Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 44 svör fundust
Er salt krydd?
Til þess að geta svarað þessari spurningu er nauðsynlegt að fara yfir það hvað salt er og hvað er krydd. Salt Saltið sem við notum í matinn okkar er steinefni, natrínklóríð NaCl, og hefur verið notað við matargerð allt síðan á steinöld. Samkvæmt Íslenskri orðabók er salt "efni (natrínklóríð) með sérkennilegt ...
Í flestum piparkökuuppskriftum er enginn pipar, nema kannski á hnífsoddi. Af hverju kallast kökurnar þá piparkökur?
Orðið piparkaka er tökuorð úr dönsku peberkage sem aftur hefur fengið orðið að láni úr þýsku Pfefferkuchen. Í Danmörku þekkjast piparkökur frá 15. öld en elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá 18. öld. Danska sögnin pebre ‘pipra’ merkti ekki einungis að setja pipar í mat heldur var notuð um hvers kyns sterkt k...
Hvar á landinu finnst blóðberg?
Blóðberg (Thymus praecox) er algengt um allt land, nánast frá fjöru og upp í 900 m hæð, en plantan hefur fundist í yfir 1000 m hæð. Á vefnum Flóra Íslands má sjá kort af útbreiðslu blóðbergs og þar sést vel hversu víða plöntuna er að finna. Blóðberg vex um nánast allt land. Blóðberg er lágvaxinn smárunni með lit...
Hvenær kynntust Evrópubúar fyrst pipar?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er pipar og hvernig verður hann til? er pipar krydd úr berjum piparjurtarinnar Piper nigrum. Til eru nokkrar gerðir af pipar og fer litur og bragð eftir því hvernig berin eru meðhöndluð. Piparjurtin er upprunninn í Suður- og Suðaustur-Asíu og er meðal elstu krydd...
Hver fann kryddið upp (ekki jurtina) og hvenær?
Spyrjandi á líklega við það hver hafi fyrstur tekið upp á því að nota kryddjurtir með mat, væntanlega kjöti eða fiski. Mörgum spurningum af þessu tagi er ekki hægt að svara með því að tilgreina ákveðinn mann, einfaldlega vegna þess að þetta gerðist "áður en sögur hófust" sem kallað er, það er að segja fyrir þann t...
Er hægt að nota stilka risahvannar í mat, líkt og ætihvannar?
Í risahvönn (Heracleum mantegazzianum) eru ertandi efni, til dæmis fúranókúmarín, sem valda blöðrum og útbrotum, líkt og eftir bruna ef þau komast í snertingu við húð, sérstaklega í sólskini. Ekki fundust heimildir um að risahvönn væri notuð í matreiðslu á annan hátt en þann að þurrkuð fræ hennar eru notuð sem k...
Hvaðan er kanill upprunalega og hvar finnst hann í náttúrunni?
Kanill er krydd sem unnið er úr berki margra tegunda sígrænna trjáa. Trén eru af ættkvíslinni Cinnamomum í Lauraceae-ættinni. Kanill er bæði notaður í formi kanilstanga og dufts. Sumir telja að Cinnamomum verum (studum kallaður C. zeylanicium) sé hinn eini sanni kanill (e. true cinnamon). Um 80-90% af heimsframlei...
Hvað er pipar og hvernig verður hann til?
Pipar er krydd úr berjum piparjurtarinnar (Piper nigrum). Piparjurtin er klifurjurt upprunnin í hitabelti Asíu. Jurtin getur náð 4-6 metra hæð. Þriggja til fjögurra ára gömul byrjar jurtin að blómstra litlum hvítum blómum sem verða að berjum og kallast piparkorn. Til eru nokkrar gerðir af pipar og fer bragð og lit...
Hefur enska orðið 'brunch' verið íslenskað?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hefur enska orðið 'brunch' verið íslenskað? Ég hef heyrt orðið "dögurður" í þessu sambandi. Heyrði það fyrst á Hótel Sögu árið 1986.Orðið brunch virðist notað af flestum í sinni upprunalegu mynd, það er sem aðkomuorð úr ensku. Eitthvað virðist þó orðið dögurður vera notað um...
Hvaðan kemur orðið nýlenduvöruverslun?
Að baki orðsins nýlenduvöruverslun liggur danska orðið kolonialhandel, ‘verslun með vörur frá nýlendum’. Koloni í dönsku merkir ‘nýlenda’ og vörur, einkum ávextir og krydd og önnur matvara en einnig aðrar vörur, sem fluttar voru til Danmerkur frá nýlendunum voru nefndar kolonialvarer, það er ‘nýlenduvörur’. Dö...
Hvers konar krydd er vanilla og hverjir uppgötvuðu hana?
Svana spurði sérstaklega um þetta: Er vanilluextrakt sterkara en vanilludropar og af hverju þá ef svo er? Vanilla er kryddtegund. Hún er meðal annars vinsæl í ýmsa ábætisrétti, til dæmis í súkkulaði, kökur og ís. Vanilla er langur og mjór fræbelgur plöntu sem kallast á fræðimáli Vanilla planifolia. Blóm ...
Reyktu víkingarnir sígarettur, vindla eða pípur?
Svarið er einfalt nei; það gerðu þeir ekki. Tóbakið er planta sem óx upphaflega aðeins í Ameríku. Það var því óþekkt í Evrópu þar til eftir landafundina miklu í lok 15. aldar og í byrjun þeirrar sextándu (Kólumbus „fann“ fyrstu eyjarnar við Ameríku árið 1492). Svona er þetta líka með margar aðrar vörur úr jurta...
Hvað er karrí?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Hvað er karrí? Ég veit að gult karrí er kryddblanda en hvað með rautt og grænt karrí. Er til „karríplanta“? Eins og kunnugt er einkennist indversk matargerðarlist af bragðmiklum mat sem velt hefur verið upp úr ríkulegri kryddblöndu. Um er að ræða sósu úr jógúrti eða kókos...
Er í lagi að borða hvannarfræ beint af plöntunni? Er hægt að nota það í brauð ef það hefur verið þurrkað?
Mjög hefur verið varað við risahvönn þar sem hún inniheldur ertandi efni. Um hana er til dæmis fjallað í svari við spurningunni Eru hættulegar jurtir allt í kringum okkur? Í ætihvönn eru sambærileg efni og í risahvönn en í miklu minna mæli. Hún skilur samt eftir brúna bletti ef safi úr henni kemst í snertingu ...
Er piparminta búin til úr mintu og pipar? Ef það er enginn pipar í henni af hverju heitir hún þá piparminta?
Piparminta er kryddjurt af svonefndri varablómaætt. Á fræðimáli kallast hún Mentha x piperita. Piparminta er blendingur tveggja mintutegunda, Mentha aquatica og Mentha spicata. Orðið piparminta er líka notað um sælgætistöflur með piparmintubragði en jurtin er oft notuð til að gefa sælgæti, ís, tyggjói og tannkremi...