Blóðberg er lágvaxinn smárunni með litlum bleikbláum blómum. Blóðberg er mest áberandi í júní og júlí þegar plantan er í blóma og má þá stundum sjá blóðbergsbreiður. Plantan hefur öldum saman verið notuð bæði til heilsubóta og sem krydd. Blóðbergste er til dæmis sagt vera gott við flensu, kvefi og ýmsum meltingarsjúkdómum. Það er gott krydd, til dæmis á grillað lambakjöt og minnir bragðið á tímían sem kallast einnig garðablóðberg á íslensku og er af náskyldri plöntu. Heimildir og mynd:
- Flóra Íslands
- Landvernd
- Náttúran.is
- Nanna Rögnvaldsdóttir. Matarást. Reykjavík: Iðunn, 2002.
- Mynd: Thymus praecox á Wikipedia. Birt undir Creative Commons Attribution ShareAlike 3.0 og GNU Free Documentation leyfum.