Lýsingarorðið andvaka 'vakandi, svefnvana' og nafnorðið andvaka 'vaka, það að geta ekki sofið' eru sennilega leidd af fornri germanskri sögn *and-wakan sem til var í fornensku onwacan í merkingunni 'vakna'. Í færeysku er til nafnorðið andvekur í merkingunni 'svefnleysi', í nýnorsku andvake í sömu merkingu og lýsingarorðið andvaken 'svefnlaus'. Í öllum málunum kemur neikvæð merking viðskeytisins fram. Sá sem er andvaka vakir gegn vilja sínum. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Af hverju vaknar maður um nætur án þess að heyra hávaða eða vera með martröð og hvers vegna verður maður andvaka? eftir JGÞ
- Eru til einhver ráð til þess að sofa betur? eftir Bryndísi Benediktsdóttur
- Af hverju kippist fólk oft við þegar það er að sofna? eftir Valtý Stefánsson Thors
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- Telegraph.co.uk. Sótt 29.10.2009.