Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Með þessu svari er einnig svarað spurningu Arnars Jóns Óskarssonar, 12 ára: Hvenær klárar sólin eldsneyti sitt?
Erfitt er að segja til um hve langa framtíð mannkynið á fyrir höndum á jörðinni, enda er saga þess mjög skammvinn miðað við sögu jarðar og sólar. Framtíðin fer meðal annars eftir því hvort mönnum lærist að lifa í sátt og samlyndi og hvort þeir gæta þess að spilla ekki umhverfi sínu um of.
Sólin er talin mynduð fyrir nálægt 5 milljörðum ára. Hún hefur í iðrum sínum mikinn forða vetnis sem hún brennir af svo miklum krafti að á hverri sekúndu breytast 600 milljón tonn af vetni í helín við svonefndan kjarnasamruna. Við þetta losnar mikil orka sem geislar frá henni út í geiminn og hitar meðal annars andrúmsloft jarðar sem hefur nú mátulegt hitastig til að mannkynið geti hafst þar við.
Yfirleitt hefur verið talið að vetnisforði sólar mundi endast nálægt 5 milljörðum ára til viðbótar. Þó er vitað að nokkur breytileiki getur verið í útgeislun hennar þótt hann hafi verið smávægilegur eftir að mannkynið kom til sögunnar.
Samkvæmt þeirri þekkingu sem vísindamenn hafa aflað sér um æviferla sólstjarna er ljóst að ekki þarf um þessar mundir að hafa áhyggjur af endalokum sólar. Þegar þar að kemur, eftir óralangan tíma, má búast við að afkomendur okkar verði svo langt komnir á þróunarbrautinni að þeir nái að flytjast til annars sólkerfis í tæka tíð.