Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er sérstakt við nöfnin Jón, Sigurður og Guðmundur sem gerir þau að algengustu karlmannsnöfnunum?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í raun er ekkert sérstakt við nöfnin Jón, Sigurður og Guðmundur fremur en Guðrún, Sigríður og Kristín sem eru meðal algengustu kvenmannsnafna. Nafnið Jón er leitt af Jóhannes sem var biblíunafn en slík nöfn urðu mjög vinsæl þegar eftir kristnitöku. Jón biskup helgi er talinn hafa fyrstur borið nafnið hérlendis og þekktur og vinsæll var einnig Jón biskup Arason. Sigurður kemur oft fyrir í fornum bókmenntum og Guðmundur biskup Arason var mjög vinsæll á 12. öld og fram á þá 13. Sterkar konur í fornsögum og eddukvæðum báru nafnið Guðrún og bæði nöfnin Sigríður og Kristín eru þekkt úr fornum bókmenntum. Þess vegna urðu þessi nöfn vinsæl meðal þjóðarinnar.

Í raun er ekkert sérstakt við nöfnin Jón, Sigurður og Guðmundur fremur en Guðrún, Sigríður og Kristín sem eru meðal algengustu kvenmannsnafna.

Sá sterki siður að gefa börnum nöfn úr fjölskyldunni, sem haldist hefur fram á þennan dag þótt hann virðist á undanhaldi, studdi við vinsældir þessara nafna og annarra sem mikið hafa verið notuð um aldir. Um tíma hét fimmta hver kona Guðrún og fjórði hver karl Jón.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

15.4.2014

Spyrjandi

Halldór Sörli Ólafsson, f 1998

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er sérstakt við nöfnin Jón, Sigurður og Guðmundur sem gerir þau að algengustu karlmannsnöfnunum?“ Vísindavefurinn, 15. apríl 2014, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66890.

Guðrún Kvaran. (2014, 15. apríl). Hvað er sérstakt við nöfnin Jón, Sigurður og Guðmundur sem gerir þau að algengustu karlmannsnöfnunum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66890

Guðrún Kvaran. „Hvað er sérstakt við nöfnin Jón, Sigurður og Guðmundur sem gerir þau að algengustu karlmannsnöfnunum?“ Vísindavefurinn. 15. apr. 2014. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66890>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er sérstakt við nöfnin Jón, Sigurður og Guðmundur sem gerir þau að algengustu karlmannsnöfnunum?
Í raun er ekkert sérstakt við nöfnin Jón, Sigurður og Guðmundur fremur en Guðrún, Sigríður og Kristín sem eru meðal algengustu kvenmannsnafna. Nafnið Jón er leitt af Jóhannes sem var biblíunafn en slík nöfn urðu mjög vinsæl þegar eftir kristnitöku. Jón biskup helgi er talinn hafa fyrstur borið nafnið hérlendis og þekktur og vinsæll var einnig Jón biskup Arason. Sigurður kemur oft fyrir í fornum bókmenntum og Guðmundur biskup Arason var mjög vinsæll á 12. öld og fram á þá 13. Sterkar konur í fornsögum og eddukvæðum báru nafnið Guðrún og bæði nöfnin Sigríður og Kristín eru þekkt úr fornum bókmenntum. Þess vegna urðu þessi nöfn vinsæl meðal þjóðarinnar.

Í raun er ekkert sérstakt við nöfnin Jón, Sigurður og Guðmundur fremur en Guðrún, Sigríður og Kristín sem eru meðal algengustu kvenmannsnafna.

Sá sterki siður að gefa börnum nöfn úr fjölskyldunni, sem haldist hefur fram á þennan dag þótt hann virðist á undanhaldi, studdi við vinsældir þessara nafna og annarra sem mikið hafa verið notuð um aldir. Um tíma hét fimmta hver kona Guðrún og fjórði hver karl Jón.

Mynd:

...