Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur hvönn valdið uppblæstri?

Þóra Ellen Þórhallsdóttir

Hér á landi eru þrjár tegundir kenndar við hvönn, sæhvönn, geithvönn og ætihvönn. Hin síðastnefnda er langútbreiddust og væntanlega er átt við hana í spurningunni.

Ætihvönn er í hópi þeirra tegunda íslensku flórunnar sem áreiðanlega hafa verið útbreiddari fyrir landnám en þær eru nú. Hún er sauðkindinni sérstakt lostæti; kindur hreinsa gjarnan upp alla hvönn áður en þær líta við öðrum tegundum.

Ætihvönn er hávaxin og grófgerð jurt sem myndar gjarnan þétt hvannastóð þar sem fáar aðrar tegundir þrífast. Ofanjarðarhlutar plöntunnar deyja í lok sumars en holir, léttir stönglar og visnaðir sveipir sitja eftir. Snemma næsta sumar er eyðilegt um að litast í hvannastóðinu, allt þar til hvönnin tekur að vaxa upp á nýjan leik.

Ætihvönn (Angelica archangelica).

Ég verð nú að viðurkenna að ég átta mig ekki á því hvernig hvönn gæti valdið uppblæstri en tilefni spurningarinnar liggur ef til vill í þessu sköllótta yfirbragði hvannabreiðanna snemmsumars. Hvernig sem spurningin er tilkomin verður að svara henni neitandi. Ætihvönn hefur öflugt rótarkerfi með þykkum og miklum forðarótum og má ætla að hún bindi jarðveg vel og frá henni fellur mikið af lífrænu efni. Ég hef unnið víða á miðhálendinu en aldrei séð rof myndast undir hvannabreiðum. Rofskellur sem geta orðið byrjun á uppblæstri sjást á hinn bóginn víða um land, til dæmis áveðurs á þúfnakollum í mólendi undir miklu beitarálagi. Eins geta hestar traðkað niður gróður og oft myndast sár í sverði þar sem hross eru þröngt í högum.

Mynd:
  • EDS. Birt með góðfúslegu leyfi höfundar.

Höfundur

Þóra Ellen Þórhallsdóttir

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

23.11.2000

Síðast uppfært

27.4.2023

Spyrjandi

Kristján Bjarnason

Tilvísun

Þóra Ellen Þórhallsdóttir. „Getur hvönn valdið uppblæstri?“ Vísindavefurinn, 23. nóvember 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1165.

Þóra Ellen Þórhallsdóttir. (2000, 23. nóvember). Getur hvönn valdið uppblæstri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1165

Þóra Ellen Þórhallsdóttir. „Getur hvönn valdið uppblæstri?“ Vísindavefurinn. 23. nóv. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1165>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur hvönn valdið uppblæstri?
Hér á landi eru þrjár tegundir kenndar við hvönn, sæhvönn, geithvönn og ætihvönn. Hin síðastnefnda er langútbreiddust og væntanlega er átt við hana í spurningunni.

Ætihvönn er í hópi þeirra tegunda íslensku flórunnar sem áreiðanlega hafa verið útbreiddari fyrir landnám en þær eru nú. Hún er sauðkindinni sérstakt lostæti; kindur hreinsa gjarnan upp alla hvönn áður en þær líta við öðrum tegundum.

Ætihvönn er hávaxin og grófgerð jurt sem myndar gjarnan þétt hvannastóð þar sem fáar aðrar tegundir þrífast. Ofanjarðarhlutar plöntunnar deyja í lok sumars en holir, léttir stönglar og visnaðir sveipir sitja eftir. Snemma næsta sumar er eyðilegt um að litast í hvannastóðinu, allt þar til hvönnin tekur að vaxa upp á nýjan leik.

Ætihvönn (Angelica archangelica).

Ég verð nú að viðurkenna að ég átta mig ekki á því hvernig hvönn gæti valdið uppblæstri en tilefni spurningarinnar liggur ef til vill í þessu sköllótta yfirbragði hvannabreiðanna snemmsumars. Hvernig sem spurningin er tilkomin verður að svara henni neitandi. Ætihvönn hefur öflugt rótarkerfi með þykkum og miklum forðarótum og má ætla að hún bindi jarðveg vel og frá henni fellur mikið af lífrænu efni. Ég hef unnið víða á miðhálendinu en aldrei séð rof myndast undir hvannabreiðum. Rofskellur sem geta orðið byrjun á uppblæstri sjást á hinn bóginn víða um land, til dæmis áveðurs á þúfnakollum í mólendi undir miklu beitarálagi. Eins geta hestar traðkað niður gróður og oft myndast sár í sverði þar sem hross eru þröngt í högum.

Mynd:
  • EDS. Birt með góðfúslegu leyfi höfundar.
...