Hver eru lágmarkslaun á Íslandi? Hver er talin lágmarks upphæð í krónum til framfærslu einstaklings?Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega það að lágmarkslaun á Íslandi eru þau sem tiltekin eru í kjarasamningum. Í flestum löndum eru í gildi lagaákvæði sem tilgreina ýmist að óheimilt sé að greiða lægri laun en svari til ákveðinnar fjárhæðar fyrir hverja unna klukkustund eða lagaákvæði sem kveða á um að óheimilt sé að greiða lægri laun en þau sem tilgreind eru í kjarasamningum. Það á við um Ísland. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda er óheimilt að greiða lægri laun fyrir tiltekið starf en tilgreint er í kjarasamningi.
- ^ Kaupgjaldsskrá SA. Samtök atvinnulífsins. (Sótt 29.8.2023).
- ^ Kjarasamningur milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands. Starfsgreinasambandið. (Sótt 29.8.2023).
- File:Kvinnostrejk i Reykjavik (5).jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 30.08.2023).