Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 872 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Sævarsdóttir rannsakað?

Guðrún Sævarsdóttir er dósent í verkfræði við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún stundar rannsóknir á þremur fræðasviðum orkumála, ásamt nemendum sínum og samstarfsfólki. Á sviði jarðhita hefur hún stundað rannsóknir á vinnslubúnaði sem getur tekið við jarðhitavökva frá djúpborun og hvernig st...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Í hverju hafa samskipti Íslands og Japans aðallega falist?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær fóru Japan og Ísland í opinbert stjórnmálasamband og í hverju hafa samskipti landanna helst falist? Ísland og Japan stofnuðu til opinbers stjórnmálasambands þann 8. desember árið 1956. Japanir áttu frumkvæði að viðræðunum, en Íslendingar þurftu að hugsa sig vel um áður ...

category-iconHugvísindi

Hver var Galíleó Galíleí?

Galíleó Galíleí var einn af frægustu raunvísindamönnum nýaldar. Hann gerði margar uppgötvanir í eðlis- og stjörnufræði og barðist fyrir skoðunum sínum á heimsmynd og aðferðum vísinda. Hann fæddist 15. febrúar 1564 í borginni Písa í Toskana-héraði þar sem nú er Mið-Ítalía. Faðir hans, Vincenzíó Galíleí var tónli...

category-iconJarðvísindi

Er það rétt að kvikan sem kom upp við Fagradalsfjall 2021 sé ólík annarri kviku á Reykjanesskaga?

Í stuttu máli: 2021-hraunin við Fagradalsfjall eru við fyrstu sýn venjulegt basalt en reynast við nánari skoðun að ýmsu leyti frábrugðin flestum öðrum hraunum á Reykjanesskaga. 1. mynd. Eldstöðvakerfi á Reykjanesskaga (bleik). Jarðskjálftabelti liggur eftir skaganum og markar flekaskilin (rauð). Jarðhitasvæði...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er orðið kommóða komið?

Orðið kommóða var tekið að láni úr dönsku kommode. Þangað barst orðið úr frönsku commode en að baki liggur latneska lýsingarorðið commodus: 'hentugur, mátulegur'. Latneska orðið er sett saman úr forskeytinu con- 'sam-' og modus 'máti, háttur'. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um kommóðu á prenti eru frá síðast...

category-iconMálvísindi: íslensk

Mig bráðvantar herslumun, hvar finn ég hann?

Herslumunur er samsett orð úr hersla ‘herðing, það að herða; áreynsla’ og munur ‘mismunur, breyting’. Hér vantar aðeins herslumuninn. Herslumunur er notað um smávegis átak til viðbótar svo að unnt sé að ljúka einhverju. Það er mjög oft notað í sambandinu það vantar aðeins/ekki nema herslumuninn og er þá átt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu mörg lömb voru send í sláturhús haustið 2016?

Samkvæmt upplýsingum frá Landsamtökum sauðfjárbænda var 597.973 sauðfjár slátrað árið 2016. Dilkar (lömb) voru 555.617 talsins eða 93% alls sauðfjár sem var sent í sláturhús en fullorðið fé var 42.356 talsins. Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan hefur sauðfé sem farið hefur í sláturhús fjölgað nokkuð síð...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna halda Bandaríkjamenn þakkargjörðarhátíð?

Bandaríski þakkargjörðardagurinn er haldinn hátíðlegur fjórða fimmtudag í nóvember ár hvert. Hann er einn af fáum hátíðisdögum þar í landi sem alfarið er upprunninn í Bandaríkjunum sjálfum. Flestar hátíðir Bandaríkjamanna bárust vestur með evrópskum innflytjendum, en tóku þar ýmsum breytingum og þá jafnvel mismuna...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Veiða Íslendingar hákarla í útrýmingarhættu?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég er með fyrirspurn frá erlendu ferðafyrirtæki. Það spyr hvort að Íslendingar veiði hákarla í útrýmingarhættu. Vitið þið hver staðan á veiðum hér við land er? Í svonefndum Washingtonsáttmála (CITES, Convention on International Trade in Endangered Species of Wild Fauna an...

category-iconJarðvísindi

Hvert er öflugasta eldfjall sólkerfisins?

Loki Patera er um 200 km breið skeifulaga hrauntjörn, rétt norðan miðbaugs Íó, fylgitungls Júpíters. Eldfjallið er nefnt eftir norræna jötninum Loka Laufeyjarsyni. Loki reyndist vera virkt eldfjall á myndum sem Voyager 1 tók af tunglinu er það þaut fram hjá Júpíter árið 1979. Síðar kom í ljós að það er öflugast...

category-iconHagfræði

Af hverju nær verðtrygging einnig til vaxtagreiðslna?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Í ljósi svars við spurningu sem birt var á Vísindavefnum fyrir einhverju síðan (Eru verðbætur vextir og þar með fjármagnstekjur?) velti ég fyrir mér þeirri staðreynd, sem birtist á reikningum allra húsnæðiseigenda á Íslandi en það er liðurinn “verðbætur á vexti”! Uppru...

category-iconBókmenntir og listir

Hvert er elsta handrit eða handritsbrot af Egils sögu sem til er?

Elsta heillega handrit Egils sögu, þótt dálítið vanti í textann, er Möðruvallabók, AM 132 fol. Talið er að handritið sé skrifað um 1350; 1320-50 segir Jón Helgason en aðrir telja að það gæti verið eitthvað yngra. Til eru nokkur brot úr handritum af Egils sögu sem eru eldri en Möðruvallabók. Elst þessara brota ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Hvalfjörður og hversu langt er síðan?

Hvalfjörður, ásamt dölum og fjöllum í kring, er dæmigert sköpunarverk ísaldarjökla. Við upphaf ísaldar, fyrir um það bil tveimur milljónum ára, var landslag þar líkt því sem nú er í Ódáðahrauni, flatlent hraunaflæmi og sennilega alllangt til sjávar. Smám saman surfu skriðjöklar síðan Hvalfjörðinn og dalina í kring...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir af spendýrum?

Í dag eru þekktar rúmlega 4.600 tegundir spendýra sem skiptast í 125 ættir og 24 ættbálka. Af þessum ættbálkum tilheyra flestar tegundir nagdýrum en fæstar eru tegundirnar í ættbálkinum Tubulidentata, sem kallast píputannar á íslensku, eða aðeins ein, jarðsvín (Orycteropus afer, e. aardvark). Þótt ótrúlegt megi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir 'lon og don' og hvaðan kemur orðasambandið?

Uppruni orðasambandsins lon og don er ókunnur. Elst dæmi um það eru í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld. Í skáldsögu Jóns Thoroddsens, Manni og konu, segir prestsfrúin til dæmis við bróður sinn: „þú situr lon og don yfir lestrinum“ og hefði orðasambandið tæplega verið notað hefði það ekki verið vel skil...

Fleiri niðurstöður