Sólin Sólin Rís 06:41 • sest 20:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:00 • Sest 04:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:59 • Síðdegis: 21:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:51 • Síðdegis: 15:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:41 • sest 20:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:00 • Sest 04:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:59 • Síðdegis: 21:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:51 • Síðdegis: 15:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er fjarlægasta fyrirbæri í alheiminum sem fundist hefur?

Páll Jakobsson

Árið 1838 tókst Friedrich Bessel (1784-1846), fyrstum manna, að mæla fjarlægðina til sólstjörnu annarrar en sólarinnar, 61 Cygni í Svaninum. Með mælingum á hliðrun fastastjörnunnar vegna árlegrar hreyfingar jarðar um sólu, mat hann fjarlægðina um það bil 10,4 ljósár sem er mjög nærri nýjustu mælingum, 11,4 ljósár. Næstu áratugi bættust svo við fjarlægðarmælingar á fleiri stjörnum í okkar eigin vetrarbraut.

Á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar kom í ljós að vetrarbrautin okkar er ekki ein á báti. Fjöldi vetrarbrauta í hinum sýnilega alheimi er að minnsta kosti svipaður og fjöldi stjarna í vetrarbrautinni okkar eða nokkur hundruð milljarðar. Fjarlægðirnar til þeirra vetrarbrauta sem næstar okkar eru, eru mældar í milljónum ljósára.

Um svipað leyti fundu stjörnufræðingar vensl á milli fjarlægða vetrarbrauta og svonefnds rauðviks þeirra, en það er hliðrun í bylgjulengd ljóssins frá vetrarbrautunum og stafar af innbyrðis hreyfingu þeirra og athugandans. Fjarlægari vetrarbrautir reyndust hafa meiri hraða og hærra rauðvik. Var þetta fyrsta vísbendingin um útþenslu alheimsins.

Vensl eru á milli fjarlægða vetrarbrauta og svonefnds rauðviks þeirra. Fjarlægari vetrarbrautir hafa meiri hraða og hærra rauðvik eins og sést á skýringarmyndinni.

Afleiðing þessarar útþenslu er að alheimurinn átti sér upphaf í tíma. Hefur sá atburður verið nefndur Miklihvellur og í dag er talið að aldur alheimsins sé í kringum 13,8 milljarðar ára. Vegna útþenslu alheimsins og þeirrar staðreyndar að ljósið ferðast á endanlegum hraða getur reynst erfitt að túlka miklar fjarlægðir í stjörnufræði. Venjan er því að gefa upp rauðvik fyrirbæra og er þá hægt að nota það á einfaldan hátt til að meta aldur alheims á þeim tíma þegar ljósið lagði af stað frá uppsprettunni. Að setja hlutina í samhengi við aldur alheimsins er oftast skýrara en að gefa upp fjarlægðir sem erfitt er að túlka.

Fyrir um 60 árum uppgötvuðu stjörnufræðingar fyrirbæri með afar dularfull litróf. Það tók þá töluverðan tíma að átta sig á því að þetta voru fyrirbæri með mjög há rauðvik, í kringum $z = 2$. Aldur alheimsins þegar ljósið frá þeim lagði af stað var um 3,3 milljarðar ára. Þessi fyrirbæri eru nú nefnd dulstirni og eru geysiöflugar virkar vetrarbrautir sem hýsa risasvarthol í miðju sinni, í óðaönn að gleypa í sig efni. Fjarlægasta dulstirni sem nú er þekkt mælist með $z = 10,1$ sem jafngildir því að ljósið frá því lagði af stað þegar alheimurinn var einungis um 500 milljón ára gamall.

James Webb-geimsjónaukinn uppgötvaði fjarlægasta fyrirbærið sem fundist hefur. Það er vetrarbraut við rauðvik z = 14,3. Ljósið frá þessari vetrarbraut lagði af stað í sitt ferðalag þegar alheimurinn var um 290 milljón ára gamall sem samsvarar einvörðungu 2% af núverandi aldri hans!

Á jóladag árið 2021 var James Webb-geimsjónaukanum skotið á loft. Spegill hans er 6,5 m í þvermál samborið við 2,4 m spegil Hubble-geimsjónaukans. Auk þess er hann sérhæfður til mælinga á innrauðu ljósi sem hentar einstaklega vel til mælinga á fyrirbærum við hátt rauðvik. Honum er því ætlað að skyggnast inn í fjarlægustu víðáttur alheimsins og kanna fyrstu stjörnurnar og vetrarbrautirnar sem mynduðust í alheimi. Þetta undratæki hefur alls ekki valdið vonbrigðum og hefur uppgötvað fjarlægasta fyrirbæri sem fundist hefur, vetrarbraut við rauðvik $z = 14,3$. Ljósið frá þessari vetrarbraut lagði því af stað í sitt ferðalag þegar alheimurinn var um 290 milljón ára gamall sem samsvarar einvörðungu 2% af núverandi aldri hans!

Myndir:

Texti þessa svars birtist fyrst í Almanaki Háskóla Íslands 2025 en var endurskoðaður fyrir Vísindavefinn.

Svar við sambærilegri spurningu birtist birtist fyrst á Vísindavefnum 24.7.2002. Í ljósi nýrra gagna er nú birt nýtt svar.

Höfundur

Páll Jakobsson

prófessor í stjarneðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

31.3.2025

Spyrjandi

Wilhelm Sigurðsson

Tilvísun

Páll Jakobsson. „Hvert er fjarlægasta fyrirbæri í alheiminum sem fundist hefur?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2025, sótt 2. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=2606.

Páll Jakobsson. (2025, 31. mars). Hvert er fjarlægasta fyrirbæri í alheiminum sem fundist hefur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2606

Páll Jakobsson. „Hvert er fjarlægasta fyrirbæri í alheiminum sem fundist hefur?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2025. Vefsíða. 2. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2606>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er fjarlægasta fyrirbæri í alheiminum sem fundist hefur?
Árið 1838 tókst Friedrich Bessel (1784-1846), fyrstum manna, að mæla fjarlægðina til sólstjörnu annarrar en sólarinnar, 61 Cygni í Svaninum. Með mælingum á hliðrun fastastjörnunnar vegna árlegrar hreyfingar jarðar um sólu, mat hann fjarlægðina um það bil 10,4 ljósár sem er mjög nærri nýjustu mælingum, 11,4 ljósár. Næstu áratugi bættust svo við fjarlægðarmælingar á fleiri stjörnum í okkar eigin vetrarbraut.

Á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar kom í ljós að vetrarbrautin okkar er ekki ein á báti. Fjöldi vetrarbrauta í hinum sýnilega alheimi er að minnsta kosti svipaður og fjöldi stjarna í vetrarbrautinni okkar eða nokkur hundruð milljarðar. Fjarlægðirnar til þeirra vetrarbrauta sem næstar okkar eru, eru mældar í milljónum ljósára.

Um svipað leyti fundu stjörnufræðingar vensl á milli fjarlægða vetrarbrauta og svonefnds rauðviks þeirra, en það er hliðrun í bylgjulengd ljóssins frá vetrarbrautunum og stafar af innbyrðis hreyfingu þeirra og athugandans. Fjarlægari vetrarbrautir reyndust hafa meiri hraða og hærra rauðvik. Var þetta fyrsta vísbendingin um útþenslu alheimsins.

Vensl eru á milli fjarlægða vetrarbrauta og svonefnds rauðviks þeirra. Fjarlægari vetrarbrautir hafa meiri hraða og hærra rauðvik eins og sést á skýringarmyndinni.

Afleiðing þessarar útþenslu er að alheimurinn átti sér upphaf í tíma. Hefur sá atburður verið nefndur Miklihvellur og í dag er talið að aldur alheimsins sé í kringum 13,8 milljarðar ára. Vegna útþenslu alheimsins og þeirrar staðreyndar að ljósið ferðast á endanlegum hraða getur reynst erfitt að túlka miklar fjarlægðir í stjörnufræði. Venjan er því að gefa upp rauðvik fyrirbæra og er þá hægt að nota það á einfaldan hátt til að meta aldur alheims á þeim tíma þegar ljósið lagði af stað frá uppsprettunni. Að setja hlutina í samhengi við aldur alheimsins er oftast skýrara en að gefa upp fjarlægðir sem erfitt er að túlka.

Fyrir um 60 árum uppgötvuðu stjörnufræðingar fyrirbæri með afar dularfull litróf. Það tók þá töluverðan tíma að átta sig á því að þetta voru fyrirbæri með mjög há rauðvik, í kringum $z = 2$. Aldur alheimsins þegar ljósið frá þeim lagði af stað var um 3,3 milljarðar ára. Þessi fyrirbæri eru nú nefnd dulstirni og eru geysiöflugar virkar vetrarbrautir sem hýsa risasvarthol í miðju sinni, í óðaönn að gleypa í sig efni. Fjarlægasta dulstirni sem nú er þekkt mælist með $z = 10,1$ sem jafngildir því að ljósið frá því lagði af stað þegar alheimurinn var einungis um 500 milljón ára gamall.

James Webb-geimsjónaukinn uppgötvaði fjarlægasta fyrirbærið sem fundist hefur. Það er vetrarbraut við rauðvik z = 14,3. Ljósið frá þessari vetrarbraut lagði af stað í sitt ferðalag þegar alheimurinn var um 290 milljón ára gamall sem samsvarar einvörðungu 2% af núverandi aldri hans!

Á jóladag árið 2021 var James Webb-geimsjónaukanum skotið á loft. Spegill hans er 6,5 m í þvermál samborið við 2,4 m spegil Hubble-geimsjónaukans. Auk þess er hann sérhæfður til mælinga á innrauðu ljósi sem hentar einstaklega vel til mælinga á fyrirbærum við hátt rauðvik. Honum er því ætlað að skyggnast inn í fjarlægustu víðáttur alheimsins og kanna fyrstu stjörnurnar og vetrarbrautirnar sem mynduðust í alheimi. Þetta undratæki hefur alls ekki valdið vonbrigðum og hefur uppgötvað fjarlægasta fyrirbæri sem fundist hefur, vetrarbraut við rauðvik $z = 14,3$. Ljósið frá þessari vetrarbraut lagði því af stað í sitt ferðalag þegar alheimurinn var um 290 milljón ára gamall sem samsvarar einvörðungu 2% af núverandi aldri hans!

Myndir:

Texti þessa svars birtist fyrst í Almanaki Háskóla Íslands 2025 en var endurskoðaður fyrir Vísindavefinn.

Svar við sambærilegri spurningu birtist birtist fyrst á Vísindavefnum 24.7.2002. Í ljósi nýrra gagna er nú birt nýtt svar.

...