Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 264 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þýða litirnir í norska fánanum?

Norski fáninn, blár og hvítur kross á rauðum feldi, er hönnun athafnamannsins Fredriks Meltzers (1779-1855) sem sat um tíma á norska Stórþinginu. Fáninn var kynntur til sögunnar árið 1821 og samþykktur af Stórþinginu sama ár. Á þessum tíma heyrði Noregur undir Svíþjóð og konungurinn (sænski) neitaði að skrifa undi...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju erum við á jörðinni?

Við erum á jörðinni af því að þar var líf fyrir allt að 3500 milljónum ára sem síðan hefur orðið að öllu lífi sem nú er á jörðinni. Við erum þess vegna á jörðinni af sömu ástæðu og grasið og mosinn er á jörðinni, hann er þar af því að hann varð til þar! Vísindamenn eru ekki vissir um það hvort lífið kviknaði á ...

category-iconLandafræði

Tilheyrir Mallorca Spáni?

Eyjan Mallorca tilheyrir Spáni og hefur gert það síðan snemma á 18. öld. Í aldir þar á undan tilheyrði eyjan konungdæminu Aragóníu sem nú er hluti Spánar. Því má segja að hún hafi mjög lengi tilheyrt sama ríki og spænska meginlandið sem er næst henni. Mallorca er stærst Balear-eyja, en svo nefnist eyjaklasi í v...

category-iconLögfræði

Hver er stefna íslenskra stjórnvalda í afbrotamálum?

Í grundvallaratriðum fylgir réttarkerfi okkar á Íslandi þeim almennu réttarfarshugmyndum sem mótast hafa síðustu tvær aldir á Vesturlöndum. Gengið er út frá því að einstaklingar búi yfir frjálsum vilja og að afbrotamenn séu ábyrgir gerða sinna með örfáum undantekningum sem felast einna helst í ósakhæfi vegna ungs ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er það rétt að sólin eigi eftir að sprengja jörðina?

Eins og kemur fram í öðru svari hér er sólin um 5 milljarða ára gömul og talið er að æviskeið hennar sé um það bil hálfnað. Ekki er því ástæða til að ætla að við þurfum að hafa áhyggjur af eyðingu lífs á jörðinni í bráð. Undanfarna mánuði hefur hins vegar sú kviksaga gengið á veraldarvefnum að sólin muni spring...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær kom fyrsti kötturinn til Íslands?

Lítið sem ekkert hefur fundist af beinaleifum katta við fornleifarannsóknir á Íslandi og þeirra er ekki víða getið í fornum heimildum eins og Gunnar Karlsson kemur inn á svari sínu við spurningunni Kattbelgir eru nefndir meðal íslenskra söluvara á miðöldum. Er vitað til að kettir hafi verið ræktaðir til þess arna?...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er dvalagró?

Dvalagró (e. endospore) eða sporar eru hylki sem svonefndar gram-jákvæðar bakteríur af nokkrum ættkvíslum mynda sem viðbrögð við óhagstæðum umhverfisskilyrðum. Breytingar á nánasta umhverfi bakteríanna svo sem á sýrustigi, hitastigi eða þurrki virka sem hvati til þess að bakteríurnar myndi dvalagró og bíði af sér ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er sérstakt við nöfnin Jón, Sigurður og Guðmundur sem gerir þau að algengustu karlmannsnöfnunum?

Í raun er ekkert sérstakt við nöfnin Jón, Sigurður og Guðmundur fremur en Guðrún, Sigríður og Kristín sem eru meðal algengustu kvenmannsnafna. Nafnið Jón er leitt af Jóhannes sem var biblíunafn en slík nöfn urðu mjög vinsæl þegar eftir kristnitöku. Jón biskup helgi er talinn hafa fyrstur borið nafnið hérlendis og ...

category-iconHugvísindi

Af hverju er það kallað „að koma einhverjum fyrir kattarnef" þegar einhver er myrtur eða látinn hverfa?

Orðtakið að koma einhverjum fyrir kattarnef merkir ‛gera út af við einhvern/eitthvað, láta einhvern/eitthvað hverfa’. Það þekkist frá því á 19. öld. Í ritinu Íslenzkt orðtakasafn (I:310) bendir Halldór Halldórsson á að til sé eldra orðtak, að koma einhverjum fyrir Hattar nef, sem sé kunnugt frá 17. öld. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er það rétt að blikinn, karlfugl æðarfuglsins, liggi á eggjunum alfarið eða að hluta til?

Í æðarvarpi má nær undantekningarlaust sjá að kollurnar liggja á eggjunum. Þó þekkist það að blikar bregði sér í það hlutverk en það er afar sjaldgæft, helst gerist það þegar kolla skreppur stutta stund frá hreiðrinu. Æðarkollur liggja yfirleitt á eggjunum. Æðarfuglinn (Somateria mollissima) er algengasta ön...

category-iconMannfræði

Hvaða þjóðflokkur er Toltekar og hver eru tengsl hans við Maya og Azteka?

Toltekar voru einn þeirra þjóðflokka sem komu fram á hálendi Mexíkó um svipað leyti og Ísland byggðist. Toltekar reistu hina frægu borg Tula, en þar voru leikvellir þar sem stundaðir voru boltaleikir, sem sumir telja undanfara körfubolta. Það er þó nokkuð langsótt. Frægastir eru þeir fyrir musteri sem þeir byggðu ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju heita síamskettir því nafni ef þeir eru ekki fastir við neitt, eins og síamstvíburar?

Heiti síamskatta er dregið af hinu forna konungsríki Síam sem í dag nefnist Tæland. Síamstvíburar draga einnig nafn sitt af Síam eins og lesa má um í svari við spurningunni Hvernig verða síamstvíburar til og hvaðan kemur þetta heiti? en fyrir utan það eru tengslin á milli kattanna og tvíburanna engin. Síamskettir ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um Álandseyjar?

Álandseyjar samanstanda af um það bil 6.700 eyjum og skerjum í hafinu á milli Finnlands og Svíþjóðar, á mörkum Eystrasalts og Helsingjabotns. Um það bil 60 eyjar eru í byggð. Stærstu eyjarnar eru Fasta Áland, Föglö, Degerö, Vårdö, Kumlinge og Kökar. Álandseyjar eru sjálfstjórnarsvæði innan Finnlands. Það þýðir ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Eftir hvern er jólasálmurinn „Nóttin var sú ágæt ein“ og hvenær varð hann svona þekktur?

Jólasálmurinn „Nóttin var sú ágæt ein“ er eftir séra Einar Sigurðsson sem var prestur í Eydölum um og eftir aldamótin 1600. Einar fæddist að Hrauni í Aðalreykjadal í Þingeyjarsýslu 1539. Foreldrar hans voru séra Sigurður Þorsteinsson og Guðrún Finnbogadóttir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum en var vart komin...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp heftarann og hvaða ár var það?

Heftarinn á sér langa sögu. Um 1200 byrjuðu menn að festa saman pappír með því að gera göt vinstra megin á pappírinn og festa þau saman með borða. Nær 600 ár liðu án mikilla framfara. Fyrsta heftivélin sem sögur fara af á að hafa verið gerð á fyrri hluta 18. aldar fyrir Lúðvík XV. Frakklandskonung, en í þeirri hef...

Fleiri niðurstöður