Er vanilluextrakt sterkara en vanilludropar og af hverju þá ef svo er?Vanilla er kryddtegund. Hún er meðal annars vinsæl í ýmsa ábætisrétti, til dæmis í súkkulaði, kökur og ís. Vanilla er langur og mjór fræbelgur plöntu sem kallast á fræðimáli Vanilla planifolia. Vanilla er önnur dýrasta kryddtegundin, aðeins saffran er dýrara. Ástæðan er sú að framleiðsla á henni en bæði mann- og tímafrek. Í vanillurækt nútímans sér mannshöndin yfirleitt um það að fræva blómin. Hver einstaklingur nær yfirleitt að fræva um 1000-2000 blóm á dag. Átta mánuðum síðar hefst uppskera á fræbelgjunum, rétt áður en þeir verða fullþroska. Eftir að belgirnir hafa verið tíndir er um 70 gráðu heitri gufu hleypt á þá og því næst eru belgirnir þurrkaðir, yfirleitt í sól, og loks látnir gerjast í um 4-5 mánuði. Að þessu ferli loknu er fræbelgjunum pakkað og þeir seldir. Náttúrleg heimkynni vanilluplöntunnar eru í Mið-Ameríku og þar vex hún villt við jaðar hitabeltisskóga Mexíkó. Aðeins þar verður frævun á náttúrlegan hátt. Á þessum slóðum hafa menn því fyrst komist í kynni við vanillu en enginn veit nákvæmlega hvenær það var.

Montezuma II. var síðasti keisari Asteka (1502-20). Vitað er að hann drakk drykk gerðan úr kakóbaunum, kryddaðan með vanillu.
- Alan Davidson, The Oxford Companion to Food, Oxford University Press, Oxford 1999.
- Vanilla planifolia Andrews | Plants of the World Online | Kew Science. (Sótt 21.06.2017).
- Vanilla planifolia plant facts - Eden Project. (Sótt 21.06.2017).
- Vanilla (genus) - Wikipedia. (Sótt 28.06.2017).
- File:Moctezuma II, the Last Aztec King (Reigned 1502–20) WDL6724.png - Wikimedia Commons. (Sótt 28.06.2017).
- File:Edmond-Albius-Antoine-Roussin.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 28.06.2017).
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.