Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Sumarexem er ofnæmi í hrossum gegn biti mýflugna af ættkvíslinni Culicoides. Sjúkdómurinn finnst ekki á Íslandi enda lifir flugan sem veldur ofnæminu ekki hér á landi. Öll hrossakyn geta fengið sjúkdóminn en íslenskir hestar fæddir á Íslandi virðast vera næmari (20-30%) en flest önnur hrossakyn (3-7%) og næmari en íslensk hross fædd á erlendri grund. Ástæðan er líklega sú að hross fædd erlendis mynda einhvers konar mótstöðu strax á unga aldri. Þess vegna beinast flestar rannsóknir að því að reyna að þróa bóluefni gegn sjúkdómnum sem hægt væri að bólusetja hesta með fyrir útflutning. Engin meðhöndlun er til við sumarexemi. Félag hrossabænda hefur gefið út bækling á ensku og þýsku með ráðleggingum til erlendra hestaeiganda um það hvernig draga megi úr hættu á að hross fái þennan sjúkdóm:
1. Setjið hestana ekki út snemma á morgnana og á kvöldin (í ljósaskiptum) því að þá er flugan mest á ferðinni.
2. Hestarnir verða að geta leitað skjóls í dimmu, svölu hesthúsi á daginn því að flugan leitar ekki inn í slík hús.
3. Forðist votlend beitarsvæði. Best er að vera sem næst sjávarsíðunni, í 800 - 1000 m hæð yfir sjávarmáli eða á vindasömum stað því að flugan þrífst ekki á þessum stöðum.
4. Ef hestaeiganda grunar að hross sé að fá sumarexem skal strax hafa samband við dýralækni sem getur gefið lyf sem draga úr kláða og þar með komið í veg fyrir skaða á húð.
5. Flugnafælur (áburðir, úðar o.þ.h.og jafnvel hvítlaukur) hafa reynst vel í því skyni að halda flugunni frá hrossunum.
Eggert Gunnarsson. „Hvers vegna fá íslenskir hestar erlendis sumarexem og hvernig er hægt að koma í veg fyrir það?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2000, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=137.
Eggert Gunnarsson. (2000, 22. febrúar). Hvers vegna fá íslenskir hestar erlendis sumarexem og hvernig er hægt að koma í veg fyrir það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=137
Eggert Gunnarsson. „Hvers vegna fá íslenskir hestar erlendis sumarexem og hvernig er hægt að koma í veg fyrir það?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2000. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=137>.