Fræ ætihvannar er fyrirtaks krydd, þurrkað og malað er gott að nota það líkt og pipar á kjöt og grænmetisrétti. Það er líka gott í jurtaseyði. Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal nefnir meðal annars ætihvönn í Grasnytjum og segir:
Árið 1740, þegar hallæri var í Noregi, þurrkuðu bændur þessa urt (hvönn) með blöðum og rótum, og möldu og suðu saman við annað mjöl og átu so. Njólinn, fræið og rótin er það sem helst má gjöra brauð af saman við annað mjöl.Hægt er að lesa meira um hvönn á Vísindavefnum í svörum við spurningunum:
- Hvers vegna vex svona mikil hvönn í kringum fyrrum mannabústaði í Aðalvík og á Hornströndum? eftir Arnlín Óladóttur
- Er ætihvönn góð sem grasalyf og ef svo er, hvernig er hún þá matreidd? eftir Sigmund Guðbjarnason
- Getur hvönn valdið uppblæstri? eftir Þóru Ellen Þórhallsdóttur
- Er hægt að nota stilka risahvannar í mat, líkt og ætihvannar? eftir Ingólf Guðnason
- Angelica archangelica litoralis á Wikimedia Commons. Höfundur myndar: Krzysztof Ziarnek. Birt undir Creative Commons Attribution ShareAlike 3.0 leyfi. Sótt 9. 10.2009.