Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Dvalagró (e. endospore) eða sporar eru hylki sem svonefndar gram-jákvæðar bakteríur af nokkrum ættkvíslum mynda sem viðbrögð við óhagstæðum umhverfisskilyrðum. Breytingar á nánasta umhverfi bakteríanna svo sem á sýrustigi, hitastigi eða þurrki virka sem hvati til þess að bakteríurnar myndi dvalagró og bíði af sér þessa „vistkreppu“. Þegar skilyrðin batna kemur bakterían úr gróinu og kallast það spírun.
Dvalagró þola mjög öfgakenndar aðstæður, þau eru hitaþolin, geislaþolin og geta þolað mikinn þurrk enda er tilgangur þeirra að bakterían komist yfir erfitt tímabil í ótilgreindan tíma, jafnvel ár eða aldir. Á meðan bakterían er í gróinu stöðvast efnaskipti hennar og hún hefur engin samskipti við umhverfi sitt.
Dvalagrómyndun finnst aðeins innan fylkingar Firmicutes sem telur tæplega 300 ættkvíslir. Kunnar ættkvíslir þessarar fylkingar sem mynda dvalagró eru Bacillus, Clostridium og Paenibacillus.
Þess má geta að dvalagró miltisbrandsbakteríunnar Bacillus antrhacis voru notuð í nokkrum „árásum“ í Bandaríkjunum og víðar árið 2001. Gróin voru á duftformi en þegar þau komast í „lífvænlegt“ umhverfi og spíra þá geta þau valdið hinum lífshættulega miltisbrandi.
Mynd: