Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Sprengigos sem verða þegar kvika í gosrás eða gosopi kemst í snertingu við vatn, kallast tætigos á íslensku. Ein gerð þeirra er kennd við Surtsey og goshættina sem ríktu þegar eyjan reis úr hafi.1
Hátt hlutfall smárra korna eykur varmaflutning til gosmakkarins og hefur þau áhrif, að hann rís hærra í andrúmsloftinu en ella. Þannig getur basísk kvika sem kemst í snertingu við vatn, hæglega myndað efnisríkan gosmökk sem rís í 10-20 kílómetra hæð, en hefði að öðrum kosti runnið sem hraun. Í tilvikum þar sem súr, gasrík kvika kemst í snertingu við vatn, er ekki óalgengt að gjóskuskýin nái 6-20 kílómetra hæð.2 Eins og í öðrum gosum er samband milli hæðar gosmakkar og kvikuuppstreymis. Hæð makkarins fer einnig eftir hlutfalli vatns og kviku, þannig að hann rís kröftuglega ef hlutfallið vatn/kvika er á bilinu 0,1-0,2. Ef hlutfallið verður öllu hærra, er hætt við að gosmökkurinn falli saman, þar sem blandan er orðin köld og þung.
Gos í Surtsey 1963.
Basísk tætigos verða þar sem gýs við háa grunnvatnsstöðu eða í grunnu vatni, eins og gerst hefur á Veiðivatnasvæðinu,3 og í sjó. Til dæmis var Surtseyjargosið tæitgos fyrstu mánuðina. En algengustu gos á Íslandi eru þó tætigos í jöklum sem ná að bræða sér leið til yfirborðs.
Tilvísanir: 1 Sigurður Þórarinsson, 1964. Surtsey. Eyjan nýja í Atlantshafi. Almenna bókafélagið, Reykjavík. 2 Sparks og fleiri, 1997. Volcanic Plumes. John Wiley & Sons. 3 Guðrún Larsen, 1984. Recent volcanic history of the Veidivötn fissure swarm, Southern Iceland. An approach to volcanic risk assessment. Journal of Volcanology and Geothermal Research, 22, 33-58.
Guðrún Larsen, 1988. Veiðivötn og Veiðivatnagos á 15. öld. Vörður á vegi. Árbók Ferðafélags Íslands 1988. Ferðafélag Íslands, Reykjavík, 149-163.
Upprunalega spurningin frá Hafrúnu Helgu var:
Hvaða tegundir eru til af eldgosum?
Þeirri spurningu er svarað hér að hluta og einnig í öðrum tengdum svörum.
Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um flokkun eldgosa í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi. Mynd er fengin úr sama riti, bls. 95.
Ármann Höskuldsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðrún Larsen og Þorvaldur Þórðarson. „Hvað eru surtseysk eldgos?“ Vísindavefurinn, 10. október 2013, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65432.
Ármann Höskuldsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðrún Larsen og Þorvaldur Þórðarson. (2013, 10. október). Hvað eru surtseysk eldgos? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65432
Ármann Höskuldsson, Magnús Tumi Guðmundsson, Guðrún Larsen og Þorvaldur Þórðarson. „Hvað eru surtseysk eldgos?“ Vísindavefurinn. 10. okt. 2013. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65432>.