Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig breytist snjór í jökulís?

Oddur Sigurðsson

Þegar snjór fellur á jörðina byrjar hann strax að umbreytast. Kristallarnir missa greinótta stjörnulögun sína (1. mynd), verða óreglulegri og renna síðan saman við aðra kristalla.

1. mynd. Snjókristall.

Verður þá fyrst til grókornóttur snjór sem oft er kallaður hjarn. Ummyndunin heldur áfram og kornin verða stærri en loft leikur um snjókornin og vatn getur hripað gegn um snjólagið. Það myndast víða íslög í snjónum (2. mynd).

2. mynd. Snjór af 13-16 m dýpi í borholu á Hofsjökli. Íslögin eru greinileg.

Að lokum renna snjókornin saman í þéttan ís með mörgum loftbólum (3. mynd) en þá getur vatn ekki lengur hripað í gegn um ísinn. Á íslenskum jöklum verður þetta gjarnan þegar snjórinn er orðinn um 30-40 m þykkur (4. mynd).

3. mynd. Borkjarni af 40-43 m dýpi í Hofsjökli. Hluti af kjarnanum er tær ís.

4. mynd. Loftbólur í ískjarna af 90 m dýpi í Hofsjökli.

Síðan vaxa ískristallarnir smám saman eftir því sem ísinn eldist. Ef ísinn er lagður milli ljósskautunarplatna (e. polaroid filter) koma fram sérkennilegir litir, mismunandi á hverjum kristal (5. mynd).

5. mynd. Þunnsneið af jökulís séð gegn um ljósskautunarsíur. Hver ískristall tekur lit eftir því hvernig hann snýr.

Myndir:

Höfundur

jarðfræðingur hjá Orkustofnun

Útgáfudagur

16.10.2014

Síðast uppfært

16.5.2024

Spyrjandi

Magnús Daníel Einarsson

Tilvísun

Oddur Sigurðsson. „Hvernig breytist snjór í jökulís?“ Vísindavefurinn, 16. október 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55980.

Oddur Sigurðsson. (2014, 16. október). Hvernig breytist snjór í jökulís? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55980

Oddur Sigurðsson. „Hvernig breytist snjór í jökulís?“ Vísindavefurinn. 16. okt. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55980>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig breytist snjór í jökulís?
Þegar snjór fellur á jörðina byrjar hann strax að umbreytast. Kristallarnir missa greinótta stjörnulögun sína (1. mynd), verða óreglulegri og renna síðan saman við aðra kristalla.

1. mynd. Snjókristall.

Verður þá fyrst til grókornóttur snjór sem oft er kallaður hjarn. Ummyndunin heldur áfram og kornin verða stærri en loft leikur um snjókornin og vatn getur hripað gegn um snjólagið. Það myndast víða íslög í snjónum (2. mynd).

2. mynd. Snjór af 13-16 m dýpi í borholu á Hofsjökli. Íslögin eru greinileg.

Að lokum renna snjókornin saman í þéttan ís með mörgum loftbólum (3. mynd) en þá getur vatn ekki lengur hripað í gegn um ísinn. Á íslenskum jöklum verður þetta gjarnan þegar snjórinn er orðinn um 30-40 m þykkur (4. mynd).

3. mynd. Borkjarni af 40-43 m dýpi í Hofsjökli. Hluti af kjarnanum er tær ís.

4. mynd. Loftbólur í ískjarna af 90 m dýpi í Hofsjökli.

Síðan vaxa ískristallarnir smám saman eftir því sem ísinn eldist. Ef ísinn er lagður milli ljósskautunarplatna (e. polaroid filter) koma fram sérkennilegir litir, mismunandi á hverjum kristal (5. mynd).

5. mynd. Þunnsneið af jökulís séð gegn um ljósskautunarsíur. Hver ískristall tekur lit eftir því hvernig hann snýr.

Myndir:

...