Hafa komið fram aðrar niðurstöður varðandi eldun á mat í örbylgjuofnum frá því þessi grein var skrifuð árið 2000?Ef átt er við hvort eitthvað nýtt hafi komið fram getur svarið ekki verið annað en: „Já“ - einfaldlega vegna þess að margir vísindamenn hafa áhuga á notkun rafsegulbylgna og enn fleiri hafa áhuga á gæðum næringar. Einföld leit í gagnasafninu Scopus að greinum sem innihalda orðin örbylgjuofn og matur (á ensku) sýnir um 30 birtar vísindagreinar á ári undanfarin ár. Flestar þessara greina fjalla um áhrif hitunar í örbylgjuofni á ákveðnar fæðutegundir eða rannsóknir á því hvaða eldunaraðferðir reynast best. Rannsóknir á mögulegri skaðsemi fyrir notendur ofnanna og neytendur matarins eru ekki áberandi. Greinar um mat í örbylgjuofnum eru reyndar ekki margar samanborið við fjöldann sem kemur upp ef leitað er að krabbamein og reykingar í sama gagnasafni; þá finnast að jafnaði 3750 birtar greinar á ári undanfarin fimm ár. Við þau svör sem fyrir eru á Vísindavefnum um örbylgjuofna er litlu að bæta en þó má ítreka eftirfarandi:
- Aðeins ætti að nota ílát sem eru ætluð til hitunar í örbylgjuofni
- Varast skal að ofhita vatn í örbylgjuofni, slíkt hefur valdið alvarlegum brunasárum[1][2]
- ^ 5 Tips for Using Your Microwave Oven Safely. (Sótt 5.09.2017).
- ^ WHO - Electromagnetic fields & public health: Microwave ovens. (Sótt 5.09.2017).