Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 519 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvers konar eldstöð er Hekla og hversu stórt er eldstöðvakerfi hennar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er stærð og staðsetning megineldstöðvar Heklu? Hekla er megineldstöð á samnefndu eldstöðvakerfi á mörkum Austurgosbeltis og svonefnds Suðurlandsbrotabeltis (sjá mynd). Kerfið er um 40 kílómetra langt og um sjö kílómetra breitt eins og Sveinn Jakobsson skilgreinir ...

category-iconLæknisfræði

Hvenær var getnaðarvarnarpillan fyrst tekin í notkun á Íslandi?

Um sögu pillunnar er fjallað ýtarlega í svari við spurningunni Hvernig varð getnaðarvarnarpillan til? en þar kemur meðal annars fram að Enovid, fyrsta tegund pillunnar, fékk upphaflega markaðsleyfi í Bandaríkjunum árið 1957. Til að byrja með var Enovid flokkað sem lyf gegn kvensjúkdómum og eingöngu mátti ávísa því...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru blakkahraun?

Blakkahraun eru ein helsta byggingareining eldkeila og hafa yfirleitt andesít-samsetningu, þótt dæmi séu um slík hraun úr dasíti.[1] Þau einkennast af karga sem er brotinn upp í blokkir og svipar til apalhrauna í uppbyggingu og formi, þótt þau séu almennt þykkri og styttri. Myndunarferlin eru líka svipuð, og blakk...

category-iconJarðvísindi

Eyðast demantar aldrei?

„Diamonds are forever“ segir í söng og bíómynd um ævintýri James Bond, en sumir telja að fyrirmynd hetjunnar hafi verið Vestur-Íslendingur.[1] Ekki er það alls kostar rétt að þeir geti verið eilífir, því enda þótt demantur sé allra efna harðastur og þoli hvers kyns hnjask og leysiefni, þá getur heitur eldur eytt h...

category-iconJarðvísindi

Hvað gefur til kynna að Heklugos sé yfirvofandi?

Eldfjöll gefa það til kynna, hvert með sínum hætti, þegar von er á gosi. Landris eða landsig á sér stað, smáskjálftavirkni eykst og stærri skjálftar ríða yfir, jarðhitavirkni fer vaxandi. Gufusprengingar og smágos geta stundum verið undanfari meiri umbrota. Heklugos hafa yfirleitt hafist án fyrirvara sem mannl...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar fjall er Akrafjall og hvað er það gamalt?

Akrafjall rís á nesi milli Hvalfjarðar og Leirárvogs. Fjallið er byggt úr stafla af blágrýtislögum sem hallar til suð-austurs, í átt til Vestur-gosbeltisins þar sem hraunin áttu uppruna sinn. Þangað eru nú er um 45 km frá Akrafjalli. Akrafjall. Bergsegulmælingar benda til þess að mót segulskeiðanna Gilbert („...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru surtseysk eldgos?

Sprengigos sem verða þegar kvika í gosrás eða gosopi kemst í snertingu við vatn, kallast tætigos á íslensku. Ein gerð þeirra er kennd við Surtsey og goshættina sem ríktu þegar eyjan reis úr hafi.1 Hátt hlutfall smárra korna eykur varmaflutning til gosmakkarins og hefur þau áhrif, að hann rís hærra í andrúmslof...

category-iconNæringarfræði

Hafa komið fram nýjar niðurstöður um eldun á mat í örbylgjuofnum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hafa komið fram aðrar niðurstöður varðandi eldun á mat í örbylgjuofnum frá því þessi grein var skrifuð árið 2000? Ef átt er við hvort eitthvað nýtt hafi komið fram getur svarið ekki verið annað en: „Já“ - einfaldlega vegna þess að margir vísindamenn hafa áhuga á no...

category-iconJarðvísindi

Hvað er eldský?

Eldský[1] (brímaský) er heitt, nánast glóandi flóð úr eldfjallagufum og gjósku sem geysist með ofsahraða (allt að 500 km/klst) niður hlíðar eldfjalls. Í eldgosi þeytist glóðheit eldfjallagufa upp úr gígnum. Vegna hitans er hún eðlisléttari en andrúmsloftið og stígur því upp — í Heklugosinu 1947 náði gosmökkur...

category-iconLögfræði

Er samningur gildur ef rangt orð finnst í honum?

Það er óskrifuð meginregla samningaréttar að samninga skal halda. Um þetta er til orðatiltæki á latínu: pacta sunt servanda.[1] En þó svo að meginreglan sé að samningar séu gildir samkvæmt efni sínu, þá geta komið upp aðstæður sem gera það að verkum að samningur sé þá þegar ógildur og skuldbindur ekki samningsaðil...

category-iconLæknisfræði

Er eitthvert samband á milli offitu og alzheimers-sjúkdóms?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Í sjónvarpsþætti sem framleiddur er af BBC, Sannleikurinn um offitu, og sýndur var á RÚV í janúar 2021, heldur prófessor Steve Bloom því fram að ef fólk sem er of feitt léttist, minnki líkur á alzheimers-sjúkdómi. Er eitthvert samband á milli offitu og alzheimers? Lítið samband...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Dalvíkurskjálftann 1934?

Laugardaginn 2. júní 1934 fannst mikill jarðskjálfti á Norðurlandi um klukkan 12:43 að íslenskum tíma, sem mældist 6,2 að stærð (MS).[1] Hans varð vart allt frá Búðardal í vestri að Vopnafirði í austri, en snarpastur var hann á Dalvík þar sem miklar skemmdir urðu. Mikið tjón varð einnig í öðrum byggðum næst skjálf...

category-iconHagfræði

Hver eru lágmarkslaun á Íslandi?

Upphaflega spurningin var í tvennu lagi. Hér er fyrri hlutanum svarað. Öll spurningin var þessi: Hver eru lágmarkslaun á Íslandi? Hver er talin lágmarks upphæð í krónum til framfærslu einstaklings? Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega það að lágmarkslaun á Íslandi eru þau sem tiltekin eru í kjaras...

category-iconJarðvísindi

Hvað verða blakkahraun stór og hver er rennslishraði þeirra?

Blakkahraun eru ein helsta byggingareining eldkeila. Þau myndast aðallega í gosum sem framleiða kísilrík íslandít (56-64% SiO2) og kísilrýr dasít (64-67% SiO2). Í stórum dráttum er lögun blakkahrauna og uppbygging svipuð apalhraunum, en þó eru þau að jafnaði mun þykkari. Dæmigerð lengd fyrir blakkahraun er á bi...

category-iconJarðvísindi

Getur hrafntinna myndast um leið og hraun rennur?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Getur hrafntinna myndast um leið og hraun rennur? Þ.e. ef kísilríkt hraun rennur og kólnar hratt - myndast þá hrafntinnan strax og hraunið kólnar? Örnefnið Hrafntinnuhraun virðist bera því órækt vitni að hrafntinna getur myndast um leið og hraun rennur. Hraunið er eitt af fjóru...

Fleiri niðurstöður