Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það rétt að blikinn, karlfugl æðarfuglsins, liggi á eggjunum alfarið eða að hluta til?

Jón Már Halldórsson

Í æðarvarpi má nær undantekningarlaust sjá að kollurnar liggja á eggjunum. Þó þekkist það að blikar bregði sér í það hlutverk en það er afar sjaldgæft, helst gerist það þegar kolla skreppur stutta stund frá hreiðrinu.

Æðarkollur liggja yfirleitt á eggjunum.

Æðarfuglinn (Somateria mollissima) er algengasta öndin í íslenskri náttúru. Sennilega telur stofninn yfir eina milljón fugla að hausti. Æðarfuglinn verpir, ólíkt öðrum öndum, við sjó meðfram ströndum landsins. Hann er einn mesti nytjafuglinn í fuglafánu landsins og hafa menn haft talsverð hlunnindi af æðardúninum í margar aldir.

Æðarfuglar parast á vetrarstöðvum og undirbúa varp snemma á vorin. Algengast er að þeir hefji varp í maí en fyrir kemur að það hefjist seinni hlutann í apríl ef árferði er gott. Blikinn er meira áberandi á varpsvæðinu en kollan rétt fyrir og við upphaf varpsins og er aðalhlutverk hans að verja kolluna fyrir ágangi annarra blika. Rekur hann þá í burtu ef þeir nálgast kolluna og fylgir mikill buslugangur þegar skerst í odda með þeim. Einnig hjálpar hann kollunni við að undirbúa hreiðurskálina.

Fyrr eða síðar, mislengi eftir varpi og einstaklingum, yfirgefa blikarnir varpið og safnast þeir þá margir saman síðsumars og fella fjaðrir.

Heimild og mynd:
  • Ævar Petersen og Karl Skírnisson 2001. „Lifnaðarhættir æðarfugls á Íslandi.“ Æðarfugl og æðarrækt á Íslandi. Ritstj. Jónas Jónsson. Mál og mynd, Reykjavík
  • Mynd: Pixabay.com. (Sótt 5.5.2021).

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.7.2003

Síðast uppfært

5.5.2021

Spyrjandi

Anna Karin Júlíussen

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er það rétt að blikinn, karlfugl æðarfuglsins, liggi á eggjunum alfarið eða að hluta til?“ Vísindavefurinn, 29. júlí 2003, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3619.

Jón Már Halldórsson. (2003, 29. júlí). Er það rétt að blikinn, karlfugl æðarfuglsins, liggi á eggjunum alfarið eða að hluta til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3619

Jón Már Halldórsson. „Er það rétt að blikinn, karlfugl æðarfuglsins, liggi á eggjunum alfarið eða að hluta til?“ Vísindavefurinn. 29. júl. 2003. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3619>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að blikinn, karlfugl æðarfuglsins, liggi á eggjunum alfarið eða að hluta til?
Í æðarvarpi má nær undantekningarlaust sjá að kollurnar liggja á eggjunum. Þó þekkist það að blikar bregði sér í það hlutverk en það er afar sjaldgæft, helst gerist það þegar kolla skreppur stutta stund frá hreiðrinu.

Æðarkollur liggja yfirleitt á eggjunum.

Æðarfuglinn (Somateria mollissima) er algengasta öndin í íslenskri náttúru. Sennilega telur stofninn yfir eina milljón fugla að hausti. Æðarfuglinn verpir, ólíkt öðrum öndum, við sjó meðfram ströndum landsins. Hann er einn mesti nytjafuglinn í fuglafánu landsins og hafa menn haft talsverð hlunnindi af æðardúninum í margar aldir.

Æðarfuglar parast á vetrarstöðvum og undirbúa varp snemma á vorin. Algengast er að þeir hefji varp í maí en fyrir kemur að það hefjist seinni hlutann í apríl ef árferði er gott. Blikinn er meira áberandi á varpsvæðinu en kollan rétt fyrir og við upphaf varpsins og er aðalhlutverk hans að verja kolluna fyrir ágangi annarra blika. Rekur hann þá í burtu ef þeir nálgast kolluna og fylgir mikill buslugangur þegar skerst í odda með þeim. Einnig hjálpar hann kollunni við að undirbúa hreiðurskálina.

Fyrr eða síðar, mislengi eftir varpi og einstaklingum, yfirgefa blikarnir varpið og safnast þeir þá margir saman síðsumars og fella fjaðrir.

Heimild og mynd:
  • Ævar Petersen og Karl Skírnisson 2001. „Lifnaðarhættir æðarfugls á Íslandi.“ Æðarfugl og æðarrækt á Íslandi. Ritstj. Jónas Jónsson. Mál og mynd, Reykjavík
  • Mynd: Pixabay.com. (Sótt 5.5.2021).
...