Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur Hulk hoppað út í geim?

Inga Rósa Ragnarsdóttir

Hulk er grænn risi sem brýst fram þegar vísindamaðurinn Bruce Banner finnur fyrir sterkum tilfinningum, svo sem reiði, en hann varð til þegar Banner varð fyrir gamma-geislum. Búið er að skrifa margar sögur um hinn ótrúlega Hulk en hann kom fyrst fram í blaðinu Incredible Hulk árið 1962. Núna nýlegast kom hann fram í kvikmyndinni The Avengers árið 2012.

Hulk er gríðarlega sterkur og virðist styrkur hans ekki eiga sér nein takmörk. Hann getur hlaupið á ótrúlegum hraða og það eina sem hindrar hann í að fara hraðar er sú staðreynd að jörðin gefur sig undir honum þegar hann nær ákveðnum hraða. Þetta verður til þess að hann ferðast frekar um með því að stökkva en hann getur stokkið mörg hundruð kílómetra í einu stökki. Hann getur myndað gríðarlega höggbylgju með því að slá höndunum sama en höggbylgjan getur fleygt stórum hlutum, slökkt elda og gert fólk heyrnarlaust svo eitthvað sé nefnt. Það er einnig nær ómögulegt að særa Hulk sama hvað er notað. Þar að auki hefur hann sýnt að hann þolir gríðarlegan hita og kulda, kjarnorkusprengingar, eitur og alla sjúkdóma.

Hulk brýst fram þegar vísindamaðurinn Bruce Banner finnur fyrir sterkum tilfinningum. Hann ætti að geta hoppað út í geim með því að ná lausnarhraða (11,2 km/s) til þess að yfirvinna þyngdarkraft jarðarinnar.

Eins og sést er Hulk svo sannarlega ótrúlegur og miðað við krafta hans er alls ekki ósennilegt að hann geti hoppað út í geim. Ein sagan um Hulk segir meira að segja frá því hvernig hann var nálægt því en hann stökk næstum út í sporbraut um jörðina. En hvað þarf Hulk að gera til þess að geta hoppað út í geim?

Það sem Hulk þarf að gera til þess að geta hoppað út í geim er að yfirvinna þyngdarkraft jarðarinnar. Þetta þýðir að stökk hans þarf að vera nógu kröftugt til þess að hann nái hraða upp á 11,2 km/s. Þessi hraði er svokallaður lausnarhraði jarðarinnar en það er sá hraði sem þarf að ná til þess að yfirvinna þyngdarkraft jarðarinnar og komast úr þyngdarsviði hennar.

Miðað við krafta Hulk ætti hann að geta hoppað út í geim ef hann ætlaði sér það. Hann ætti að geta náð lausnarhraðanum en þá þarf hann bara að hoppa beint upp þar sem hann þarf að fara hornrétt út frá yfirborði jarðarinnar. Það er hins vegar önnur saga hvað gerist svo þegar Hulk er kominn út í geim. Hann þarf að finna einhverja leið til þess að lifa af úti í geimnum en þar er væntanlega súrefnið mikilvægast. Hann ætti að geta lifað af kuldann, mögulega geislun og annað álag sem líkaminn verður fyrir en hann getur ekki lifað af án súrefnis. Ef hann tekur súrefni með sér er ekkert því til fyrirstöðu að Hulk fái sér smá "göngutúr" úti í geim.

Frekar má lesa um þyngdarkraft í spurningunni Hvers vegna er þyngdarafl á jörðinni en ekki á tunglinu?

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Inga Rósa Ragnarsdóttir

MA-nemi í hagnýtri ritstjórn og útgáfu

Útgáfudagur

1.8.2014

Spyrjandi

Arnar Guðni Kárason

Tilvísun

Inga Rósa Ragnarsdóttir. „Getur Hulk hoppað út í geim?“ Vísindavefurinn, 1. ágúst 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67014.

Inga Rósa Ragnarsdóttir. (2014, 1. ágúst). Getur Hulk hoppað út í geim? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67014

Inga Rósa Ragnarsdóttir. „Getur Hulk hoppað út í geim?“ Vísindavefurinn. 1. ágú. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67014>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur Hulk hoppað út í geim?
Hulk er grænn risi sem brýst fram þegar vísindamaðurinn Bruce Banner finnur fyrir sterkum tilfinningum, svo sem reiði, en hann varð til þegar Banner varð fyrir gamma-geislum. Búið er að skrifa margar sögur um hinn ótrúlega Hulk en hann kom fyrst fram í blaðinu Incredible Hulk árið 1962. Núna nýlegast kom hann fram í kvikmyndinni The Avengers árið 2012.

Hulk er gríðarlega sterkur og virðist styrkur hans ekki eiga sér nein takmörk. Hann getur hlaupið á ótrúlegum hraða og það eina sem hindrar hann í að fara hraðar er sú staðreynd að jörðin gefur sig undir honum þegar hann nær ákveðnum hraða. Þetta verður til þess að hann ferðast frekar um með því að stökkva en hann getur stokkið mörg hundruð kílómetra í einu stökki. Hann getur myndað gríðarlega höggbylgju með því að slá höndunum sama en höggbylgjan getur fleygt stórum hlutum, slökkt elda og gert fólk heyrnarlaust svo eitthvað sé nefnt. Það er einnig nær ómögulegt að særa Hulk sama hvað er notað. Þar að auki hefur hann sýnt að hann þolir gríðarlegan hita og kulda, kjarnorkusprengingar, eitur og alla sjúkdóma.

Hulk brýst fram þegar vísindamaðurinn Bruce Banner finnur fyrir sterkum tilfinningum. Hann ætti að geta hoppað út í geim með því að ná lausnarhraða (11,2 km/s) til þess að yfirvinna þyngdarkraft jarðarinnar.

Eins og sést er Hulk svo sannarlega ótrúlegur og miðað við krafta hans er alls ekki ósennilegt að hann geti hoppað út í geim. Ein sagan um Hulk segir meira að segja frá því hvernig hann var nálægt því en hann stökk næstum út í sporbraut um jörðina. En hvað þarf Hulk að gera til þess að geta hoppað út í geim?

Það sem Hulk þarf að gera til þess að geta hoppað út í geim er að yfirvinna þyngdarkraft jarðarinnar. Þetta þýðir að stökk hans þarf að vera nógu kröftugt til þess að hann nái hraða upp á 11,2 km/s. Þessi hraði er svokallaður lausnarhraði jarðarinnar en það er sá hraði sem þarf að ná til þess að yfirvinna þyngdarkraft jarðarinnar og komast úr þyngdarsviði hennar.

Miðað við krafta Hulk ætti hann að geta hoppað út í geim ef hann ætlaði sér það. Hann ætti að geta náð lausnarhraðanum en þá þarf hann bara að hoppa beint upp þar sem hann þarf að fara hornrétt út frá yfirborði jarðarinnar. Það er hins vegar önnur saga hvað gerist svo þegar Hulk er kominn út í geim. Hann þarf að finna einhverja leið til þess að lifa af úti í geimnum en þar er væntanlega súrefnið mikilvægast. Hann ætti að geta lifað af kuldann, mögulega geislun og annað álag sem líkaminn verður fyrir en hann getur ekki lifað af án súrefnis. Ef hann tekur súrefni með sér er ekkert því til fyrirstöðu að Hulk fái sér smá "göngutúr" úti í geim.

Frekar má lesa um þyngdarkraft í spurningunni Hvers vegna er þyngdarafl á jörðinni en ekki á tunglinu?

Heimildir:

Mynd:

...