Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Mig bráðvantar herslumun, hvar finn ég hann?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Herslumunur er samsett orð úr hersla ‘herðing, það að herða; áreynsla’ og munur ‘mismunur, breyting’.


Hér vantar aðeins herslumuninn.

Herslumunur er notað um smávegis átak til viðbótar svo að unnt sé að ljúka einhverju. Það er mjög oft notað í sambandinu það vantar aðeins/ekki nema herslumuninn og er þá átt við að lítið vanti upp á til að unnt sé að ljúka eða ganga frá einhverju verki sem verið er að vinna. Þetta gæti verið dregið af því þegar verið er að skrúfa rær eða bolta eins og myndin sýnir; sögnin að herða er þá oft höfð um síðasta átakið. Einnig eru sum tæki eða áhöld þannig gerð að það þarf að herða skrúfur í þeim sérstaklega eftir nokkra notkun.

Orðið virðist ekki gamalt í málinu. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá fyrri hluta 19. aldar.

Mynd: Giant wrench. Flickr.com. Höfundur myndar er Eric Rines. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.3.2007

Spyrjandi

Jósef Benónínson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Mig bráðvantar herslumun, hvar finn ég hann?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6538.

Guðrún Kvaran. (2007, 16. mars). Mig bráðvantar herslumun, hvar finn ég hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6538

Guðrún Kvaran. „Mig bráðvantar herslumun, hvar finn ég hann?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6538>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Mig bráðvantar herslumun, hvar finn ég hann?
Herslumunur er samsett orð úr hersla ‘herðing, það að herða; áreynsla’ og munur ‘mismunur, breyting’.


Hér vantar aðeins herslumuninn.

Herslumunur er notað um smávegis átak til viðbótar svo að unnt sé að ljúka einhverju. Það er mjög oft notað í sambandinu það vantar aðeins/ekki nema herslumuninn og er þá átt við að lítið vanti upp á til að unnt sé að ljúka eða ganga frá einhverju verki sem verið er að vinna. Þetta gæti verið dregið af því þegar verið er að skrúfa rær eða bolta eins og myndin sýnir; sögnin að herða er þá oft höfð um síðasta átakið. Einnig eru sum tæki eða áhöld þannig gerð að það þarf að herða skrúfur í þeim sérstaklega eftir nokkra notkun.

Orðið virðist ekki gamalt í málinu. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá fyrri hluta 19. aldar.

Mynd: Giant wrench. Flickr.com. Höfundur myndar er Eric Rines. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi....