Hver var Vasco da Gama? (Spyrjandi Matthías Rúnarsson) og Hver er uppruni Vasco da Gama? Hvernig tókst honum að sigla til Indlands og af hverju dó hann? (Spyrjandi Kristín Hrefna Ragnheiðardóttir).
Vasco da Gama (1460?-1524) var portúgalskur sæfari sem sigldi fyrstur sjóleiðina til Indlands fyrir suðurodda Afríku. Lítið er vitað um æsku hans en í kringum 1480 fylgdi hann í fótspor föður síns, Estêvão da Gama, og gekk í sjóherinn. Vasco da Gama kleif metorðastigann hratt og árið 1492 sendi John II konungur Portúgals hann í hefndarför gegn frönskum skipum sem höfðu truflað portúgalskar skipaleiðir. Árið 1497 fékk Vasco da Gama svo skipun frá konunginum um að sigla til Indlands en sú för tók 209 daga. Í förinni fór leiðangurinn alls um fimm sinnum lengri leið en Kristófer Kólumbus þegar hann sigldi til Ameríku. Vasco da Gama byrjaði förina með því að nýta sér hagstæða vinda og sigldi suður með vesturströnd Afríku. Hann sigldi svo fyrir Góðrarvonarhöfða (e. Cape of good hope), upp með austurströnd Afríku og að strönd Indlands. Ferð Vasco da Gamas heppnaðist mun betur en Kólumbusar enda var ætlun Kólumbusar að sigla til menningarsamfélaganna í austri en hann endaði í Ameríku. Kólumbus taldi að hann væri kominn til Kína þegar hann var í raun á Kúbu. Nákvæmni korta og mælinga Gama voru þess vegna mikli meiri en hjá Kólumbusi. Um siglingar Kólumbusar er hægt að lesa meira í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Getið þið sagt mér frá ferðum Kólumbusar til Ameríku?

- Hver var Marco Polo og hversu langt ferðaðist hann? eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur
- Hver sigldi fyrstur umhverfis jörðina? eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur
- Hver var Kólumbus og hvað var svona merkilegt við hann? eftir Heiðu Maríu Sigurðardóttur
- Silvio A. Bedini (ritstj.), Christopher Columbus and the Age of Exploration: An Encyclopedia, Da Capo Press, New York 1998.
- Íslenska alfræðiorðabókin Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
- BBC - History - Vasco da Gama. (Skoðað 20.03.2014).
- Vasco da Gama - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 20.03.2014).
- Vasco da Gama Biography - Facts, Birthday, Life Story - Biography.com. (Skoðað 20.03.2014).
- Wikipedia.org. Sótt 20.11.2009.