Svefnleysi háir mörgum.
- Mikilvægast er að fara á fætur á sama tíma á hverjum morgni. Forðastu að leggja þig á daginn og farðu í háttinn á svipuðum tíma öll kvöld.
- Farðu fram úr rúminu ef þú getur ekki sofnað og gerðu eitthvað annað. Lestu til dæmis í góðri bók eða hlustaðu á rólega tónlist. Leggðu þig svo aftur þegar þig syfjar á ný.
- Dagleg líkamleg áreynsla leiðir til dýpri svefns, en óreglulegar æfingar, einkum seint á kvöldin, hafa engin eða jafnvel slæm áhrif á svefninn nóttina eftir.
- Rólegheit að kvöldi auðvelda þér að sofna. Forðastu mikla líkamsáreynslu og hugaræsing. Betra er að hafa daufa lýsingu í kringum sig á kvöldin.
- Kaffi truflar svefn og rétt er að neyta þess í hófi og aldrei eftir kvöldmat. Sama máli gegnir um te og kóladrykki.
- Forðast ber neyslu áfengra drykkja, en alkóhól truflar svefn.
- Létt máltíð fyrir svefninn hjálpar mörgum að sofna, til dæmis flóuð mjólk og brauðsneið.
- Heitt bað stuttu fyrir háttinn getur auðveldað sumum að sofna.
- Hafðu hitastigið í svefnherberginu hæfilega svalt. Sofðu við opinn glugga og hafðu dimmt inni hjá þér. Gakktu úr skugga um að rúmið þitt sé þægilegt. Forðastu að horfa á sjónvarpið úr rúminu. Reyndu að draga úr hávaða kringum þig.
Þetta svar er hluti greinar af vefsetrinu Persóna.is og birtist örlítið breytt á Vísindavefnum með góðfúslegu leyfi aðstandenda þess. Með því að smella hér er hægt að nálgast ítarlegri útgáfu af svarinu.
Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd
- Af hverju ganga sumir í svefni? eftir Heiðu Maríu Sigurðardóttur.
- Af hverju kippist fólk oft við þegar það er að sofna? eftir Valtý Stefánsson Thors.
- Breytist svefnþörf með aldri fólks? eftir Magnús Jóhannsson.
- Getur ofgnótt streituhormónsins kortisól valdið svefnleysi? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur.
- Hvað er martröð og hvað orsakar hana? eftir Kristófer Þorleifsson.
- Hvernig er best að svæfa börn? eftir Örnu Skúladóttur.
- Hvers vegna gnístir fólk tönnum í svefni? eftir Magnús Jóhannsson.
- Mynd: Insomnia. Flickr.com. Höfundur myndar er babblingdweeb. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.