Sólin Sólin Rís 10:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:12 • Sest 13:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:52 • Síðdegis: 18:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:11 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:12 • Sest 13:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:52 • Síðdegis: 18:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:11 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eyðast demantar aldrei?

Sigurður Steinþórsson

„Diamonds are forever“ segir í söng og bíómynd um ævintýri James Bond, en sumir telja að fyrirmynd hetjunnar hafi verið Vestur-Íslendingur.[1] Ekki er það alls kostar rétt að þeir geti verið eilífir, því enda þótt demantur sé allra efna harðastur og þoli hvers kyns hnjask og leysiefni, þá getur heitur eldur eytt honum, og flúorsýra (HF) eða kóngavatn (HNO3 + 3 HCl) tært hann.

Eldur getur eytt demöntum, rétt eins og flúorsýra eða kóngavatn.

Svo vill til, að Sir George Steuart Mackenzie (1780–1848), 7. barónet af Coul, sem margir kannast við vegna bókar hans um Íslandsferð 1810, Travels in the Island of Iceland during the Summer of the Year 1810 (Edinburgh 1811), var samt þekktastur fyrir að hafa fyrstur sýnt fram á að demantar eru úr kolefni; sagan segir að hann hafi brennt gimsteina móður sinnar í tilraunaskyni:[2] demanturinn brann upp til agna og ekkert varð eftir nema koltvísýringur (sem hægt var að efnagreina).

$$C (demantur) + O_2(súrefni) \rightarrow CO_2 (lofttegund)$$

Þessi frægð Mackenzies var þó byggð á misskilningi því franski efnafræðingurinn Antoine Lavoisier (1743–1794) hafði efnagreint demant löngu fyrr, árið 1772.[3]

Tilvísanir:
  1. ^ Sir William Stephenson (Vilhjálmur Stefánsson, alnafni norðurskautsfarans) var kveðinn í kanadíska herinn, varð orrustuflugmaður, bisnissmaður, njósnari, einkavinur Churchills.
  2. ^ Ólafur Grímur Björnsson: Málverk af Sir George Steuart Mackenzie. Ritmennt. Ársrit Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns 10, bls. 151-153. Reykjavík 2005. Sótt á timarit.is
  3. ^ Sjá Vísindavefinn: Brennur demantur ef ég set hann ofan í glóandi hraun?

Myndir:

Karl Ýmir spurði: Getur sýra brætt demant?

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

25.10.2024

Spyrjandi

Karl Ýmir Jóhannesson, Örn

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Eyðast demantar aldrei?“ Vísindavefurinn, 25. október 2024, sótt 28. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=86891.

Sigurður Steinþórsson. (2024, 25. október). Eyðast demantar aldrei? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86891

Sigurður Steinþórsson. „Eyðast demantar aldrei?“ Vísindavefurinn. 25. okt. 2024. Vefsíða. 28. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86891>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eyðast demantar aldrei?
„Diamonds are forever“ segir í söng og bíómynd um ævintýri James Bond, en sumir telja að fyrirmynd hetjunnar hafi verið Vestur-Íslendingur.[1] Ekki er það alls kostar rétt að þeir geti verið eilífir, því enda þótt demantur sé allra efna harðastur og þoli hvers kyns hnjask og leysiefni, þá getur heitur eldur eytt honum, og flúorsýra (HF) eða kóngavatn (HNO3 + 3 HCl) tært hann.

Eldur getur eytt demöntum, rétt eins og flúorsýra eða kóngavatn.

Svo vill til, að Sir George Steuart Mackenzie (1780–1848), 7. barónet af Coul, sem margir kannast við vegna bókar hans um Íslandsferð 1810, Travels in the Island of Iceland during the Summer of the Year 1810 (Edinburgh 1811), var samt þekktastur fyrir að hafa fyrstur sýnt fram á að demantar eru úr kolefni; sagan segir að hann hafi brennt gimsteina móður sinnar í tilraunaskyni:[2] demanturinn brann upp til agna og ekkert varð eftir nema koltvísýringur (sem hægt var að efnagreina).

$$C (demantur) + O_2(súrefni) \rightarrow CO_2 (lofttegund)$$

Þessi frægð Mackenzies var þó byggð á misskilningi því franski efnafræðingurinn Antoine Lavoisier (1743–1794) hafði efnagreint demant löngu fyrr, árið 1772.[3]

Tilvísanir:
  1. ^ Sir William Stephenson (Vilhjálmur Stefánsson, alnafni norðurskautsfarans) var kveðinn í kanadíska herinn, varð orrustuflugmaður, bisnissmaður, njósnari, einkavinur Churchills.
  2. ^ Ólafur Grímur Björnsson: Málverk af Sir George Steuart Mackenzie. Ritmennt. Ársrit Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns 10, bls. 151-153. Reykjavík 2005. Sótt á timarit.is
  3. ^ Sjá Vísindavefinn: Brennur demantur ef ég set hann ofan í glóandi hraun?

Myndir:

Karl Ýmir spurði: Getur sýra brætt demant?...