Piparminta er þess vegna ekki búin til úr mintu og pipar heldur er hún sérstök jurt sem ber sama nafn og piparinn. Á latínu er nafnið þó ekki alveg eins. Fyrra nafn piparsins er Piper og hið seinna nigrum sem merkir svartur. Seinna heiti mintunnar er piperita, en endingin -ita er smækkunarending. Í spænsku er orðið planta til dæmis notað um plöntu en plantita um litla plöntu. Bein þýðing á latnesku heiti piparmintunnar gæti verið ,,litli mintupiparinn". Vel má hugsa sér að nafngiftin sé tilkomin vegna þess að piparmintan er bragðsterk, líkt og piparinn, þótt hún sé öðruvísi á bragðið. Þess má líka geta að mintu-heitið er komið úr grísku. Plútó sem var guð undirheimanna átti að hafa orðið ástfanginn af dísinni Minthe og breytt henni í jurtina. Í íslensku er minta upprunalegri mynd, mynta með y-i er talið vera áhrif úr dönsku. Heimildir:
- Donald G. Barceloux, Medical Toxicology of Natural Substances: Foods, Fungi, Medicinal Herbs, Plants, and Venomous Animals, New Jersey 2008, bls. 653.
- Black pepper á Wikipedia.org. Skoðað 5.1.2011.
- Peppermint á Wikipedia.org. Skoðað 5.1.2011.
- Nanna Rögnvaldardóttir, Vefbækur: Matarást. Skoðað 5.1.2011.
- Wikipedia.org. Sótt 5.1.2011.