Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1548 svör fundust
Hvernig getur lauslæti verið siðferðilegt álitamál?
Spurningin er einmitt skemmtilega orðuð þar sem því fer fjarri að lauslæti sé augljóslega siðferðilegt álitamál. Raunar hefur hugtakið það yfirbragð að um sé að ræða ámælisverða hegðun en til þess að svara spurningunni er líklega best að leiða það hjá sér um stund. Spurningin nýtist ágætlega til að leiðrétta þann ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur Hrafn Guðmundsson rannsakað?
Guðmundur Hrafn Guðmundsson er prófessor í frumulíffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Guðmundur stundar rannsóknir á náttúrulegu ónæmi með áherslu á bakteríudrepandi peptíð. Náttúrulegt ónæmi (e. innate immunity) er grunnvarnarkerfi gegn sýklum og myndar fyrstu varnarlínuna gegn örverum,...
Hvað unnu Gracchusarbræður sér helst til frægðar?
Bræðurnir Tiberius Sempronius Gracchus (164 – 133 f.Kr.) og Gaius Sempronius Gracchus (153 – 121 f.Kr.) voru rómverskir stjórnmálamenn sem reyndu að koma á ýmsum umbótum en fengu upp á móti sér íhaldssama stjórnmálamenn úr röðum yfirstéttarinnar og létust báðir í átökum við andstæðinga sína. Tiberius Gracchus v...
Af hverju fær fólk mjólkurofnæmi (óþol)?
Rétt er að byrja á því að benda á að mjólkurofnæmi og mjólkuróþol er ekki sami hluturinn. Mjólkurofnæmi er þegar um staðfest ofnæmi gegn mjólk er að ræða. Þeir sem hafa mjólkurofnæmi gætu sumir verið í lífshættu við það að fá mjólk. Mjólkuróþol er hins vegar samheiti fyrir nokkra þætti eins og mjólkursykuróþol, m...
Er hægt að klóna manneskju?
Miðað við það hversu margar tegundir spendýra hafa verið einræktaðar (klónaðar) er ekki loku fyrir það skotið að hægt væri að klóna manneskju. Það er því, að minnsta kosti fræðilegur, möguleiki á því hægt sé að klóna manneskju. Slík klónun fæli í sér að erfðaefni einnar manneskju væri komið fyrir í virkjuðu en kja...
Hvað er rómantík eða rómantíska stefnan?
Hugtakið rómantík er notað um stefnu í bókmenntum og listum sem kom fram í Evrópu um aldamótin 1800. Stefnan rann sitt skeið að mestu á enda um 1850 en áhrifa hennar gætti þó mun lengur og sums staðar eru tímamörkin önnur. Hér á landi er til að mynda litið svo á að rómantíska tímabilið í skáldskap standi frá 1830 ...
Af hverju kallast það að vera andvaka þegar maður getur ekki sofið?
Forskeytið and- merkti upphaflega 'gegn, á móti, (í átt) til' en það er einnig notað í merkingunni 'burt; frá'. Því er oft skeytt framan við nafnorð eða orð sem upphaflega voru leidd af nafnorði, til dæmis anddyri, andviðri, en algengara er að and- sé skeytt framan á orð leidd af sögnum, til dæmis andóf, andvígur....
Ef engin mótefni mælast hjá þeim sem hafa fengið COVID-19, geta þeir þá smitast aftur?
Upprunalega spurningin var: Ef ekki mælast mótefni en þú ert búinn að fá COVID getur þú þá smitast aftur? Stutta og einfalda svarið er eftirfarandi: „mögulega en líklegast ekki, að minnsta kosti ekki á næstu mánuðum”. Áður en lengra er haldið er rétt að skoða hvað átt er við með endursýkingu. Talað er ...
Er gott eða vont að nýta kaffikorg í garðinn til ræktunar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er gott eða vont að nýta notaðan kaffikorg í garðinn/ræktun? Ef það er gott í hvaða tilfellum? Það er mikið af misvísandi upplýsingum á vefnum en margir vilja endurnýta og vera vistvænir. Samfara aukinni umhverfisvitund hefur áhugi á endurvinnslu af öllu tagi færst í aukana og ...
Hvað gerði andspyrnuhreyfingin í seinni heimsstyrjöldinni?
Í andspyrnuhreyfingunni í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni voru margir og margvíslegir hópar sem beittu mismunandi aðferðum í baráttu sinni gegn nasistum, þýsku hernámi og hernaði, og kynþáttaofsóknum, eftir því við átti á hverjum stað. Hóparnir stunduðu njósnir og skæruhernað, dreifðu upplýsingum og áróðri, hjál...
Verða sterar leyfðir ef Ísland gengur í ESB?
Vefaukandi sterar (e. anabolic steroids) eru oft notaðir í læknisfræðilegum tilgangi. Spyrjandi á þó væntanlega ekki við slíka notkun, heldur ólöglega notkun þeirra. Verður spurningunni svarað út frá þeim formerkjum. Nánar má lesa um virkni vefaukandi stera í svari Vísindavefsins við spurningunni Hvernig verka vef...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í maí 2014?
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör maímánaðar á Vísindavefnum árið 2014 þessi hér: Þegar mér er bumbult, er mér þá ult í bumbinu eða bult í umbinu? Hvað er MÓSA-smit? Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða? Hvernig stendur á því að leitarhlið á flugvöllum pípa alltaf þegar...
Hvernig breytist snjór í jökulís?
Þegar snjór fellur á jörðina byrjar hann strax að umbreytast. Kristallarnir missa greinótta stjörnulögun sína (1. mynd), verða óreglulegri og renna síðan saman við aðra kristalla. 1. mynd. Snjókristall. Verður þá fyrst til grókornóttur snjór sem oft er kallaður hjarn. Ummyndunin heldur áfram og kornin verða...
Hvers vegna fá íslenskir hestar erlendis sumarexem og hvernig er hægt að koma í veg fyrir það?
Sumarexem er ofnæmi í hrossum gegn biti mýflugna af ættkvíslinni Culicoides. Sjúkdómurinn finnst ekki á Íslandi enda lifir flugan sem veldur ofnæminu ekki hér á landi. Öll hrossakyn geta fengið sjúkdóminn en íslenskir hestar fæddir á Íslandi virðast vera næmari (20-30%) en flest önnur hrossakyn (3-7%) og næmari en...
Oft hef ég heyrt að barnaníðingar séu uppkomin fórnarlömb kynferðisofbeldis, er það rétt?
Rannsóknir á kynferðisbrotum gegn börnum eiga sér langa sögu en umfang þeirra hefur vaxið mjög á síðustu áratugum. Brot af þessu tagi hafa lengi þekkst og víðast hvar verið fordæmd. Þó þekkjast dæmi þar sem kynferðislegar athafnir milli fullorðinna og barna hafa verið viðurkenndar (McCaghy og Capron, 1997). Nið...