Sólin Sólin Rís 10:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:12 • Sest 13:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:52 • Síðdegis: 18:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:11 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:12 • Sest 13:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:52 • Síðdegis: 18:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:11 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær verður næsti tunglmyrkvi á Íslandi?

Hafliði Marteinn Hlöðversson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Tunglmyrkvi á sér stað þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar á sama tíma og jörðin er stödd á milli sólar og tungls. Þessi niðurröðun þýðir að tunglmyrkvi getur aðeins orðið þegar tunglið er fullt. Tunglmyrkvi á sér þó ekki stað í hverjum mánuði því brautarplan tunglsins og brautarplan jarðar eru ekki samsíða. Tunglbrautin hallar um 5° frá braut jarðar og vegna hallans fellur skuggi jarðar yfirleitt yfir eða undir tunglið.

Skýringarmynd af tunglmyrkva.

Skuggi jarðar skiptist í alskugga og hálfskugga. Alskuggi jarðar er keilulaga og nær langt út fyrir braut tunglsins. Við braut tunglsins er alskugginn 2,6 sinnum breiðari en þvermál tunglsins. Oftast fer tunglið norðan eða sunnan skuggans en fyrir kemur að það gengur allt eða að hluta inn í hálfskuggann. Það kallast hálfskuggamyrkvi. Hálfskugginn veldur lítilli deyfingu á birtu tunglsins og því eru slíkir myrkvar vart sjáanlegir með berum augum. Þegar tunglið gengur aðeins að hluta til inn í alskuggann verður deildarmyrkvi. Fari tunglið allt inn í alskuggann verður almyrkvi á tungli.

Tunglmyrkvar eru ekki sjaldgæf fyrirbrigði þótt sum ár verði enginn myrkvi, önnur ár einn, tveir eða jafnvel þrír. Sjaldgæfast er þó að á einu ári verði þrír myrkvar. Síðast gerðist það árið 1982 og sáust tveir myrkvanna frá Reykjavík, en næst gerist það árið 2485.

Tunglmyrkvi.

Hér fyrir neðan er listi yfir tunglmyrkva sem sjást frá Íslandi til 2030.

Dagsetning
Gerð myrkva
Myrkvi hefst
Myrkvi í hámarki
Myrkva lýkur
Athugasemdir
19.11.2021Deildarmyrkvi
06:02
09:02
12:03
Myrkvinn er í hámarki við tunglsetur og sést því ekki í heild frá Íslandi
16.5.2022Almyrkvi
01:32
04:11
06:50
Myrkvinn stendur yfir við tunglsetur og sést því ekki í heild frá Íslandi.
28.10.2023Deildarmyrkvi
18:01
20:14
22:26
25.3.2024Hálfskugga
04:53
07:12
09:32
Myrkvinn stendur yfir þegar tunglið er að setjast og verður vart greinilegur.
18.9.2024Deildarmyrkvi
00:41
02:44
04:47
7.9.2025Almyrkvi
15:28
18:12
20:55
Tunglið er almyrkvað þegar það rís á Austurlandi en er komið út fyrir alskuggann þegar það rís í Reykjavík.
28.8.2026Deildarmyrkvi
01:24
04:13
07:01
Myrkvinn stendur yfir við tunglsetur. Tveimur vikum eftir almyrkva á sólu.
20.2.2027Hálfskugga
21:12
23:13
01:13
Myrkvinn vart greinanlegur.
12.1.2028Deildarmyrkvi
02:08
04:13
06:18
31.12.2028Almyrkvi
14:04
17:28
19:40
Myrkvinn sést allur frá norðausturhorni Íslands. Myrkvinn verður á 13. fulla tungli ársins 2028, sem er því einnig Blátt tungl.
26.6.2029Almyrkvi
00:34
03:22
06:09
Tungl við sjóndeildarhring og sest áður en myrkvinn nær hámarki.
20.12.2029Almyrkvi
19:43
22:42
01:40

Heimild:
  • Þetta svar er stytt og aðlöguð útgáfa af texta um tunglmyrkva á Stjörnufræðivefnum og eru lesendur hvattir til að kynna sér það efni í heild. Svarið var upphaflega eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005. Það birtist fyrst 24.6.2005 en var uppfært og endurskrifað af ritstjórn Vísindavefsins í nóvember 2021.

Myndir:

Höfundar

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.11.2021

Spyrjandi

Matthías Vilhjálmsson, f. 1987

Tilvísun

Hafliði Marteinn Hlöðversson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvenær verður næsti tunglmyrkvi á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 18. nóvember 2021, sótt 28. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=5079.

Hafliði Marteinn Hlöðversson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2021, 18. nóvember). Hvenær verður næsti tunglmyrkvi á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5079

Hafliði Marteinn Hlöðversson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvenær verður næsti tunglmyrkvi á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 18. nóv. 2021. Vefsíða. 28. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5079>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær verður næsti tunglmyrkvi á Íslandi?
Tunglmyrkvi á sér stað þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar á sama tíma og jörðin er stödd á milli sólar og tungls. Þessi niðurröðun þýðir að tunglmyrkvi getur aðeins orðið þegar tunglið er fullt. Tunglmyrkvi á sér þó ekki stað í hverjum mánuði því brautarplan tunglsins og brautarplan jarðar eru ekki samsíða. Tunglbrautin hallar um 5° frá braut jarðar og vegna hallans fellur skuggi jarðar yfirleitt yfir eða undir tunglið.

Skýringarmynd af tunglmyrkva.

Skuggi jarðar skiptist í alskugga og hálfskugga. Alskuggi jarðar er keilulaga og nær langt út fyrir braut tunglsins. Við braut tunglsins er alskugginn 2,6 sinnum breiðari en þvermál tunglsins. Oftast fer tunglið norðan eða sunnan skuggans en fyrir kemur að það gengur allt eða að hluta inn í hálfskuggann. Það kallast hálfskuggamyrkvi. Hálfskugginn veldur lítilli deyfingu á birtu tunglsins og því eru slíkir myrkvar vart sjáanlegir með berum augum. Þegar tunglið gengur aðeins að hluta til inn í alskuggann verður deildarmyrkvi. Fari tunglið allt inn í alskuggann verður almyrkvi á tungli.

Tunglmyrkvar eru ekki sjaldgæf fyrirbrigði þótt sum ár verði enginn myrkvi, önnur ár einn, tveir eða jafnvel þrír. Sjaldgæfast er þó að á einu ári verði þrír myrkvar. Síðast gerðist það árið 1982 og sáust tveir myrkvanna frá Reykjavík, en næst gerist það árið 2485.

Tunglmyrkvi.

Hér fyrir neðan er listi yfir tunglmyrkva sem sjást frá Íslandi til 2030.

Dagsetning
Gerð myrkva
Myrkvi hefst
Myrkvi í hámarki
Myrkva lýkur
Athugasemdir
19.11.2021Deildarmyrkvi
06:02
09:02
12:03
Myrkvinn er í hámarki við tunglsetur og sést því ekki í heild frá Íslandi
16.5.2022Almyrkvi
01:32
04:11
06:50
Myrkvinn stendur yfir við tunglsetur og sést því ekki í heild frá Íslandi.
28.10.2023Deildarmyrkvi
18:01
20:14
22:26
25.3.2024Hálfskugga
04:53
07:12
09:32
Myrkvinn stendur yfir þegar tunglið er að setjast og verður vart greinilegur.
18.9.2024Deildarmyrkvi
00:41
02:44
04:47
7.9.2025Almyrkvi
15:28
18:12
20:55
Tunglið er almyrkvað þegar það rís á Austurlandi en er komið út fyrir alskuggann þegar það rís í Reykjavík.
28.8.2026Deildarmyrkvi
01:24
04:13
07:01
Myrkvinn stendur yfir við tunglsetur. Tveimur vikum eftir almyrkva á sólu.
20.2.2027Hálfskugga
21:12
23:13
01:13
Myrkvinn vart greinanlegur.
12.1.2028Deildarmyrkvi
02:08
04:13
06:18
31.12.2028Almyrkvi
14:04
17:28
19:40
Myrkvinn sést allur frá norðausturhorni Íslands. Myrkvinn verður á 13. fulla tungli ársins 2028, sem er því einnig Blátt tungl.
26.6.2029Almyrkvi
00:34
03:22
06:09
Tungl við sjóndeildarhring og sest áður en myrkvinn nær hámarki.
20.12.2029Almyrkvi
19:43
22:42
01:40

Heimild:
  • Þetta svar er stytt og aðlöguð útgáfa af texta um tunglmyrkva á Stjörnufræðivefnum og eru lesendur hvattir til að kynna sér það efni í heild. Svarið var upphaflega eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005. Það birtist fyrst 24.6.2005 en var uppfært og endurskrifað af ritstjórn Vísindavefsins í nóvember 2021.

Myndir:...