Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er pipar og hvernig verður hann til?

Julia Suchecka, Birta María Stefánsdóttir og Selma Rebekka Kattoll

Pipar er krydd úr berjum piparjurtarinnar (Piper nigrum). Piparjurtin er klifurjurt upprunnin í hitabelti Asíu. Jurtin getur náð 4-6 metra hæð. Þriggja til fjögurra ára gömul byrjar jurtin að blómstra litlum hvítum blómum sem verða að berjum og kallast piparkorn. Til eru nokkrar gerðir af pipar og fer bragð og litur eftir því hvernig piparkornin eru meðhöndluð.

Orðið pipar kemur upprunalega úr sanskrít, þar var orðið pippali notað um svonefndan langpipar (Piper longum).

Óþroskuð ber piparjurtarinnar.

Óþroskuð ber piparjurtarinnar nefnast grænn pipar. Piparkornin eru oftast lögð í saltpækil eða edik og seld þannig eða þau eru þurrkuð með sérstakri aðferð sem varðveitir græna litinn.

Svört piparkorn eru ber sem tínd eru þegar þau eru að verða rauð en áður en þau eru fullþroskuð. Piparkornunum er safnað í hrúgur í nokkra daga þar sem þau taka að gerjast. Síðan er dreift úr hrúgunum og þau látin þorna í sólinni eða þurrkuð á annan hátt. Við það verða þau svört og skorpin.

Rauður eða appelsínugulur pipar eru þroskuð ber piparplöntunnar. Eins og græni piparinn eru þau ýmist lögð í saltpækil eða edik eða þau eru þurrkuð með aðferð sem varðveitir litinn.

Hvítur pipar verður til þegar þroskuð ber plöntunnar eru lögð í bleyti til þess að ná af þeim rauða hýðinu og aldinkjötinu og fræið sem eftir stendur er þurrkað.

Græn, hvít og svört piparkorn.

Pipar er með elstu kryddjurtum heims og hefur verið notaður í þúsundir ára. Ekki er vitað með vissu hvenær hann barst til Evrópu en Grikkir þekktu til pipars á 4. öld f.Kr. og Rómverjar notuðu pipar, aðallega í lækningaskyni til að byrja með en líka sem krydd.

Pipar var mjög dýrt krydd fyrr á tímum og ein ástæða þess að Evrópubúar leituðu að sjóleið til Austurlanda. Í dag er pipar ein algengasta og mest selda kryddtegund heims. Víetnam er mesti piparframleiðandi heims, með um 34% heimsframleiðslunnar. Aðrir stórtækir framleiðendur eru Indónesía, Indland, Brasilía og Kína.

Svonefndur rósapipar er ekki eiginlegur pipar heldur ber af trjátegundinni Schinus terebinthifolius sem vex í Suður-Ameríku. Rósapipar er bragðlítill og aðallega notaður til skrauts. Hann getur valdið eitrunaráhrifum borði menn mikið af honum.

Heimildir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

21.6.2016

Spyrjandi

Aron Freyr Heimisson

Tilvísun

Julia Suchecka, Birta María Stefánsdóttir og Selma Rebekka Kattoll. „Hvað er pipar og hvernig verður hann til?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2016, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=26258.

Julia Suchecka, Birta María Stefánsdóttir og Selma Rebekka Kattoll. (2016, 21. júní). Hvað er pipar og hvernig verður hann til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=26258

Julia Suchecka, Birta María Stefánsdóttir og Selma Rebekka Kattoll. „Hvað er pipar og hvernig verður hann til?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2016. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=26258>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er pipar og hvernig verður hann til?
Pipar er krydd úr berjum piparjurtarinnar (Piper nigrum). Piparjurtin er klifurjurt upprunnin í hitabelti Asíu. Jurtin getur náð 4-6 metra hæð. Þriggja til fjögurra ára gömul byrjar jurtin að blómstra litlum hvítum blómum sem verða að berjum og kallast piparkorn. Til eru nokkrar gerðir af pipar og fer bragð og litur eftir því hvernig piparkornin eru meðhöndluð.

Orðið pipar kemur upprunalega úr sanskrít, þar var orðið pippali notað um svonefndan langpipar (Piper longum).

Óþroskuð ber piparjurtarinnar.

Óþroskuð ber piparjurtarinnar nefnast grænn pipar. Piparkornin eru oftast lögð í saltpækil eða edik og seld þannig eða þau eru þurrkuð með sérstakri aðferð sem varðveitir græna litinn.

Svört piparkorn eru ber sem tínd eru þegar þau eru að verða rauð en áður en þau eru fullþroskuð. Piparkornunum er safnað í hrúgur í nokkra daga þar sem þau taka að gerjast. Síðan er dreift úr hrúgunum og þau látin þorna í sólinni eða þurrkuð á annan hátt. Við það verða þau svört og skorpin.

Rauður eða appelsínugulur pipar eru þroskuð ber piparplöntunnar. Eins og græni piparinn eru þau ýmist lögð í saltpækil eða edik eða þau eru þurrkuð með aðferð sem varðveitir litinn.

Hvítur pipar verður til þegar þroskuð ber plöntunnar eru lögð í bleyti til þess að ná af þeim rauða hýðinu og aldinkjötinu og fræið sem eftir stendur er þurrkað.

Græn, hvít og svört piparkorn.

Pipar er með elstu kryddjurtum heims og hefur verið notaður í þúsundir ára. Ekki er vitað með vissu hvenær hann barst til Evrópu en Grikkir þekktu til pipars á 4. öld f.Kr. og Rómverjar notuðu pipar, aðallega í lækningaskyni til að byrja með en líka sem krydd.

Pipar var mjög dýrt krydd fyrr á tímum og ein ástæða þess að Evrópubúar leituðu að sjóleið til Austurlanda. Í dag er pipar ein algengasta og mest selda kryddtegund heims. Víetnam er mesti piparframleiðandi heims, með um 34% heimsframleiðslunnar. Aðrir stórtækir framleiðendur eru Indónesía, Indland, Brasilía og Kína.

Svonefndur rósapipar er ekki eiginlegur pipar heldur ber af trjátegundinni Schinus terebinthifolius sem vex í Suður-Ameríku. Rósapipar er bragðlítill og aðallega notaður til skrauts. Hann getur valdið eitrunaráhrifum borði menn mikið af honum.

Heimildir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016.

...