Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru lágmarkslaun á Íslandi?

Þórólfur Matthíasson

Upphaflega spurningin var í tvennu lagi. Hér er fyrri hlutanum svarað. Öll spurningin var þessi:

Hver eru lágmarkslaun á Íslandi? Hver er talin lágmarks upphæð í krónum til framfærslu einstaklings?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega það að lágmarkslaun á Íslandi eru þau sem tiltekin eru í kjarasamningum.

Í flestum löndum eru í gildi lagaákvæði sem tilgreina ýmist að óheimilt sé að greiða lægri laun en svari til ákveðinnar fjárhæðar fyrir hverja unna klukkustund eða lagaákvæði sem kveða á um að óheimilt sé að greiða lægri laun en þau sem tilgreind eru í kjarasamningum. Það á við um Ísland. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda er óheimilt að greiða lægri laun fyrir tiltekið starf en tilgreint er í kjarasamningi.

Á Íslandi er ekki tilgreind ákveðin upphæð sem lágmarkslaun heldur er lagaákvæði sem kveður á um að óheimilt sé að greiða lægri laun en þau sem tilgreind eru í kjarasamningum. Í mörgum kjarasamningum eru ákvæði sem heimila lægri greiðslu til þeirra sem eru yngri en 18 ára.

Launakjör í íslenskum kjarasamningum eru jafnan tilgreind sem mánaðarkjör. Mismunandi er eftir kjarasamningum og störfum hversu margar klukkustundir skulu unnar á mánuði. Auk fastrar greiðslu fyrir viðveru eru dæmi um að greiddir séu bónusar og álög og aðrar viðbótargreiðslur vegna vinnu sem fellur innan mánaðarvinnuhugtaksins. Fram til 1. nóvember 2022 voru ákvæði í kjarasamningum á almenna markaðnum um lágmarkstekjutryggingu.[1] Það ákvæði hefur nú verið fellt niður. Í mörgum kjarasamningum eru ákvæði sem heimila lægri greiðslu til þeirra sem eru yngri en 18 ára. Þannig segir í samningi Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins að laun 17 ára skuli vera 89% af launum 18 ára og eldri og laun 14 ára séu 62% af launum 18 ára og eldri.[2]

Tilvísanir:
  1. ^ Kaupgjaldsskrá SA. Samtök atvinnulífsins. (Sótt 29.8.2023).
  2. ^ Kjarasamningur milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands. Starfsgreinasambandið. (Sótt 29.8.2023).

Mynd:

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

31.8.2023

Spyrjandi

Orri Ólafur Magnússon

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Hver eru lágmarkslaun á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 31. ágúst 2023, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85440.

Þórólfur Matthíasson. (2023, 31. ágúst). Hver eru lágmarkslaun á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85440

Þórólfur Matthíasson. „Hver eru lágmarkslaun á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 31. ágú. 2023. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85440>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru lágmarkslaun á Íslandi?
Upphaflega spurningin var í tvennu lagi. Hér er fyrri hlutanum svarað. Öll spurningin var þessi:

Hver eru lágmarkslaun á Íslandi? Hver er talin lágmarks upphæð í krónum til framfærslu einstaklings?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega það að lágmarkslaun á Íslandi eru þau sem tiltekin eru í kjarasamningum.

Í flestum löndum eru í gildi lagaákvæði sem tilgreina ýmist að óheimilt sé að greiða lægri laun en svari til ákveðinnar fjárhæðar fyrir hverja unna klukkustund eða lagaákvæði sem kveða á um að óheimilt sé að greiða lægri laun en þau sem tilgreind eru í kjarasamningum. Það á við um Ísland. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda er óheimilt að greiða lægri laun fyrir tiltekið starf en tilgreint er í kjarasamningi.

Á Íslandi er ekki tilgreind ákveðin upphæð sem lágmarkslaun heldur er lagaákvæði sem kveður á um að óheimilt sé að greiða lægri laun en þau sem tilgreind eru í kjarasamningum. Í mörgum kjarasamningum eru ákvæði sem heimila lægri greiðslu til þeirra sem eru yngri en 18 ára.

Launakjör í íslenskum kjarasamningum eru jafnan tilgreind sem mánaðarkjör. Mismunandi er eftir kjarasamningum og störfum hversu margar klukkustundir skulu unnar á mánuði. Auk fastrar greiðslu fyrir viðveru eru dæmi um að greiddir séu bónusar og álög og aðrar viðbótargreiðslur vegna vinnu sem fellur innan mánaðarvinnuhugtaksins. Fram til 1. nóvember 2022 voru ákvæði í kjarasamningum á almenna markaðnum um lágmarkstekjutryggingu.[1] Það ákvæði hefur nú verið fellt niður. Í mörgum kjarasamningum eru ákvæði sem heimila lægri greiðslu til þeirra sem eru yngri en 18 ára. Þannig segir í samningi Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins að laun 17 ára skuli vera 89% af launum 18 ára og eldri og laun 14 ára séu 62% af launum 18 ára og eldri.[2]

Tilvísanir:
  1. ^ Kaupgjaldsskrá SA. Samtök atvinnulífsins. (Sótt 29.8.2023).
  2. ^ Kjarasamningur milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands. Starfsgreinasambandið. (Sótt 29.8.2023).

Mynd:...