Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1513 svör fundust

category-iconVísindi almennt

Hvenær er næsta rímspillisár?

Í svonefndu fingrarími er til regla sem segir til um hvenær rímspillisár er. Reglan er svona: Rímspillisár er þegar aðfaradagur árs (það er seinasti dagur ársins á undan) er laugardagur og næsta ár á eftir er hlaupár. Seinasti dagur ársins 2022 er laugardagur og árið 2024 er hlaupár. Af því leiðir að árið 2023 ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni nafnsins Líneik og orðsins líneik?

Í heild hjóðaði spurningin svona:Hver er uppruni nafnsins Líneik? Og þá orðsins líneik? Ég veit af meiningunni kona/ung kona og þekki m.a. ljóðið úr Víglundar sögu þar sem ’Langúðig strauk löðri Iíneik um skör mína’ kemur fram. Ég er mjög áhugasöm um hvaðan það er og hvenær það kemur fram, í hvaða samhengi það var...

category-iconLæknisfræði

Geta bólgueyðandi lyf brotið niður vöðva eða hindrað uppbyggingu þeirra?

Nei, bólgueyðandi lyf brjóta hvorki niður vöðva né hindra uppbyggingu þeirra. Þau eru aftur á móti oft notuð við verkjum í vöðvum og við eymslum vegna meiðsla. Spenna getur myndast í vöðvum vegna álags, slysa eða bólgu og vöðvaslakandi lyf geta dregið úr henni. Svonefnt bólgusvar er eitt af varnarviðbrögðum lík...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu margir alþingismenn voru á hinu forna Alþingi?

Ekki er vitað nákvæmlega hvernig Alþingi á Þingvöllum þróaðist áður en ritöld hófst, kristni var lögtekin og skriflegar heimildir um þingið urðu til. En helsta heimild okkar um skipulag Alþingis á þjóðveldisöld er lögbókin Grágás. Varðveitt handrit hennar eru ekki skráð fyrr en á síðustu áratugum þjóðveldisins, og...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað hefði gerst ef Evrópusambandið hefði ekki verið stofnað?

Síðla árs 2012 hlaut Evrópusambandið friðarverðlaun Nóbels. Það val vakti víða undrun. Ekki hafði sambandinu tekist að stilla til friðar á Balkanskaga, í eigin bakgarði, þegar blóðug átök blossuðu þar upp eftir hrun kommúnismans 1989. Ekki hafði sambandið haft úrslitaáhrif um þau straumhvörf, þegar helmingur Evróp...

category-iconJarðvísindi

Af hverju myndaðist svona mikil aska í Eyjafjallagosinu 2010?

Ofsagt er að sérlega mikil aska (gjóska) hafi myndast í Eyjafjallagosinu 2010 miðað við það sem gerist við gos undir jökli – um 80% af þyngd gosefna var gjóska, 20% hraun og vatnsborin mylsna.1 Hins vegar var askan sérlega fíngerð, með stórt hlutfall örsmárra korna — fimmtungur (20%) af þunga fíngerðu öskunnar vor...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað eru djúpmyndir og hvað sýna þær okkur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað er HUDF (Hubble Ultra Deep Field)? Hubble-geimsjónaukinn (Hubble Space Telescope, HST), eða Hubblessjónaukinn, er geimsjónauki sem skotið var á loft með geimferjunni Discovery hinn 24. apríl árið 1990. Hubblesjónaukinn hefur gjörbreytt hugmyndum manna um alheiminn og m...

category-iconEfnafræði

Gætu kjarnorkuver knúin þóríni leyst orkuvanda heimsins?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er raunhæft að ætla að kjarnorkuver knúin þóríni geti leyst orkuvanda heimsins að einhverju eða miklu leyti? Er mikill geislavirkur úrgangur af slíku ferli? Einnig hefur verið spurt: Af hverju er þórín ekki vinsælla en úran fyrir kjarnorku? Þórín er áhugaverður orkugjafi. Ef fa...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getur Hulk hoppað út í geim?

Hulk er grænn risi sem brýst fram þegar vísindamaðurinn Bruce Banner finnur fyrir sterkum tilfinningum, svo sem reiði, en hann varð til þegar Banner varð fyrir gamma-geislum. Búið er að skrifa margar sögur um hinn ótrúlega Hulk en hann kom fyrst fram í blaðinu Incredible Hulk árið 1962. Núna nýlegast kom hann fram...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur þú sagt mér allt um svarta nashyrninginn?

Svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir. Svarti nashyrningurinn er talsvert minni en sá hvíti. Stærðarmunur milli kynja hjá svarta nashyrningnum er...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Margrét Þorsteinsdóttir rannsakað?

Margrét Þorsteinsdóttir er dósent í lyfjagreiningu við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum rannsóknaverkefnum á sviði efnagreininga á lífvísum, umbrotsefnum og fituefnum með háhraða vökvagreini tengdum tvöföldum massagreini. Margrét hefur lagt mikla áherslu á uppbyggingu á klínís...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Ívar Örn Benediktsson rannsakað?

Ívar Örn Benediktsson er sérfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans og aðjúnkt við jarðvísindadeild. Rannsóknir hans eru á sviði ísaldar- og jöklajarðfræði og snúa einkum að landmótun jökla og vexti þeirra og hnignun í tíma og rúmi vegna loftslagsbreytinga. Megináhersla Ívars hefur verið á nútímajökulumhve...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða rannsóknir hefur Rúnar M. Þorsteinsson stundað?

Rúnar M. Þorsteinsson er prófessor í nýjatestamentisfræðum við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að bréfum Páls postula og grísk-rómversku samhengi þeirra. Einnig hefur Rúnar beint sjónum sínum að heimspekilegu samhengi guðspjalla Nýja testamentisins. Rúnar ...

category-iconLögfræði

Hvaða rannsóknir hefur Ása Ólafsdóttir stundað?

Ása Ólafsdóttir er prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands. Hún hefur um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands. Hún er meðal annars formaður óbyggðanefndar, varadómari við EFTA-dómstólinn, ritstjóri Lagasafns, situr í réttarfarsnefnd og í nefnd um dómarastörf. Ása er einnig virk í s...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Erna Magnúsdóttir rannsakað?

Erna Magnúsdóttir er dósent við Læknadeild Háskóla Íslands þar sem hún kennir meðal annars fósturfræði og sameindaerfðafræði. Rannsóknir Ernu snúast um svokallaða umritunarþætti, en það eru stjórnprótín sem ákvarða hvaða gen í erfðamenginu eru tjáð hverju sinni. Erfðamengi lífvera eins og músa og manna er eins...

Fleiri niðurstöður