Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig getur lauslæti verið siðferðilegt álitamál?

Henry Alexander Henrysson

Spurningin er einmitt skemmtilega orðuð þar sem því fer fjarri að lauslæti sé augljóslega siðferðilegt álitamál. Raunar hefur hugtakið það yfirbragð að um sé að ræða ámælisverða hegðun en til þess að svara spurningunni er líklega best að leiða það hjá sér um stund. Spurningin nýtist ágætlega til að leiðrétta þann misskilning að siðfræði, sú fræðigrein sem snýst um að greina siðferðileg álitamál, feli í sér einhvers konar siðaboðskap. Slíkur boðskapur er ekki markmið hennar enda mannlegt siðferði margbrotið fyrirbæri. Í sumum hópum þykir ekkert að því að eiga fjölmarga rekkjunauta á meðan aðrir hópar berjast hatrammlega gegn kynferðislegu samlífi fólks. Flestir eru þó sammála um að kynlíf sé eðlilegur en vandmeðfarinn hluti þess að einstaklingar þrói með sér náin kynni og að enginn einn mælikvarði geti sagt fyrir um hvað sé eðlilegt í þessum efnum. Og fyrir því eru til ágæt rök sem hægt er að beita siðfræði til að ígrunda nánar.

Líklega má svara spurningunni í grófum dráttum þannig að þar sem fólk greinir á um hversu ásættanlegt það sé að eiga sér fjölda rekkjunauta þá ættum við að líta á lauslæti sem siðferðilegt álitamál. Í því felst ekki að lauslæti sé fordæmt heldur að við ættum að staldra við og skoða það nánar, til dæmis með aðferðum siðfræðinnar. Mannlegu siðferði verður aldrei stjórnað en það þarf ekki að fela í sér að skoðanir almennings – ríkjandi skoðanir – sé eini mælikvarðinn á rétt og rangt. Með hjálp siðfræði mætti til dæmis reyna að rýna í rök þeirra sem gagnrýna, oft á nokkuð teprulegan máta, fólk sem stundar eða hefur stundað kynlíf með fjölda fólks. Slík siðfræðigreining gæti falist í því að reyna að afhjúpa ósannindi og alhæfingar um lauslæti. Einnig gæti hún skoðað hvort lauslæti gangi gegn þekktum siðferðilegum meginreglum eins og þeirra að hefta ekki sjálfræði fólks, varast það sem getur valdið skaða og gæta sanngirni í mannlegum samskiptum. Að lokum mætti ígrunda hvort ákveðin hegðun auki hirðu- og kæruleysi í samfélaginu þar sem hún sé dæmi um að ekki sé hugsað um afleiðingar skoðana og athafna.

Lauslæti er líklega siðferðilega ámælisvert ef hegðunin felur í sér að viðkomandi brýtur gegn trausti annarrar manneskju, reynir á samheldni nánasta samfélags síns eða gefur eigin sjálfsvirðingu langt nef.

Slík greining dugir hvorki til að hampa eða fordæma lauslæti en hún vekur upp mikilvægar siðferðilegar spurningar sem mætti skipta í þrjá flokka. Augljósasta spurningin er hvort ákveðin athöfn feli í sér brot á trausti milli einstaklinga. Framhjáhald er þekktasta form slíkra brota. Önnur spurning er hvernig hvert samfélag er í stakk búið til að takast á við lauslæti. Hér þarf viðkvæmni fyrir kynlífi ekki að vera mikilvægast heldur getur stærð samfélagsins til dæmis leikið lykilhlutverk í því hvort lauslæti reyni á samheldni milli fólks. Síðasta spurningin er hvort lauslætið hafi áhrif á heilindi viðkomandi, hvort hann eða hún sýni sjálfum sér nægilega virðingu og sé sátt(ur) við ákvarðanir sínar og athafnir.

Svarið við spurningunni er því að lauslæti geti verið siðferðilegt álitamál vegna þess að fólk greinir á um það. Spurningin hvort lauslæti sé siðferðilega ámælisvert er flóknari en líklega má svara henni játandi ef hegðunin felur í sér að viðkomandi brýtur gegn trausti annarrar manneskju, reynir á samheldni nánasta samfélags síns eða gefur eigin sjálfsvirðingu langt nef.

Mynd:

Höfundur

Henry Alexander Henrysson

doktor í heimspeki

Útgáfudagur

1.9.2015

Spyrjandi

Kolfinna Snæbjarnardóttir

Tilvísun

Henry Alexander Henrysson. „Hvernig getur lauslæti verið siðferðilegt álitamál?“ Vísindavefurinn, 1. september 2015, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=20128.

Henry Alexander Henrysson. (2015, 1. september). Hvernig getur lauslæti verið siðferðilegt álitamál? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=20128

Henry Alexander Henrysson. „Hvernig getur lauslæti verið siðferðilegt álitamál?“ Vísindavefurinn. 1. sep. 2015. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=20128>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig getur lauslæti verið siðferðilegt álitamál?
Spurningin er einmitt skemmtilega orðuð þar sem því fer fjarri að lauslæti sé augljóslega siðferðilegt álitamál. Raunar hefur hugtakið það yfirbragð að um sé að ræða ámælisverða hegðun en til þess að svara spurningunni er líklega best að leiða það hjá sér um stund. Spurningin nýtist ágætlega til að leiðrétta þann misskilning að siðfræði, sú fræðigrein sem snýst um að greina siðferðileg álitamál, feli í sér einhvers konar siðaboðskap. Slíkur boðskapur er ekki markmið hennar enda mannlegt siðferði margbrotið fyrirbæri. Í sumum hópum þykir ekkert að því að eiga fjölmarga rekkjunauta á meðan aðrir hópar berjast hatrammlega gegn kynferðislegu samlífi fólks. Flestir eru þó sammála um að kynlíf sé eðlilegur en vandmeðfarinn hluti þess að einstaklingar þrói með sér náin kynni og að enginn einn mælikvarði geti sagt fyrir um hvað sé eðlilegt í þessum efnum. Og fyrir því eru til ágæt rök sem hægt er að beita siðfræði til að ígrunda nánar.

Líklega má svara spurningunni í grófum dráttum þannig að þar sem fólk greinir á um hversu ásættanlegt það sé að eiga sér fjölda rekkjunauta þá ættum við að líta á lauslæti sem siðferðilegt álitamál. Í því felst ekki að lauslæti sé fordæmt heldur að við ættum að staldra við og skoða það nánar, til dæmis með aðferðum siðfræðinnar. Mannlegu siðferði verður aldrei stjórnað en það þarf ekki að fela í sér að skoðanir almennings – ríkjandi skoðanir – sé eini mælikvarðinn á rétt og rangt. Með hjálp siðfræði mætti til dæmis reyna að rýna í rök þeirra sem gagnrýna, oft á nokkuð teprulegan máta, fólk sem stundar eða hefur stundað kynlíf með fjölda fólks. Slík siðfræðigreining gæti falist í því að reyna að afhjúpa ósannindi og alhæfingar um lauslæti. Einnig gæti hún skoðað hvort lauslæti gangi gegn þekktum siðferðilegum meginreglum eins og þeirra að hefta ekki sjálfræði fólks, varast það sem getur valdið skaða og gæta sanngirni í mannlegum samskiptum. Að lokum mætti ígrunda hvort ákveðin hegðun auki hirðu- og kæruleysi í samfélaginu þar sem hún sé dæmi um að ekki sé hugsað um afleiðingar skoðana og athafna.

Lauslæti er líklega siðferðilega ámælisvert ef hegðunin felur í sér að viðkomandi brýtur gegn trausti annarrar manneskju, reynir á samheldni nánasta samfélags síns eða gefur eigin sjálfsvirðingu langt nef.

Slík greining dugir hvorki til að hampa eða fordæma lauslæti en hún vekur upp mikilvægar siðferðilegar spurningar sem mætti skipta í þrjá flokka. Augljósasta spurningin er hvort ákveðin athöfn feli í sér brot á trausti milli einstaklinga. Framhjáhald er þekktasta form slíkra brota. Önnur spurning er hvernig hvert samfélag er í stakk búið til að takast á við lauslæti. Hér þarf viðkvæmni fyrir kynlífi ekki að vera mikilvægast heldur getur stærð samfélagsins til dæmis leikið lykilhlutverk í því hvort lauslæti reyni á samheldni milli fólks. Síðasta spurningin er hvort lauslætið hafi áhrif á heilindi viðkomandi, hvort hann eða hún sýni sjálfum sér nægilega virðingu og sé sátt(ur) við ákvarðanir sínar og athafnir.

Svarið við spurningunni er því að lauslæti geti verið siðferðilegt álitamál vegna þess að fólk greinir á um það. Spurningin hvort lauslæti sé siðferðilega ámælisvert er flóknari en líklega má svara henni játandi ef hegðunin felur í sér að viðkomandi brýtur gegn trausti annarrar manneskju, reynir á samheldni nánasta samfélags síns eða gefur eigin sjálfsvirðingu langt nef.

Mynd:

...