Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Við getum séð gufu en af hverju getum við ekki séð loft?

ÞV

Það er ekki rétt að við getum séð raunverulega gufu. Það sem við sjáum og köllum stundum gufu er í rauninni örsmáir vatnsdropar, það er að segja dropar af fljótandi vatni. Raunveruleg gufa er hins vegar ósýnileg svipað og sama magn af venjulegu andrúmslofti.

Spyrjandi getur prófað að setja vatnslögg í hraðsuðuketil í eldhúsinu heima hjá sér og láta hann hita vatnið þangað til það fer að sjóða. Við sjáum þá svokallaða "gufu" koma frá stútnum á katlinum en það er sem sagt í rauninni vatnsdropar. Ef við gætum hins vegar vel að sjáum við að rétt við stútinn á katlinum er svæði þar sem engir dropar eru sýnilegir. Þarna við stútinn er raunveruleg gufa sem þéttist síðan í örsmáa dropa þegar hún kemur lengra út í loftið kringum ketilinn.



Svo er hitt líka álitamál hvort við getum ekki séð loft. Eins og fram kemur í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Af hverju er himinninn blár? þá dreifist blátt ljós meira en annað í lofthjúpi jarðar, einkum þó þar sem loftið er þunnt eins og í háloftunum fyrir ofan okkur. Þegar við segjum að himinninn sé blár gætum við því alveg eins sagt að loftið fyrir ofan okkur sé blátt. Og þegar við segjum að fjarlægðin geri fjöllin blá þarf að hafa í huga að fjöllin eru böðuð í bláu ljósi frá loftinu fyrir ofan þau auk þess sem loftið milli okkar og fjallanna er daufblátt. Liturinn er svo daufur að við þurfum að horfa gegnum mikið loft til að hann komi fram.

Mynd: The Physics Revision Engine

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

28.11.2003

Spyrjandi

Aníta Erlendsdóttirf, f. 1991

Tilvísun

ÞV. „Við getum séð gufu en af hverju getum við ekki séð loft?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3892.

ÞV. (2003, 28. nóvember). Við getum séð gufu en af hverju getum við ekki séð loft? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3892

ÞV. „Við getum séð gufu en af hverju getum við ekki séð loft?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3892>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Við getum séð gufu en af hverju getum við ekki séð loft?
Það er ekki rétt að við getum séð raunverulega gufu. Það sem við sjáum og köllum stundum gufu er í rauninni örsmáir vatnsdropar, það er að segja dropar af fljótandi vatni. Raunveruleg gufa er hins vegar ósýnileg svipað og sama magn af venjulegu andrúmslofti.

Spyrjandi getur prófað að setja vatnslögg í hraðsuðuketil í eldhúsinu heima hjá sér og láta hann hita vatnið þangað til það fer að sjóða. Við sjáum þá svokallaða "gufu" koma frá stútnum á katlinum en það er sem sagt í rauninni vatnsdropar. Ef við gætum hins vegar vel að sjáum við að rétt við stútinn á katlinum er svæði þar sem engir dropar eru sýnilegir. Þarna við stútinn er raunveruleg gufa sem þéttist síðan í örsmáa dropa þegar hún kemur lengra út í loftið kringum ketilinn.



Svo er hitt líka álitamál hvort við getum ekki séð loft. Eins og fram kemur í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Af hverju er himinninn blár? þá dreifist blátt ljós meira en annað í lofthjúpi jarðar, einkum þó þar sem loftið er þunnt eins og í háloftunum fyrir ofan okkur. Þegar við segjum að himinninn sé blár gætum við því alveg eins sagt að loftið fyrir ofan okkur sé blátt. Og þegar við segjum að fjarlægðin geri fjöllin blá þarf að hafa í huga að fjöllin eru böðuð í bláu ljósi frá loftinu fyrir ofan þau auk þess sem loftið milli okkar og fjallanna er daufblátt. Liturinn er svo daufur að við þurfum að horfa gegnum mikið loft til að hann komi fram.

Mynd: The Physics Revision Engine...