Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Rúnar M. Þorsteinsson er prófessor í nýjatestamentisfræðum við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að bréfum Páls postula og grísk-rómversku samhengi þeirra. Einnig hefur Rúnar beint sjónum sínum að heimspekilegu samhengi guðspjalla Nýja testamentisins.
Rúnar hefur birt þrjár bækur á fræðasviði sínu. Árið 2003 gaf Rúnar út doktorsritgerð sína, Paul’s Interlocutor in Romans 2: Function and Identity in the Context of Ancient Epistolography (Almqvist & Wiksell), sem rannsakar bréf Páls til Rómverja í samhengi bréfaskrifta til forna og leggur áherslu á gyðinglega sjálfsmynd postulans og gildi gyðingdóms í huga hans. Ritgerðin, sem innihélt nokkuð róttækar niðurstöður, hefur vakið mikla athygli í fræðaheiminum og hefur meðal annars verið gefin út bókin The So-Called Jew in Paul’s Letter to the Romans (Fortress Press, 2016) þar sem hópur fræðimanna tekur efni hennar fyrir og útfærir nánar.
Rúnar hefur fengist við rannsóknir á bréfum Páls postula auk heimspeki og siðfræði kristninnar.
Árið 2010 gaf Oxford University Press út bókina Roman Christianity and Roman Stoicism: A Comparative Study of Ancient Morality. Í bókinni er siðfræði kristinna manna í Róm borin saman við siðfræði rómverskra stóumanna og færð rök fyrir því að þessi siðfræði sé í grundvallaratriðum sú sama, að því undanskildu að siðfræði hinna kristnu er sértækari en stóumanna. Árið 2018 gaf Oxford University Press svo út bókina Jesus as Philosopher: The Moral Sage in the Synoptic Gospels, þar sem sjónum er beint að heimspekilegu samhengi samstofna guðspjallanna (Markúsar, Matteusar og Lúkasar) og rök færð fyrir því að þessir höfundar hafi tekið mið af samtíma lýsingum á hinum „ídeala“ heimspekingi þegar þeir tóku til við að lýsa persónu Jesú Krists.
Auk þessa birtist þýðing Rúnars á hinu heimspekilega gyðinglega riti 4. Makkabeabók í ritröðinni Lærdómsrit Bókmenntafélagsins árið 2012. Eins má nefna rannsóknir Rúnars á 2. aldar kirkjuföðurnum Jústínusi píslarvotti sem færði rök fyrir því að kristindómurinn væri hin sanna heimspeki.
Rúnar er fæddur í Stykkishólmi árið 1968. Hann varð stúdent á eðlisfræðibraut við Menntaskólann að Laugarvatni árið 1988 og stundaði nám í saxófónleik við FÍH 1989-1990. Hann stundaði nám í guðfræði við Guðfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 1993 og lauk embættisprófi árið 1998. Hann lagði stund á klassíska grísku við Lundarháskóla í Svíþjóð 1998-1999 og var doktorsnemi í nýjatestamentisfræðum við sama skóla 1999-2003. Hann varði doktorsritgerð sína í nóvember 2003. Frá 2004 til 2013 starfaði Rúnar sem rannsakandi og kennari við Lundarháskóla, Háskólann í Linköping og Kaupmannarháskóla. Hann varð lektor í nýjatestamentisfræðum við Háskóla Íslands í júlí 2013 og prófessor í sömu grein frá og með júlí 2015.
Mynd:
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Rúnar M. Þorsteinsson stundað?“ Vísindavefurinn, 1. maí 2018, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75701.
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 1. maí). Hvaða rannsóknir hefur Rúnar M. Þorsteinsson stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75701
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Rúnar M. Þorsteinsson stundað?“ Vísindavefurinn. 1. maí. 2018. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75701>.