Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er stóuspeki?

Geir Þ. Þórarinsson

Stóuspeki er heimspekikerfi sem varð til í Aþenu undir lok 4. aldar f.Kr. Upphafsmaður þessa heimspekikerfis var maður að nafni Zenon frá Kítíon. Eftir að hafa numið hjá hundingjanum Kratesi, platonistanum Pólemoni og spekingunum Díodórosi Krónosi og Stilponi frá Megöru hóf hann að kenna undir súlnagöngunum Stoa Poikile í Aþenu og við þau er heimspeki hans kennd. Stóuspeki varð gríðarlega áhrifamikil og vinsæl heimspeki meðal Grikkja en ekki síður meðal Rómverja síðar meir. Meðal annarra merkra stóuspekinga má nefna þá Kleanþes, Krýsippos, Panætíos, Poseidóníos og Epiktetos og Rómverjana Lucius Annaeus Seneca og keisarann Markús Árelíus.

Upphafsmaður stóuspekinnar var Zenon frá Kítíon. Hann kenndi undir súlnagöngunum Stoa Poikile.

Stóuspekin kenndi að manni bæri að lifa í samræmi við náttúruna. En náttúra mannsins er samkvæmt kenningunni skynsemin (logos); maðurinn er í innsta eðli sínu skynsemisvera. Raunar gegnsýrir skynsemin – sem stóumenn kölluðu gjarnan guð, alheimssálina eða örlögin – allan heiminn og þar með talda alla efnislega hluti en stóumenn voru á vissan hátt efnishyggjumenn (þótt það sé ef til vill villandi að kalla þá því nafni) því þeir töldu að í raun væri ekkert til nema efnislegir hlutir. En það sem heldur öllum heiminum saman og stýrir honum er andinn (pnevma), sem er blanda af eldi og lofti, eins konar skapandi logi; eldurinn var eftirlætis táknmynd stóumanna fyrir skynemina: Andinn sem gegnsýrir heiminn allan og hefur eldinn í sér er því alheimsskynsemin sem mannleg skynsemi er hluti af. Þannig að þótt stóumenn hafi haldið því fram að í raun væru einungis til efnislegir hlutir, héldu þeir því þó einnig fram að efnið væri gegnsýrt af andanum sem væri aftur gegnsýrður af skynseminni.

Stóumenn kenndu einnig að ekkert væri gott nema dygðin og ekkert væri illt nema andstæða hennar, löstur. Allt annað sögðu þeir að væri hlutlaust og skipti einfaldlega ekki máli, hvorki fjármunir, virðing, völd eða frelsi, né jafnvel góð eða slæm heilsa eða líf og dauði. Til dæmis skiptir það ekki raunverulega máli samkvæmt kenningum stóumanna hvort maður tapar aleigunni, mannorði sínu og heilsunni og missi svo börnin sín í hræðilegu slysi. Þetta eru hlutir sem eru ekki á okkar valdi en á okkar valdi eru hins vegar viðhorf okkar til þeirra. Ef eitthvað slíkt hendir okkur eigum við ekki að æsa okkur og syrgja líkt og við hefðum orðið fyrir miklu böli heldur taka því sem gerist af æðruleysi, hinni margkunnu stóísku ró. Því það er ekkert böl til annað en löstur og ekkert eftirsóknarvert í sjálfu sér annað en dygðin.

Stóuspekingar héldu því fram að dygðin væri ekki einungis nauðsynlegt heldur einnig nægjanlegt skilyrði lífshamingjunnar: Sá sem er dygðugur er hamingjusamur og ekkert fær haggað hamingju hans.

Ítarefni:
  • Algra, K., J. Barnes, J. Mansfeld og M. Schofield (ritstj.), The Cambridge History of Hellenistic Philosophy (Cambridge: Cambridge University Press, 1999).
  • Graver, M.R., Stoicism and Emotion (Chicago: University of Chicago Press, 2007).
  • Inwood, B. (ritstj.), The Cambridge Companion to the Stoics (Cambridge: Cambridge University Press, 2003).
  • Long, A.A., Hellenistic Philosophy: Stoics, Epicureans, Sceptics, 2. útg. (Berkeley og Los Angeles: University of California Press, 1986).
  • Sharples, R.W., Stoics, Epicureans and Sceptics: An Introduction to Hellenistic Philosophy (London: Routledge, 1996).

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

4.3.2010

Síðast uppfært

26.1.2021

Spyrjandi

Erla Rún Rúnarsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað er stóuspeki?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2010, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54566.

Geir Þ. Þórarinsson. (2010, 4. mars). Hvað er stóuspeki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54566

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað er stóuspeki?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2010. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54566>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er stóuspeki?
Stóuspeki er heimspekikerfi sem varð til í Aþenu undir lok 4. aldar f.Kr. Upphafsmaður þessa heimspekikerfis var maður að nafni Zenon frá Kítíon. Eftir að hafa numið hjá hundingjanum Kratesi, platonistanum Pólemoni og spekingunum Díodórosi Krónosi og Stilponi frá Megöru hóf hann að kenna undir súlnagöngunum Stoa Poikile í Aþenu og við þau er heimspeki hans kennd. Stóuspeki varð gríðarlega áhrifamikil og vinsæl heimspeki meðal Grikkja en ekki síður meðal Rómverja síðar meir. Meðal annarra merkra stóuspekinga má nefna þá Kleanþes, Krýsippos, Panætíos, Poseidóníos og Epiktetos og Rómverjana Lucius Annaeus Seneca og keisarann Markús Árelíus.

Upphafsmaður stóuspekinnar var Zenon frá Kítíon. Hann kenndi undir súlnagöngunum Stoa Poikile.

Stóuspekin kenndi að manni bæri að lifa í samræmi við náttúruna. En náttúra mannsins er samkvæmt kenningunni skynsemin (logos); maðurinn er í innsta eðli sínu skynsemisvera. Raunar gegnsýrir skynsemin – sem stóumenn kölluðu gjarnan guð, alheimssálina eða örlögin – allan heiminn og þar með talda alla efnislega hluti en stóumenn voru á vissan hátt efnishyggjumenn (þótt það sé ef til vill villandi að kalla þá því nafni) því þeir töldu að í raun væri ekkert til nema efnislegir hlutir. En það sem heldur öllum heiminum saman og stýrir honum er andinn (pnevma), sem er blanda af eldi og lofti, eins konar skapandi logi; eldurinn var eftirlætis táknmynd stóumanna fyrir skynemina: Andinn sem gegnsýrir heiminn allan og hefur eldinn í sér er því alheimsskynsemin sem mannleg skynsemi er hluti af. Þannig að þótt stóumenn hafi haldið því fram að í raun væru einungis til efnislegir hlutir, héldu þeir því þó einnig fram að efnið væri gegnsýrt af andanum sem væri aftur gegnsýrður af skynseminni.

Stóumenn kenndu einnig að ekkert væri gott nema dygðin og ekkert væri illt nema andstæða hennar, löstur. Allt annað sögðu þeir að væri hlutlaust og skipti einfaldlega ekki máli, hvorki fjármunir, virðing, völd eða frelsi, né jafnvel góð eða slæm heilsa eða líf og dauði. Til dæmis skiptir það ekki raunverulega máli samkvæmt kenningum stóumanna hvort maður tapar aleigunni, mannorði sínu og heilsunni og missi svo börnin sín í hræðilegu slysi. Þetta eru hlutir sem eru ekki á okkar valdi en á okkar valdi eru hins vegar viðhorf okkar til þeirra. Ef eitthvað slíkt hendir okkur eigum við ekki að æsa okkur og syrgja líkt og við hefðum orðið fyrir miklu böli heldur taka því sem gerist af æðruleysi, hinni margkunnu stóísku ró. Því það er ekkert böl til annað en löstur og ekkert eftirsóknarvert í sjálfu sér annað en dygðin.

Stóuspekingar héldu því fram að dygðin væri ekki einungis nauðsynlegt heldur einnig nægjanlegt skilyrði lífshamingjunnar: Sá sem er dygðugur er hamingjusamur og ekkert fær haggað hamingju hans.

Ítarefni:
  • Algra, K., J. Barnes, J. Mansfeld og M. Schofield (ritstj.), The Cambridge History of Hellenistic Philosophy (Cambridge: Cambridge University Press, 1999).
  • Graver, M.R., Stoicism and Emotion (Chicago: University of Chicago Press, 2007).
  • Inwood, B. (ritstj.), The Cambridge Companion to the Stoics (Cambridge: Cambridge University Press, 2003).
  • Long, A.A., Hellenistic Philosophy: Stoics, Epicureans, Sceptics, 2. útg. (Berkeley og Los Angeles: University of California Press, 1986).
  • Sharples, R.W., Stoics, Epicureans and Sceptics: An Introduction to Hellenistic Philosophy (London: Routledge, 1996).

Mynd:...