
Í mörg hundruð ár barst pipar og annað krydd til Evrópu frá ströndum Indlands, yfir Indlandshaf og Rauðahaf til Egyptalands og þaðan áfram til Ítalíuskagans.

Ítalskir kaupmenn í Feneyjum, Genúa og víðar högnuðust ágætlega á kryddverslun, þar á meðal verslun með pipar. Myndin á að sýna piparrækt og vinnslu. Hún er úr frönsku handriti frá fyrri hluta 15. aldar að riti Feneyingsins Marcos Polos.
- Black pepper - Wikipedia. (Skoðað 15.6.2017).
- A Brief History of Pepper - TodayIFoundOut.com. (Skoðað 15.6.2017).
- History of Pepper - Where does pepper come from? - Quatr.us. (Skoðað 15.6.2017).
- Davidson, A., The Oxford Companion to Food. Oxford, University Press 1999.
- 4 color mix of peppercorns.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 15. 6. 2017).
- Italy to India Route.svg - Wikimedia Commons. (Sótt 15.6.2017).
- File:Le livre des merveilles de Marco Polo-pepper.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 16.06.2017).
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.