Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Verða sterar leyfðir ef Ísland gengur í ESB?

Lena Mjöll Markusdóttir

Vefaukandi sterar (e. anabolic steroids) eru oft notaðir í læknisfræðilegum tilgangi. Spyrjandi á þó væntanlega ekki við slíka notkun, heldur ólöglega notkun þeirra. Verður spurningunni svarað út frá þeim formerkjum. Nánar má lesa um virkni vefaukandi stera í svari Vísindavefsins við spurningunni Hvernig verka vefaukandi sterar?

Á Íslandi er notkun vefaukandi stera bönnuð. Hér á landi eru þeir fyrst og fremst misnotaðir í tengslum við kraftíþróttir, svo sem lyftingar og vaxtarrækt.

Vefaukandi sterar í töfluformi.

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst eru engar samræmdar reglur innan Evrópusambandsins sem leyfa eða banna misnotkun vefaukandi stera. Af því leiðir að aðildarríkjum ESB er í sjálfsvald sett hvort þau leggi bann við misnotkun þeirra. Víðast hvar innan sambandsins virðist misnotkun þeirra þó vera ólögleg. Í Bretlandi eru vefaukandi sterar til að mynda flokkaðir sem ólögleg fíkniefni og þá er eingöngu hægt að kaupa í læknifræðilegum tilgangi gegn framvísun lyfseðils. Svipaðar reglur gilda í Danmörku og Svíþjóð. Á Íslandi mundu vefaukandi sterar því ekki verða löglegir við inngöngu í Evrópusambandið.

Þrátt fyrir skort á samhæfðum Evrópureglum um misnotkun vefaukandi stera leggst sambandið hins vegar opinberlega gegn misnotkun þeirra, sem og raunar annarra fíkniefna. Árið 2012 var til að mynda gefin út skýrsla á vegum ráðsins um misnotkun áhugaíþróttafólks á vefaukandi sterum. Beinist sú umfjöllun sérstaklega að þeim sem stunda vaxtarrækt. Þar segir að misnotkun vefaukandi stera hjá þessum hópi sé vaxandi vandamál innan Evrópusambandsins. Leggja þurfi meiri áherslu á að sporna gegn misnotkun steranna hjá þessum hópi fólks, líkt og gert hefur verið hjá atvinnuíþróttafólki. Það sé meðal annars gert með auknu samstarfi, fræðslu og upplýsingaflæði milli ESB-ríkja. Koma þurfi upp rammaáætlun um samhæfðar rannsóknir og refsiaðgerðir vegna smygls og sölu vefaukandi stera yfir landamæri.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Lena Mjöll Markusdóttir

laganemi og verkefnastjóri á Evrópuvefnum

Útgáfudagur

31.1.2014

Spyrjandi

Hrund

Tilvísun

Lena Mjöll Markusdóttir. „Verða sterar leyfðir ef Ísland gengur í ESB?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2014, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65196.

Lena Mjöll Markusdóttir. (2014, 31. janúar). Verða sterar leyfðir ef Ísland gengur í ESB? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65196

Lena Mjöll Markusdóttir. „Verða sterar leyfðir ef Ísland gengur í ESB?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2014. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65196>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Verða sterar leyfðir ef Ísland gengur í ESB?
Vefaukandi sterar (e. anabolic steroids) eru oft notaðir í læknisfræðilegum tilgangi. Spyrjandi á þó væntanlega ekki við slíka notkun, heldur ólöglega notkun þeirra. Verður spurningunni svarað út frá þeim formerkjum. Nánar má lesa um virkni vefaukandi stera í svari Vísindavefsins við spurningunni Hvernig verka vefaukandi sterar?

Á Íslandi er notkun vefaukandi stera bönnuð. Hér á landi eru þeir fyrst og fremst misnotaðir í tengslum við kraftíþróttir, svo sem lyftingar og vaxtarrækt.

Vefaukandi sterar í töfluformi.

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst eru engar samræmdar reglur innan Evrópusambandsins sem leyfa eða banna misnotkun vefaukandi stera. Af því leiðir að aðildarríkjum ESB er í sjálfsvald sett hvort þau leggi bann við misnotkun þeirra. Víðast hvar innan sambandsins virðist misnotkun þeirra þó vera ólögleg. Í Bretlandi eru vefaukandi sterar til að mynda flokkaðir sem ólögleg fíkniefni og þá er eingöngu hægt að kaupa í læknifræðilegum tilgangi gegn framvísun lyfseðils. Svipaðar reglur gilda í Danmörku og Svíþjóð. Á Íslandi mundu vefaukandi sterar því ekki verða löglegir við inngöngu í Evrópusambandið.

Þrátt fyrir skort á samhæfðum Evrópureglum um misnotkun vefaukandi stera leggst sambandið hins vegar opinberlega gegn misnotkun þeirra, sem og raunar annarra fíkniefna. Árið 2012 var til að mynda gefin út skýrsla á vegum ráðsins um misnotkun áhugaíþróttafólks á vefaukandi sterum. Beinist sú umfjöllun sérstaklega að þeim sem stunda vaxtarrækt. Þar segir að misnotkun vefaukandi stera hjá þessum hópi sé vaxandi vandamál innan Evrópusambandsins. Leggja þurfi meiri áherslu á að sporna gegn misnotkun steranna hjá þessum hópi fólks, líkt og gert hefur verið hjá atvinnuíþróttafólki. Það sé meðal annars gert með auknu samstarfi, fræðslu og upplýsingaflæði milli ESB-ríkja. Koma þurfi upp rammaáætlun um samhæfðar rannsóknir og refsiaðgerðir vegna smygls og sölu vefaukandi stera yfir landamæri.

Heimildir og mynd:

...