimur árum síðar sökkti n-kóreskt tundurdufl s-kóreska herskipinu Cheonan með 46 manna áhöfn.

Frá byrjun nýrrar aldar hafa stjórnvöld í N-Kóreu lagt mikla áherslu á þróun kjarnorkuvopna og hafa margoft skotið flugskeytum í tilraunaskyni sem og til að sýna getu sína til að gera kjarnorkuárás á S-Kóreu, Japan og jafnvel Bandaríkin. Allt frá árinu 1994 hafa stjórnvöld í N-Kóreu nokkrum sinnum lýst því yfir að ætla sér að rifta vopnahléssamningnum frá 1953, síðast árið 2013. Þess ber þó að geta að í áranna rás hafa N-Kóreumenn mun oftar lýst sig reiðubúna til að gera varanlegan friðarsamning en S-Kóreumenn og bandamenn þeirra í Washington. Það hefur ekki hjálpað til að um langt skeið hafa fulltrúar beggja Kóreuríkja alið mjög á gagnkvæmri andúð með alls kyns skrímslavæðingu og þar virðist S-Kórea ekki hafa verið eftirbátur N-Kóreu.

Skipting Kóreuskagans. Norður-Kórea er hér brúnleit og Suður-Kórea blá. Rauðu punktarnir tákna höfuðborgirnar Pjongjang í norði og Seúl í suðri.

Eitt af því sem torveldaði friðarsamning eftir vopnahléssamninginn var djúpstæð tortryggni S-Kóreumanna og Bandaríkjamanna í garð n-kóreskra stjórnvalda um að þau myndu ganga á bak orða sinna um að heimila öllum stríðsföngum að snúa aftur eftir stríðið. Annars virðist ljóst að það var sér í lagi upprunaleg andstaða S-Kóreu við vopnahléssamninginn sem kom í veg fyrir varanlegar friðarumleitanir á sínum tíma. Það má raunar til sanns vegar færa að með slíkum friðarsamningi væri enn ólíklegra að Kóreuríkin gætu sameinast, því hann myndi eðli málsins samkvæmt fela í sér gagnkvæma viðurkenningu ríkjanna á tilvist hvors annars.

Stjórnvöld í S-Kóreu hafa ávallt litið svo á að eina ásættanlega friðarsamkomulagið, sem þar með myndi binda formlegan enda á stríðið, myndi jafnframt fela í sér sameiningu ríkjanna í eitt. Í seinni tíð hefur þetta einnig átt við N-Kóreu í auknum mæli, þótt eilítið erfiðara sé að festa hendur á markmið þeirra. Stjórnvöld beggja ríkja hafa nokkrum sinnum gefið út sameiginlegar yfirlýsingar sem gefa þetta til kynna, fyrst árið 1971 en síðan árin 2000, 2007 og 2018. Það verður þó að segjast eins og er að eftir því sem lengri tími líður virðist sífellt ólíklegra að þetta nái fram að ganga, ekki síst vegna þess að ekki er allskostar ljóst hvort almenningur í S-Kóreu sé reiðubúinn að bera þær þungu fjárhagslegu byrðar sem sameining hefði í för með sér. Um leið er ekki gott að sjá hvernig eigi að binda enda á þá hernaðarlegu ógn sem felst í því sárfátæka, aðþrengda og örvæntingarfulla kjarnorkuríki sem N-Kórea er orðið að.

Nokkrar heimildir:

Myndir:

Höfundur

Geir Sigurðsson

heimspekingur og prófessor í kínverskum fræðum

Útgáfudagur

1.3.2022

Spyrjandi

Björn Gústav Jónsson

Tilvísun

Geir Sigurðsson. „Er það satt að Kóreustríðið sé enn í gangi?“ Vísindavefurinn, 1. mars 2022, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83129.

Geir Sigurðsson. (2022, 1. mars). Er það satt að Kóreustríðið sé enn í gangi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83129

Geir Sigurðsson. „Er það satt að Kóreustríðið sé enn í gangi?“ Vísindavefurinn. 1. mar. 2022. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83129>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það satt að Kóreustríðið sé enn í gangi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Er það satt að Kóreustríðið (1950-1953) sé í raun ennþá í gangi?

Stutta svarið við spurningunni er „já“. Þegar þetta er skrifað, í mars 2022, nærri 70 árum eftir að átökum lauk, er enn formlega stríð í gangi milli Alþýðulýðveldisins Kóreu (almennt vísað til sem Norður-Kóreu) og Lýðveldisins Kóreu (Suður-Kóreu). Samið var um vopnahlé sem hófst þann 27. júlí 1953 kl. 22:00. Samninginn undirrituðu Bandaríkjamenn (sem fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og bandamenn S-Kóreu) og fulltrúar N-Kóreu og kínverska sjálfboðaliðahersins (sem barðist við hlið N-Kóreu). Fulltrúar S-Kóreu neituðu að skrifa undir vopnahléssamninginn og höfnuðu sömuleiðis gerð friðarsamnings, því þeir voru andsnúnir því að festa í sessi skiptingu ríkjanna tveggja á Kóreuskaganum. Forseti S-Kóreu, Syngman Rhee, hótaði jafnvel að halda stríðinu áfram eftir að vopnahléssamningurinn var gerður og ráðast gegn eigin bandamönnum.

Samningur um vopnahlé var undirritaður af Bandaríkjamönnum (sem fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og bandamenn S-Kóreu) og fulltrúa N-Kóreu og kínverska sjálfboðaliðahersins (sem barðist við hlið N-Kóreu).

Þrátt fyrir að S-Kórea hafi neitað að skrifa undir hafa herir ríkjanna tveggja ekki átt í beinum átökum síðan samningurinn var gerður. Samskiptin hafa þó ekki verið átakalaus í þau hartnær 70 ár sem vopnahléið hefur staðið yfir. Einkum hefur N-Kórea haft frumkvæði að árásum á S-Kóreu sem réttast er að kenna við hryðjuverk. Þar ber fyrst að nefna tvær morðtilraunir á hendur Park Chung-hee, forseta S-Kóreu, árin 1968 og 1974. Þær mistókust báðar en forsetafrúin, Yuk Young-soo, lést af sárum sínum í seinna skiptið. Árið 1983 reyndu n-kóreskir launmorðingjar að vega forsetann Chun Doo-hwan á meðan hann var í opinberri heimsókn í Búrma og bönuðu þá 20 manns, þar á meðal fjórum ráðherrum S-Kóreu, en forsetinn komst lífs af. Árið 1987 sprengdu N-Kóreumenn upp s-kóreska farþegaþotu og þar fórust 115 manns. Árið 2008 skaut n-kóreskur hermaður s-kóreskan ferðamann til bana í Kumgang-fjallgarðinum og tveimur árum síðar sökkti n-kóreskt tundurdufl s-kóreska herskipinu Cheonan með 46 manna áhöfn.

Frá byrjun nýrrar aldar hafa stjórnvöld í N-Kóreu lagt mikla áherslu á þróun kjarnorkuvopna og hafa margoft skotið flugskeytum í tilraunaskyni sem og til að sýna getu sína til að gera kjarnorkuárás á S-Kóreu, Japan og jafnvel Bandaríkin. Allt frá árinu 1994 hafa stjórnvöld í N-Kóreu nokkrum sinnum lýst því yfir að ætla sér að rifta vopnahléssamningnum frá 1953, síðast árið 2013. Þess ber þó að geta að í áranna rás hafa N-Kóreumenn mun oftar lýst sig reiðubúna til að gera varanlegan friðarsamning en S-Kóreumenn og bandamenn þeirra í Washington. Það hefur ekki hjálpað til að um langt skeið hafa fulltrúar beggja Kóreuríkja alið mjög á gagnkvæmri andúð með alls kyns skrímslavæðingu og þar virðist S-Kórea ekki hafa verið eftirbátur N-Kóreu.

Skipting Kóreuskagans. Norður-Kórea er hér brúnleit og Suður-Kórea blá. Rauðu punktarnir tákna höfuðborgirnar Pjongjang í norði og Seúl í suðri.

Eitt af því sem torveldaði friðarsamning eftir vopnahléssamninginn var djúpstæð tortryggni S-Kóreumanna og Bandaríkjamanna í garð n-kóreskra stjórnvalda um að þau myndu ganga á bak orða sinna um að heimila öllum stríðsföngum að snúa aftur eftir stríðið. Annars virðist ljóst að það var sér í lagi upprunaleg andstaða S-Kóreu við vopnahléssamninginn sem kom í veg fyrir varanlegar friðarumleitanir á sínum tíma. Það má raunar til sanns vegar færa að með slíkum friðarsamningi væri enn ólíklegra að Kóreuríkin gætu sameinast, því hann myndi eðli málsins samkvæmt fela í sér gagnkvæma viðurkenningu ríkjanna á tilvist hvors annars.

Stjórnvöld í S-Kóreu hafa ávallt litið svo á að eina ásættanlega friðarsamkomulagið, sem þar með myndi binda formlegan enda á stríðið, myndi jafnframt fela í sér sameiningu ríkjanna í eitt. Í seinni tíð hefur þetta einnig átt við N-Kóreu í auknum mæli, þótt eilítið erfiðara sé að festa hendur á markmið þeirra. Stjórnvöld beggja ríkja hafa nokkrum sinnum gefið út sameiginlegar yfirlýsingar sem gefa þetta til kynna, fyrst árið 1971 en síðan árin 2000, 2007 og 2018. Það verður þó að segjast eins og er að eftir því sem lengri tími líður virðist sífellt ólíklegra að þetta nái fram að ganga, ekki síst vegna þess að ekki er allskostar ljóst hvort almenningur í S-Kóreu sé reiðubúinn að bera þær þungu fjárhagslegu byrðar sem sameining hefði í för með sér. Um leið er ekki gott að sjá hvernig eigi að binda enda á þá hernaðarlegu ógn sem felst í því sárfátæka, aðþrengda og örvæntingarfulla kjarnorkuríki sem N-Kórea er orðið að.

Nokkrar heimildir:

Myndir:...