Af heimildum frá Suður-Rússlandi að dæma hafa síamskettir verið fluttir þangað á 18. öld en ekkert er vitað um afdrif þeirra. Á 19. öld var aftur tekið að flytja út síamsketti og sendiherra Breta í Síam fékk til að mynda nokkra ketti að gjöf þegar hann flutti aftur heim til Englands. Fljótlega eftir að þeir komu til nýrra heimkynna urðu síamskettirnir og afkomendur þeirra afar vinsælir á kattasýningum og teljast nú vera meðal fínustu ræktunarafbrigða á Vesturlöndum. Árið 1902 var á Englandi stofnað fyrsta félagið um ræktun á síamsköttum og bar það nafnið Siamese Cat Fancier's Club og í Bandaríkjunum var komið á fót samtökunum The Siamese Cat Society of America. Í kjölfarið voru settir staðlar fyrir ræktun á síamsköttum. Síamskettir eru taldir vera elsta ræktunarafbrigði katta í heiminum og eru þeir sérstakir að mörgu leyti. Þeir þykja hafa göfugt og dulúðugt útlit og margt í atferli þeirra er ólíkt köttum af öðrum ræktunarafbrigðum. Meðal annars eru tjáskipti þeirra þeirra afar frábrugðin öðrum kynjum. Að vísu mjálma þeir og mala líkt og aðrir kettir en raddblærinn er sagður vera nokkuð frábrugðinn öðrum köttum auk þess sem þeir mjálma mikið. Eigendur síamskatta hafa tekið eftir því að kettirnir virðast sýna einum fjölskyldumeðlim mikið traust og ástúð. Mynd: The Balinese & Siamese Cat Club
Af hverju heita síamskettir því nafni ef þeir eru ekki fastir við neitt, eins og síamstvíburar?
Af heimildum frá Suður-Rússlandi að dæma hafa síamskettir verið fluttir þangað á 18. öld en ekkert er vitað um afdrif þeirra. Á 19. öld var aftur tekið að flytja út síamsketti og sendiherra Breta í Síam fékk til að mynda nokkra ketti að gjöf þegar hann flutti aftur heim til Englands. Fljótlega eftir að þeir komu til nýrra heimkynna urðu síamskettirnir og afkomendur þeirra afar vinsælir á kattasýningum og teljast nú vera meðal fínustu ræktunarafbrigða á Vesturlöndum. Árið 1902 var á Englandi stofnað fyrsta félagið um ræktun á síamsköttum og bar það nafnið Siamese Cat Fancier's Club og í Bandaríkjunum var komið á fót samtökunum The Siamese Cat Society of America. Í kjölfarið voru settir staðlar fyrir ræktun á síamsköttum. Síamskettir eru taldir vera elsta ræktunarafbrigði katta í heiminum og eru þeir sérstakir að mörgu leyti. Þeir þykja hafa göfugt og dulúðugt útlit og margt í atferli þeirra er ólíkt köttum af öðrum ræktunarafbrigðum. Meðal annars eru tjáskipti þeirra þeirra afar frábrugðin öðrum kynjum. Að vísu mjálma þeir og mala líkt og aðrir kettir en raddblærinn er sagður vera nokkuð frábrugðinn öðrum köttum auk þess sem þeir mjálma mikið. Eigendur síamskatta hafa tekið eftir því að kettirnir virðast sýna einum fjölskyldumeðlim mikið traust og ástúð. Mynd: The Balinese & Siamese Cat Club
Útgáfudagur
3.8.2004
Spyrjandi
Brynja Siggeirsdóttir, f. 1993
Tilvísun
Jón Már Halldórsson. „Af hverju heita síamskettir því nafni ef þeir eru ekki fastir við neitt, eins og síamstvíburar?“ Vísindavefurinn, 3. ágúst 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4436.
Jón Már Halldórsson. (2004, 3. ágúst). Af hverju heita síamskettir því nafni ef þeir eru ekki fastir við neitt, eins og síamstvíburar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4436
Jón Már Halldórsson. „Af hverju heita síamskettir því nafni ef þeir eru ekki fastir við neitt, eins og síamstvíburar?“ Vísindavefurinn. 3. ágú. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4436>.