Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það rétt að sólin eigi eftir að sprengja jörðina?

EMB

Eins og kemur fram í öðru svari hér er sólin um 5 milljarða ára gömul og talið er að æviskeið hennar sé um það bil hálfnað. Ekki er því ástæða til að ætla að við þurfum að hafa áhyggjur af eyðingu lífs á jörðinni í bráð.

Undanfarna mánuði hefur hins vegar sú kviksaga gengið á veraldarvefnum að sólin muni springa í loft upp og sprengja um leið jörðina og eyða öllu sem þar er á augabragði. Þetta á að gerast innan sex ára. Samkvæmt þessari sögu verður sprengingin vegna ofhitnunar sólarinnar. Vitnað er í vísindamenn þessu til stuðnings.

Þessi saga er uppspuni frá upphafi til enda. Hún birtist upphaflega síðasta haust í slúðurritinu Weekly World News sem birtir iðulega sögur sem búnar eru til fólki til skemmtunar. Lesendur ritsins gera sér grein fyrir því að sannleiksgildi efnis þar er mjög vafasamt. Það sem gerðist í þessu tilfelli var að vefmiðillinn Yahoo! sem þykir tiltölulega áreiðanlegur birti þessa sögu í efnisflokknum “skemmtiefni og slúður” (sjá hér). Fjöldi fólks sem treystir á Yahoo! sem fréttamiðil tók “fréttina” hins vegar alvarlega og sagan tók að breiðast um netið.

Að lokum er rétt að minna lesendur Vísindavefsins á að taka öllum fréttum sem berast með tölvupósti með varúð, hvort sem þær varða fjársöfnun fyrir veikt barn, eiturefni í dömubindum, kettlinga sem aldir eru upp í flöskum, undirskriftasöfnun á vegum Sameinuðu þjóðanna eða gylliboð um fjárfestingarmöguleika og stækkanir á getnaðarlimum.

Heimild:

I'll follow the Sun á Urban Legends Reference Pages

Mynd: HB

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

11.4.2003

Spyrjandi

Ægir Steinarsson, f. 1991

Tilvísun

EMB. „Er það rétt að sólin eigi eftir að sprengja jörðina?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3335.

EMB. (2003, 11. apríl). Er það rétt að sólin eigi eftir að sprengja jörðina? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3335

EMB. „Er það rétt að sólin eigi eftir að sprengja jörðina?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3335>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að sólin eigi eftir að sprengja jörðina?
Eins og kemur fram í öðru svari hér er sólin um 5 milljarða ára gömul og talið er að æviskeið hennar sé um það bil hálfnað. Ekki er því ástæða til að ætla að við þurfum að hafa áhyggjur af eyðingu lífs á jörðinni í bráð.

Undanfarna mánuði hefur hins vegar sú kviksaga gengið á veraldarvefnum að sólin muni springa í loft upp og sprengja um leið jörðina og eyða öllu sem þar er á augabragði. Þetta á að gerast innan sex ára. Samkvæmt þessari sögu verður sprengingin vegna ofhitnunar sólarinnar. Vitnað er í vísindamenn þessu til stuðnings.

Þessi saga er uppspuni frá upphafi til enda. Hún birtist upphaflega síðasta haust í slúðurritinu Weekly World News sem birtir iðulega sögur sem búnar eru til fólki til skemmtunar. Lesendur ritsins gera sér grein fyrir því að sannleiksgildi efnis þar er mjög vafasamt. Það sem gerðist í þessu tilfelli var að vefmiðillinn Yahoo! sem þykir tiltölulega áreiðanlegur birti þessa sögu í efnisflokknum “skemmtiefni og slúður” (sjá hér). Fjöldi fólks sem treystir á Yahoo! sem fréttamiðil tók “fréttina” hins vegar alvarlega og sagan tók að breiðast um netið.

Að lokum er rétt að minna lesendur Vísindavefsins á að taka öllum fréttum sem berast með tölvupósti með varúð, hvort sem þær varða fjársöfnun fyrir veikt barn, eiturefni í dömubindum, kettlinga sem aldir eru upp í flöskum, undirskriftasöfnun á vegum Sameinuðu þjóðanna eða gylliboð um fjárfestingarmöguleika og stækkanir á getnaðarlimum.

Heimild:

I'll follow the Sun á Urban Legends Reference Pages

Mynd: HB...