Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er hirsi og hvernig er það notað?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Hirsi (e. millet) er samheiti yfir fjölda grastegunda sem ræktaðar eru víða um heim vegna fræjanna. Algengasta tegundin og sú sem mest er ræktuð er perluhirsi (Pennisetum glaucum, e. pearl millet), en aðrar mikilvægar tegundir eru til dæmis refaskottshirsi (Setaria italica, e. foxtail millet), prosohirsi (Panicum miliaceum, e. proso millet) og fingurhirsi (Eleusine coracana, e. finger millet). Grastegundirnar sem flokkast sem hirsi eiga það sameiginlegt að fræ þeirra eru minni en tegunda sem flokkast sem korn. Stærð hirsifræja, eða hirsikornsins eins og þau eru stundum kölluð, eru mismunandi milli tegunda og geta verið mjög smá en eru yfirleitt stærri hjá tegundum sem hafa verið lengst í ræktun.

Perluhirsi (Pennisetum glaucum) er mest ræktaða hirsistegundin.

Flestar hirsigrastegundir eru harðgerðar, hita- og þurrkþolnar og dafna í næringarsnauðum jarðvegi. Hirsi gerir ekki eins miklar kröfur til umhverfisins og til dæmis hveiti, hrísgrjón og maís, og er því mest ræktað á svæðum þar sem þurrkar eru langvarandi vandamál og jarðvegur rýr, til að mynda víða í löndum í Asíu og Afríku. Hirsi gefur mun minni uppskeru en margar aðrar korntegundir. Það er mest ræktað með hefðbundnum aðferðum og þróun í átt að aukinni uppskeru hefur ekki verið sú sama þar og í þeim korntegundum sem mest eru ræktaðar. Þó hafa verið gerðar tilraunir til þess fá fram afbrigði sem gefa meira af sér og þar sem hirsi er ræktað við góðar aðstæður tekur það vel við áburðargjöf.

Hirsi hefur verið ræktað árþúsundum saman. Lengi vel var það afar mikilvæg tegund en með grænu byltingunni eftir miðja 20. öld, sem fólst í að auka uppskeru á hveiti og fleiri korntegundum með ýmsum aðferðum, dró verulega úr ræktun á hirsi. Nú er talið að hirsi sé á bilinu 1-2% af kornrækt heimsins. Samkvæmt upplýsingum á vef FAO voru framleidd um 30 milljón tonn af hirsi árið 2020. Hafa ber í huga að magnið er í mörgum tilfellum áætlað. Indland ber höfuð og herðar yfir önnur lönd þegar kemur að ræktun á hirsi en um 40% af heimsframleiðslunni 2020 var á Indlandi. Næst á eftir kemur Níger með 12% heimsframleiðslunnar, þá Kína, Nígería, Malí, Eþíópía, Senegal, Búrkina Fasó og Tjad sem eru með á bilinu 2-8% af hirsisframleiðslu heimsins.

Hrisi er gjarnan malað niður í mjöl áður en það er notað í fæðu.

Hirsi er mjög mikilvæg uppspretta fæðu á Sahel-svæðinu sunnan Sahara-eyðimerkurinnar í löndum eins og Níger, Malí, Gambíu, Búrkína Fasó og Tjad en einnig víðar í Afríku. Þá er það mikilvæg undirstaða fæðu á sumum svæðum á Indlandi, Kína og í fleiri Asíulöndum. Hirsi er notað á ýmsan máta, til að mynda í súpur og grauta, í brauð og bakstur, í barnamat og í drykki, bæði áfenga og óáfenga. Þá er það líka nýtt sem dýrafóður.

Á Vesturlöndum er hirsi ræktað sem skepnufóður en vinsældir þess til manneldis hafa farið vaxandi þar sem það er markaðssett sem glútenlaus heilsufæða rík af kolvetnum.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.8.2022

Spyrjandi

Hrafnkell Már Einarsson, Anna Lena Halldórsdóttir

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað er hirsi og hvernig er það notað?“ Vísindavefurinn, 4. ágúst 2022, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80583.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2022, 4. ágúst). Hvað er hirsi og hvernig er það notað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80583

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað er hirsi og hvernig er það notað?“ Vísindavefurinn. 4. ágú. 2022. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80583>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er hirsi og hvernig er það notað?
Hirsi (e. millet) er samheiti yfir fjölda grastegunda sem ræktaðar eru víða um heim vegna fræjanna. Algengasta tegundin og sú sem mest er ræktuð er perluhirsi (Pennisetum glaucum, e. pearl millet), en aðrar mikilvægar tegundir eru til dæmis refaskottshirsi (Setaria italica, e. foxtail millet), prosohirsi (Panicum miliaceum, e. proso millet) og fingurhirsi (Eleusine coracana, e. finger millet). Grastegundirnar sem flokkast sem hirsi eiga það sameiginlegt að fræ þeirra eru minni en tegunda sem flokkast sem korn. Stærð hirsifræja, eða hirsikornsins eins og þau eru stundum kölluð, eru mismunandi milli tegunda og geta verið mjög smá en eru yfirleitt stærri hjá tegundum sem hafa verið lengst í ræktun.

Perluhirsi (Pennisetum glaucum) er mest ræktaða hirsistegundin.

Flestar hirsigrastegundir eru harðgerðar, hita- og þurrkþolnar og dafna í næringarsnauðum jarðvegi. Hirsi gerir ekki eins miklar kröfur til umhverfisins og til dæmis hveiti, hrísgrjón og maís, og er því mest ræktað á svæðum þar sem þurrkar eru langvarandi vandamál og jarðvegur rýr, til að mynda víða í löndum í Asíu og Afríku. Hirsi gefur mun minni uppskeru en margar aðrar korntegundir. Það er mest ræktað með hefðbundnum aðferðum og þróun í átt að aukinni uppskeru hefur ekki verið sú sama þar og í þeim korntegundum sem mest eru ræktaðar. Þó hafa verið gerðar tilraunir til þess fá fram afbrigði sem gefa meira af sér og þar sem hirsi er ræktað við góðar aðstæður tekur það vel við áburðargjöf.

Hirsi hefur verið ræktað árþúsundum saman. Lengi vel var það afar mikilvæg tegund en með grænu byltingunni eftir miðja 20. öld, sem fólst í að auka uppskeru á hveiti og fleiri korntegundum með ýmsum aðferðum, dró verulega úr ræktun á hirsi. Nú er talið að hirsi sé á bilinu 1-2% af kornrækt heimsins. Samkvæmt upplýsingum á vef FAO voru framleidd um 30 milljón tonn af hirsi árið 2020. Hafa ber í huga að magnið er í mörgum tilfellum áætlað. Indland ber höfuð og herðar yfir önnur lönd þegar kemur að ræktun á hirsi en um 40% af heimsframleiðslunni 2020 var á Indlandi. Næst á eftir kemur Níger með 12% heimsframleiðslunnar, þá Kína, Nígería, Malí, Eþíópía, Senegal, Búrkina Fasó og Tjad sem eru með á bilinu 2-8% af hirsisframleiðslu heimsins.

Hrisi er gjarnan malað niður í mjöl áður en það er notað í fæðu.

Hirsi er mjög mikilvæg uppspretta fæðu á Sahel-svæðinu sunnan Sahara-eyðimerkurinnar í löndum eins og Níger, Malí, Gambíu, Búrkína Fasó og Tjad en einnig víðar í Afríku. Þá er það mikilvæg undirstaða fæðu á sumum svæðum á Indlandi, Kína og í fleiri Asíulöndum. Hirsi er notað á ýmsan máta, til að mynda í súpur og grauta, í brauð og bakstur, í barnamat og í drykki, bæði áfenga og óáfenga. Þá er það líka nýtt sem dýrafóður.

Á Vesturlöndum er hirsi ræktað sem skepnufóður en vinsældir þess til manneldis hafa farið vaxandi þar sem það er markaðssett sem glútenlaus heilsufæða rík af kolvetnum.

Heimildir og myndir:

...