Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er fjarlægasta fyrirbærið í himingeimnum langt í burtu í ljósárum?

Sævar Helgi Bragason

Í dag eru framfarir í stjarnvísindum svo örar að hætt er við að svar þetta verði úrelt stuttu eftir að það birtist. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er fjarlægasta fyrirbæri himingeimsins dulstirni eða kvasi. Dulstirnið er staðsett nálægt Sextantsmerkinu en áætluð fjarlægð til þess er um 10 eða 12 milljarðar ljósára. Sé það rétt, lagði ljósið af stað frá þessu dulstirni stuttu eftir að alheimurinn varð til.



Dulstirnið uppgötvaðist í mars árið 2000. Þegar það fannst kom hátt rauðvik þess stjörnufræðingum í opna skjöldu. Fyrirbæri sem fjarlægjast athugandann senda frá sér rautt ljós, þar sem bylgjulengdin færist nær rauða enda litrófsins. Sé ljósið frá fyrirbærinu alveg við rauða endann, vitum við að það fjarlægist okkur hratt.

Stjörnufræðingar áætla að fyrirbæri sem fjarlægjast okkur hratt, hafi verið að fjarlægjast með auknum hraða frá upphafi alheimsins og eru þess vegna mjög fjarlæg.

Uppgötvunin þykir renna stöðum undir þá kenningu að vetrarbrautir hafi myndast fyrr en áður var talið, þar sem dulstirni eru oft tengd vetrarbrautum. Stjörnufræðingar segja að ljósið sem dulstirnið sendir frá sér hafi lagt af stað aðeins milljarði ára eftir myndun alheimsins. Vafalítið eiga þó önnur fjarlægari fyrirbæri eftir að uppgötvast.

Myndin er fengin á vefsíðu Sloan Digital Sky Survey.

Heimildir:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

24.7.2002

Spyrjandi

Wilhelm Sigurðsson

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvað er fjarlægasta fyrirbærið í himingeimnum langt í burtu í ljósárum?“ Vísindavefurinn, 24. júlí 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2606.

Sævar Helgi Bragason. (2002, 24. júlí). Hvað er fjarlægasta fyrirbærið í himingeimnum langt í burtu í ljósárum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2606

Sævar Helgi Bragason. „Hvað er fjarlægasta fyrirbærið í himingeimnum langt í burtu í ljósárum?“ Vísindavefurinn. 24. júl. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2606>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er fjarlægasta fyrirbærið í himingeimnum langt í burtu í ljósárum?
Í dag eru framfarir í stjarnvísindum svo örar að hætt er við að svar þetta verði úrelt stuttu eftir að það birtist. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er fjarlægasta fyrirbæri himingeimsins dulstirni eða kvasi. Dulstirnið er staðsett nálægt Sextantsmerkinu en áætluð fjarlægð til þess er um 10 eða 12 milljarðar ljósára. Sé það rétt, lagði ljósið af stað frá þessu dulstirni stuttu eftir að alheimurinn varð til.



Dulstirnið uppgötvaðist í mars árið 2000. Þegar það fannst kom hátt rauðvik þess stjörnufræðingum í opna skjöldu. Fyrirbæri sem fjarlægjast athugandann senda frá sér rautt ljós, þar sem bylgjulengdin færist nær rauða enda litrófsins. Sé ljósið frá fyrirbærinu alveg við rauða endann, vitum við að það fjarlægist okkur hratt.

Stjörnufræðingar áætla að fyrirbæri sem fjarlægjast okkur hratt, hafi verið að fjarlægjast með auknum hraða frá upphafi alheimsins og eru þess vegna mjög fjarlæg.

Uppgötvunin þykir renna stöðum undir þá kenningu að vetrarbrautir hafi myndast fyrr en áður var talið, þar sem dulstirni eru oft tengd vetrarbrautum. Stjörnufræðingar segja að ljósið sem dulstirnið sendir frá sér hafi lagt af stað aðeins milljarði ára eftir myndun alheimsins. Vafalítið eiga þó önnur fjarlægari fyrirbæri eftir að uppgötvast.

Myndin er fengin á vefsíðu Sloan Digital Sky Survey.

Heimildir:

...