- ^ I.N. Bindeman & 8 aðrir, 2022. Diverse mantle components with invariant oxygen isotopes in the 2021 Fagradalsfjall eruption, Iceland.. Nature Communications, 13, 3737.
- ^ Í náttúrunni eru þrjár stöðugar samsætur súrefnis, 16O (99,762%), 17O (0,038%) og 18O (0,200%) – samsætan 16O er sem sagt lang-algengust. Mismunandi massi veldur því að styrkur efnatengja samsætanna við önnur frumefni er ögn mismunandi – þyngri efni eru stöðugri – þannig að ýmis jarðfræðileg ferli hafa áhrif á hlutföll samsætanna, til dæmis er vatnsgufa „léttari“ en vatnið sem eftir situr.
Venjulega er hlutfallið milli 18O og 16O mælt (R = 18O /16O) og gildið miðað við staðal, SMOW (Standard Mean Ocean Water): mismunurinn (Rsýni – RSMOW) getur verið jákvæður (Rsýni > RSMOW) eða neikvæður (Rsýni < RSMOW) eftir því hvort sýnið er „þyngra“ eða „léttara“ en SMOW, og niðurstaðan gefin sem frávikið „delta O-18“ í prómillum (‰)
δ18O‰ = [(Rsýni – RSMOW) / RSMOW] * 1000.
- ^ Hið viðurkennda gildi δ18O‰ úthafsmöttulsins er +5,7‰, byggt á fjölda mælinga á rekhryggjum jarðar fjarri heitum reitum.
- I.N. Bindeman & fl. 2022.