Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerði andspyrnuhreyfingin í seinni heimsstyrjöldinni?

Skúli Sæland

Í andspyrnuhreyfingunni í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni voru margir og margvíslegir hópar sem beittu mismunandi aðferðum í baráttu sinni gegn nasistum, þýsku hernámi og hernaði, og kynþáttaofsóknum, eftir því við átti á hverjum stað. Hóparnir stunduðu njósnir og skæruhernað, dreifðu upplýsingum og áróðri, hjálpuðu Gyðingum og öðrum ofsóttum hópum, studdu flugmenn Bandamanna sem höfðu lent handan víglínunnar, trufluðu samgöngur sem skiptu máli fyrir Þjóðverja, undirbjuggu þátttöku sína í innrás Bandamanna þegar að henni kæmi og þannig mætti lengi telja. Andspyrnuhreyfingin átti þó nokkurn þátt í uppbyggingu eftir stríðið í sumum löndum og til dæmis í Júgóslavíu stóðu áhrif hennar í 4-5 áratugi eftir stríðið. Hún er einnig talin hafa haft nokkur áhrif til að efla samvinnu milli landa á árunum eftir að stríðinu lauk.

***

Í andspyrnuhreyfingunni eða neðanjarðarhreyfingunni eins og hún var líka stundum nefnd voru margvíslegir og iðulega sundurleitir smáhópar sem börðust með einum eða öðrum hætti gegn yfirráðum nasista í Evrópu. Oft voru þetta almennir borgarar og fjölskyldur sem lifðu venjulegi lífi á daginn en stunduðu leynileg störf fyrir andspyrnuna þegar rökkva tók. Eftirtektarvert er hve auðveldlega börn andspyrnumeðlima löguðu sig að þessu tvískipta lífi og tóku jafnvel fullan þátt í starfsemi þeirra.

Andspyrnuhreyfingar í Evrópu börðust gegn yfirráðum Hitlers og nasista.

Neðanjarðarstarfsemin var við líði á öllu yfirráðasvæði Möndulveldanna og voru kommúnískar hreyfingar áberandi í Belgíu, Frakklandi, Grikklandi og Júgóslavíu. Yfirleitt tengdust þó flestir andspyrnuhóparnir útlagastjórnum eða sigruðum her landa sinna. Pólska andspyrnuhreyfingin, sú norska, danska, hollenska og stór hluti þeirra belgísku, frönsku og grísku fellur í þann flokk.

Ekki er vitað hversu margir tóku þátt í starfi andspyrnunnar. Þátttakendum fjölgaði mjög þegar leið á stríðið, Þjóðverjar hófu að flytja menn til þrælkunarvinnu í Þýskalandi og ljóst varð að þeir voru að tapa stríðinu.

Mikill munur er á því að vera andsnúinn yfirráðum erlends hers og að taka virkan þátt í andspyrnu. Talið er að einungis um 2% frönsku þjóðarinnar hafi tekið þátt í frönsku andspyrnuhreyfingunni fyrri hluta árs 1944, þegar starfsemi hennar náði hámarki, en á sama tíma voru að minnsta kosti jafnmargir Frakkar ef ekki fleiri að berjast gegn andspyrnuhreyfingunni. Vopnaðir hópar skæruliða voru í augum margra einungis ótíndir glæpamenn.


Skæruliðarnir héldu til í dreifbýlinu þar sem eftirlitssveitir Þjóðverja náðu þeim ekki og sultu oft heilu hungri ef vinsamlegir bændur komu ekki matvælum til þeirra. Aðferðir andspyrnumanna voru oft og tíðum ekki síður miskunnarlausar en öryggissveitanna og menn voru hiklaust drepnir ef grunur vaknaði um samstarf við óvininn – þar á meðal aðra andspyrnuhópa.


Andspyrnuhóparnir beittu margvíslegum aðferðum til að takast á við Þjóðverja og samverkamenn þeirra. Meginaðferðirnar voru dulið eða „passívt” viðnám annars vegar og virkt eða vopnað viðnám hins vegar.


Dulið viðnám fól í sér myndun njósnahringja og dreifingu blaða og bæklinga með andnasískum áróðri og fregnum af góðu gengi bandamanna. Sumir mynduðu flóttahópa og einbeittu sér að því að hjálpa gyðingum og öðrum „óæskilegum” að dyljast eða flýja ofsóknir nasista. Sömuleiðis var flugmönnum Bandamanna sem höfðu verið skotnir niður yfir yfirráðasvæðum Þjóðverja hjálpað að komast undan eftirlitssveitum þeirra.


Virk andspyrna fól hins vegar í sér skemmdarverk, morð á Þjóðverjum og aðstoðarmönnum þeirra og jafnvel myndun vopnaðra skæruliðahópa sem héldu yfirleitt til í óbyggðum, svo sem í suðurhluta Frakklands, fjalllendi Balkanskagans eða víðáttum Úkraínu. Þessir skæruliðar gerðu leiftursnöggar árásir á illa varin skotmörk Möndulveldanna eins og brýr og lestarteina og hurfu síðan jafnharðan í felur út í óbyggðirnar. Þessar árásir ollu Þjóðverjum oft og tíðum miklum búsifjum og neyddu þá til að halda úti fjölmennum hersveitum til að verjast þeim.


Kommúnískar andspyrnuhreyfingar voru mjög áberandi í stríðinu eftir að Hitler réðst inn í Sovétríkin í júní 1941. Mikil tortryggni og oft og tíðum óvild ríkti í garð kommúnista innan evrópskra ríkja fyrir stríðið og ekki bætti friðarsamningur Stalíns við Hitler úr skák, þegar þeir skiptu Póllandi upp á milli sín við upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari. Þetta olli því að andspyrnuhóparnir áttu mjög erfitt með samstarf og börðust oft jafnmikið sín á milli og gegn yfirráðum Þjóðverja. Sérstaklega bar á þessu á milli kommúnískrar skæruliðahreyfingar Josip Broz Titos og serbneskra þjóðernissinna sem nefndust Chetnika og voru undir stjórn Dragoljub Mihailovic, en báðir þessir menn ráku um skeið öflugar skæruliðasveitir í gömlu Júgóslavíu.


Mismunandi baráttuaðferðir og markmið fylkinga neðanjarðarhreyfingarinnar komu skýrt fram í Frakklandi þar sem andspyrnuhreyfingar kommúnista, Francs-Tireurs Partisans (FTP), börðust samkvæmt eigin hugmyndafræði, réðust hiklaust á Þjóðverja og ollu skemmdarverkum án nokkurs tillits til þess hversu árangursríkar aðgerðirnar voru eða hversu illa hefndaraðgerðir Þjóðverja gátu bitnað á almenningi.

Leyniherinn, Armée Secréte (AS), sem fylgdi de Gaulle og vesturveldunum að málum vann hins vegar með meiri gætni.


Leyniherinn hvatti andspyrnumenn til að njósna og birgja sig upp af vopnum, en stunda ekki skemmdarverk eða árásir ef hefndaraðgerðir Þjóðverja yrðu of dýru verði keyptar miðað við árangur aðgerðanna. Markmið leynihersins var að bíða átekta eftir innrásardeginum mikla þegar bandamenn myndu ráðast inn í Frakkland. Þá kæmu dulmálsskilaboð frá London og tugþúsundir AS-meðlima mundu grípa til vopna og valda svo miklum glundroða og skemmdum á samgönguæðum í Frakklandi að viðbrögð þýska hersins við innrásinni yrðu margfalt svifaseinni en ella.


Þessi aðferð hlífði saklausum almenningi betur við hryllingi stríðsins. Baráttuaðferð FTP vakti hins vegar upp aðdáun og stolt á meðal margra Frakka sem fannst FTP halda uppi merkjum franskrar andspyrnu.


Meðal Bandamanna voru deildar meiningar um mikilvægi neðanjarðarhreyfingarinnar en þeir gerðu sér þó ljóst að með því að hlúa að þessari starfsemi gátu þeir valdið Þjóðverjum miklum erfiðleikum. Vesturveldin fólu því Aðgerðadeild sérverkefna (e. Special Operations Executive, SOE) að smygla vopnum og vistum til andspyrnuhópanna auk þess sem SOE reyndi að samhæfa aðgerðir þeirra. Í A-Evrópu sáu Sovétmenn um samskiptin við kommúnískar andspyrnuhreyfingar.

Rétt er að fjalla sérstaklega um andspyrnuhreyfingar þriggja landa:


Frönsku andspyrnuhóparnir voru mjög sundurleitir en flestir fylgdu AS að málum. FTP voru aftur á móti mjög áberandi. Árið 1943 náðist tímabundið sameiginleg yfirstjórn innan AS með stofnun Foringjaráðs landsbandalags andspyrnunnar (f. Conseil National de la Résistance) undir stjórn Jean Moulin, sem sameinaði þá undir merkjum Frjálsra Frakka de Gaulles hershöfðingja. Ári síðar urðu vopnaðar skæruliðahreyfingar Frakka sem gengu undir nafninu maquis (dregið af kjarrgróðrinum sem þær duldust í) formlega hluti af hersveitum Frakka (f. Forces Francaises de l’Intérieur, FFI). Eftir að bandamenn réðust inn í Frakkland 6. júní 1944 hóf FFI virkar hernaðaraðgerðir, enda má segja að stór hluti franskra sveita, sérstaklega í suðurhlutanum, væru þá þegar á valdi þeirra. FFI ollu Þjóðverjum talsverðum erfiðleikum við flutning herdeilda og birgða er þeir reyndu að verjast sókn bandamanna í Frakklandi og þær áttu einnig heiðurinn af hertöku Parísar í ágúst sama ár.


Heimaherinn (p. Armia Krajowa [AK]) var öflugasta andspyrnuhreyfingin í Póllandi og studdi pólsku útlagastjórnina í London. AK stóð fyrir mikilli uppreisn í Varsjá 1. ágúst 1944 undir stjórn Tadeuszar Bór-Komorowski hershöfðingja, en það var í þann mund er sovéski herinn var við það að hertaka borgina. Bór-Komorowski hafði um 50.000 manna lið og með því náði hann að hertaka mestalla borgina og halda henni næstu 63 daga. Af einhverjum orsökum komu Sovétmenn uppreisnarmönnum ekki til hjálpar þrátt fyrir að vera örskammt undan og leyfðu hvorki Bretum né Bandaríkjamönnum að varpa vopnum og vistum til þeirra. Sumir telja að Stalín hafi séð sér leik á borði og ákveðið að leyfa Þjóðverjum að berja niður uppreisnina til að auðvelda sér að koma leppstjórn til valda í Póllandi, eftir að hafa náð landinu úr höndum Þjóðverja.


Sovétmenn gerðu sér strax grein fyrir nytsemi andspyrnuliða á víðáttum A-Evrópu, enda var minning borgarastríðsins þeim enn í fersku minni. Strax árið 1941 hófu þeir að undirbúa skæruliðaflokka (r. otryadi) og skemmdarverkahópa (r. diversionnye gruppy) sem skyldu fara í felur á meðan Þjóðverjar sæktu fram hjá þeim. Hóparnir áttu síðan að ná sambandi við sigraða sovéska herflokka sem hefðu leitað í felur og aðra andspyrnumenn og saman áttu þeir að hefja alls konar skæruliðastarfsemi. Þrátt fyrir töluverð skakkaföll í upphafi lærðu Sovétmenn af mistökum sínum og alþýðan á hernumdu svæðunum fór að snúast æ meir á sveif með þeim þegar á leið. Svo fór að skæruliðahreyfingar A-Evrópu ollu Þjóðverjum ómældum erfiðleikum að koma ýmsum birgðum til framlínuhersveita sinna.


Til varnar andspyrnuhreyfingunum beittu nasistar Öryggisþjónustu ríkisins (þ. Reichs Sicherheitshauptamt [RSHA]) sem heyrði undir SS-sveitir Heinrichs Himmlers. Innan hennar voru margar stofnanir, en af þeim óttuðust flestir Leynilögreglu ríkisins (þ. Geheime Staatspolizei [Gestapo]). Til að koma í veg fyrir hugsanlega andspyrnu var Gestapo heimilt að beita fyrirbyggjandi handtökum, yfirheyra, pynta, senda menn í fangabúðir og myrða grunaða andspyrnumenn og ekki var hægt að áfrýja ákvörðunum hennar. Á hápunkti valda sinna störfuðu 45.000 menn í Gestapo auk þess sem 60.000 útsendarar og allt að 100.000 uppljóstrarar störfuðu á hennar vegum.


Stofnanavæðing nasista var oft ruglingsleg og hamlandi en meðal annarra stofnana sem börðust gegn andspyrnunni má nefna Glæpalögregluna (þ. Kriminal Polizei [Kripo]) og innanlandsdeild Öryggisþjónustunnar (þ. Inland Sicherheitsdienst [SD]). Þessar stofnanir áttu takmarkað samstarf og kepptu iðulega sín á milli um völd og áhrif. Ekki má svo hætta þessari upptalningu án þess að nefna Sérverkefnasveitirnar (þ. Einsatzgruppen) sem voru líklega ógeðfelldustu liðssveitir Þriðja ríkisins og þó er úr nógu úr að moða. Starfsvettvangur þeirra var í A-Evrópu og þær voru hreinar aftöku- og morðsveitir. Markmið þeirra var að útrýma slövum, gyðingum, sígaunum og öðrum sem nasistar töldu óæskilega. Framganga þeirra átti stóran þátt í því hve stór hluti íbúa A-Evrópu sem upphaflega hafði fagnað Þjóðverjum sem frelsurum snerist gegn þeim og hóf skæruhernað. Himmler var þótt furðulegt megi virðast ánægður með skæruhernaðinn því það gaf honum tækifæri á að dylja raunverulegt hlutverk Einsatzgruppen og láta sem þeim væri ætlað að berjast gegn skæruliðum.


Þegar litið er yfir árangur andspyrnuhreyfingarinnar í síðari heimsstyrjöld stendur upp úr hve mikið erfiði það kostaði Þjóðverja að halda neðanjarðarstarfseminni niðri og hve mikinn herafla þeir urðu að færa frá bardagasvæðunum til að verjast andspyrnunni. Undir lok stríðsins, þegar þeir voru orðnir aðþrengdir á öllum vígstöðvum, olli vitneskjan um vopnaða skæruliðaflokka á yfirráðasvæðum þeirra þýsku herstjórninni verulegum áhyggjum og varð það til þess að hún tók vafasamar ákvarðanir. Dæmi um það er þegar herstjórnin sendi eina af sínum bestu hersveitum, SS-sveitina Ríkið, á skæruliðaveiðar, í stað þess að fara eins fljótt sem auðið var gegn innrásarherjum bandamanna, sem þá voru nýlentir í Normandí í Frakklandi.

Heimildir:

  • Greinar af vefsetri Encyclopædia Britannica: Gestapo, History of France, Jean Moulin, Resistance, Warsaw Uprising
  • Erickson, John: The road to Stalingrad. Stalin’s war with Germany. Volume one, Cassell Military Paperbacks, Raeading 2003.
  • Hastings, Max: Das Reich. Resistance and the march of the 2nd SS Panzer Division through France, June 1944, Pan Books Ltd, London 1983.
  • Miller, Russell: Andspyrnan, Heimsstyrjöldin 1939-1945, Almenna bókafélagið, Toledo 1981.
  • Greinar af vefsetri Wikipedia: Armia Krajowa, Resistance movement, Tadeusz Bór-Komorowski, Warsaw Uprising
  • Williamson, Gordon: The SS: Hitler’s instrument of Terror. The full story from street fighters to the Waffen-SS, Sidgwick & Jackson, London 1994.

Myndir:

Höfundur

Skúli Sæland

sagnfræðingur

Útgáfudagur

29.6.2004

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Skúli Sæland. „Hvað gerði andspyrnuhreyfingin í seinni heimsstyrjöldinni?“ Vísindavefurinn, 29. júní 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4382.

Skúli Sæland. (2004, 29. júní). Hvað gerði andspyrnuhreyfingin í seinni heimsstyrjöldinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4382

Skúli Sæland. „Hvað gerði andspyrnuhreyfingin í seinni heimsstyrjöldinni?“ Vísindavefurinn. 29. jún. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4382>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerði andspyrnuhreyfingin í seinni heimsstyrjöldinni?
Í andspyrnuhreyfingunni í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni voru margir og margvíslegir hópar sem beittu mismunandi aðferðum í baráttu sinni gegn nasistum, þýsku hernámi og hernaði, og kynþáttaofsóknum, eftir því við átti á hverjum stað. Hóparnir stunduðu njósnir og skæruhernað, dreifðu upplýsingum og áróðri, hjálpuðu Gyðingum og öðrum ofsóttum hópum, studdu flugmenn Bandamanna sem höfðu lent handan víglínunnar, trufluðu samgöngur sem skiptu máli fyrir Þjóðverja, undirbjuggu þátttöku sína í innrás Bandamanna þegar að henni kæmi og þannig mætti lengi telja. Andspyrnuhreyfingin átti þó nokkurn þátt í uppbyggingu eftir stríðið í sumum löndum og til dæmis í Júgóslavíu stóðu áhrif hennar í 4-5 áratugi eftir stríðið. Hún er einnig talin hafa haft nokkur áhrif til að efla samvinnu milli landa á árunum eftir að stríðinu lauk.

***

Í andspyrnuhreyfingunni eða neðanjarðarhreyfingunni eins og hún var líka stundum nefnd voru margvíslegir og iðulega sundurleitir smáhópar sem börðust með einum eða öðrum hætti gegn yfirráðum nasista í Evrópu. Oft voru þetta almennir borgarar og fjölskyldur sem lifðu venjulegi lífi á daginn en stunduðu leynileg störf fyrir andspyrnuna þegar rökkva tók. Eftirtektarvert er hve auðveldlega börn andspyrnumeðlima löguðu sig að þessu tvískipta lífi og tóku jafnvel fullan þátt í starfsemi þeirra.

Andspyrnuhreyfingar í Evrópu börðust gegn yfirráðum Hitlers og nasista.

Neðanjarðarstarfsemin var við líði á öllu yfirráðasvæði Möndulveldanna og voru kommúnískar hreyfingar áberandi í Belgíu, Frakklandi, Grikklandi og Júgóslavíu. Yfirleitt tengdust þó flestir andspyrnuhóparnir útlagastjórnum eða sigruðum her landa sinna. Pólska andspyrnuhreyfingin, sú norska, danska, hollenska og stór hluti þeirra belgísku, frönsku og grísku fellur í þann flokk.

Ekki er vitað hversu margir tóku þátt í starfi andspyrnunnar. Þátttakendum fjölgaði mjög þegar leið á stríðið, Þjóðverjar hófu að flytja menn til þrælkunarvinnu í Þýskalandi og ljóst varð að þeir voru að tapa stríðinu.

Mikill munur er á því að vera andsnúinn yfirráðum erlends hers og að taka virkan þátt í andspyrnu. Talið er að einungis um 2% frönsku þjóðarinnar hafi tekið þátt í frönsku andspyrnuhreyfingunni fyrri hluta árs 1944, þegar starfsemi hennar náði hámarki, en á sama tíma voru að minnsta kosti jafnmargir Frakkar ef ekki fleiri að berjast gegn andspyrnuhreyfingunni. Vopnaðir hópar skæruliða voru í augum margra einungis ótíndir glæpamenn.


Skæruliðarnir héldu til í dreifbýlinu þar sem eftirlitssveitir Þjóðverja náðu þeim ekki og sultu oft heilu hungri ef vinsamlegir bændur komu ekki matvælum til þeirra. Aðferðir andspyrnumanna voru oft og tíðum ekki síður miskunnarlausar en öryggissveitanna og menn voru hiklaust drepnir ef grunur vaknaði um samstarf við óvininn – þar á meðal aðra andspyrnuhópa.


Andspyrnuhóparnir beittu margvíslegum aðferðum til að takast á við Þjóðverja og samverkamenn þeirra. Meginaðferðirnar voru dulið eða „passívt” viðnám annars vegar og virkt eða vopnað viðnám hins vegar.


Dulið viðnám fól í sér myndun njósnahringja og dreifingu blaða og bæklinga með andnasískum áróðri og fregnum af góðu gengi bandamanna. Sumir mynduðu flóttahópa og einbeittu sér að því að hjálpa gyðingum og öðrum „óæskilegum” að dyljast eða flýja ofsóknir nasista. Sömuleiðis var flugmönnum Bandamanna sem höfðu verið skotnir niður yfir yfirráðasvæðum Þjóðverja hjálpað að komast undan eftirlitssveitum þeirra.


Virk andspyrna fól hins vegar í sér skemmdarverk, morð á Þjóðverjum og aðstoðarmönnum þeirra og jafnvel myndun vopnaðra skæruliðahópa sem héldu yfirleitt til í óbyggðum, svo sem í suðurhluta Frakklands, fjalllendi Balkanskagans eða víðáttum Úkraínu. Þessir skæruliðar gerðu leiftursnöggar árásir á illa varin skotmörk Möndulveldanna eins og brýr og lestarteina og hurfu síðan jafnharðan í felur út í óbyggðirnar. Þessar árásir ollu Þjóðverjum oft og tíðum miklum búsifjum og neyddu þá til að halda úti fjölmennum hersveitum til að verjast þeim.


Kommúnískar andspyrnuhreyfingar voru mjög áberandi í stríðinu eftir að Hitler réðst inn í Sovétríkin í júní 1941. Mikil tortryggni og oft og tíðum óvild ríkti í garð kommúnista innan evrópskra ríkja fyrir stríðið og ekki bætti friðarsamningur Stalíns við Hitler úr skák, þegar þeir skiptu Póllandi upp á milli sín við upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari. Þetta olli því að andspyrnuhóparnir áttu mjög erfitt með samstarf og börðust oft jafnmikið sín á milli og gegn yfirráðum Þjóðverja. Sérstaklega bar á þessu á milli kommúnískrar skæruliðahreyfingar Josip Broz Titos og serbneskra þjóðernissinna sem nefndust Chetnika og voru undir stjórn Dragoljub Mihailovic, en báðir þessir menn ráku um skeið öflugar skæruliðasveitir í gömlu Júgóslavíu.


Mismunandi baráttuaðferðir og markmið fylkinga neðanjarðarhreyfingarinnar komu skýrt fram í Frakklandi þar sem andspyrnuhreyfingar kommúnista, Francs-Tireurs Partisans (FTP), börðust samkvæmt eigin hugmyndafræði, réðust hiklaust á Þjóðverja og ollu skemmdarverkum án nokkurs tillits til þess hversu árangursríkar aðgerðirnar voru eða hversu illa hefndaraðgerðir Þjóðverja gátu bitnað á almenningi.

Leyniherinn, Armée Secréte (AS), sem fylgdi de Gaulle og vesturveldunum að málum vann hins vegar með meiri gætni.


Leyniherinn hvatti andspyrnumenn til að njósna og birgja sig upp af vopnum, en stunda ekki skemmdarverk eða árásir ef hefndaraðgerðir Þjóðverja yrðu of dýru verði keyptar miðað við árangur aðgerðanna. Markmið leynihersins var að bíða átekta eftir innrásardeginum mikla þegar bandamenn myndu ráðast inn í Frakkland. Þá kæmu dulmálsskilaboð frá London og tugþúsundir AS-meðlima mundu grípa til vopna og valda svo miklum glundroða og skemmdum á samgönguæðum í Frakklandi að viðbrögð þýska hersins við innrásinni yrðu margfalt svifaseinni en ella.


Þessi aðferð hlífði saklausum almenningi betur við hryllingi stríðsins. Baráttuaðferð FTP vakti hins vegar upp aðdáun og stolt á meðal margra Frakka sem fannst FTP halda uppi merkjum franskrar andspyrnu.


Meðal Bandamanna voru deildar meiningar um mikilvægi neðanjarðarhreyfingarinnar en þeir gerðu sér þó ljóst að með því að hlúa að þessari starfsemi gátu þeir valdið Þjóðverjum miklum erfiðleikum. Vesturveldin fólu því Aðgerðadeild sérverkefna (e. Special Operations Executive, SOE) að smygla vopnum og vistum til andspyrnuhópanna auk þess sem SOE reyndi að samhæfa aðgerðir þeirra. Í A-Evrópu sáu Sovétmenn um samskiptin við kommúnískar andspyrnuhreyfingar.

Rétt er að fjalla sérstaklega um andspyrnuhreyfingar þriggja landa:


Frönsku andspyrnuhóparnir voru mjög sundurleitir en flestir fylgdu AS að málum. FTP voru aftur á móti mjög áberandi. Árið 1943 náðist tímabundið sameiginleg yfirstjórn innan AS með stofnun Foringjaráðs landsbandalags andspyrnunnar (f. Conseil National de la Résistance) undir stjórn Jean Moulin, sem sameinaði þá undir merkjum Frjálsra Frakka de Gaulles hershöfðingja. Ári síðar urðu vopnaðar skæruliðahreyfingar Frakka sem gengu undir nafninu maquis (dregið af kjarrgróðrinum sem þær duldust í) formlega hluti af hersveitum Frakka (f. Forces Francaises de l’Intérieur, FFI). Eftir að bandamenn réðust inn í Frakkland 6. júní 1944 hóf FFI virkar hernaðaraðgerðir, enda má segja að stór hluti franskra sveita, sérstaklega í suðurhlutanum, væru þá þegar á valdi þeirra. FFI ollu Þjóðverjum talsverðum erfiðleikum við flutning herdeilda og birgða er þeir reyndu að verjast sókn bandamanna í Frakklandi og þær áttu einnig heiðurinn af hertöku Parísar í ágúst sama ár.


Heimaherinn (p. Armia Krajowa [AK]) var öflugasta andspyrnuhreyfingin í Póllandi og studdi pólsku útlagastjórnina í London. AK stóð fyrir mikilli uppreisn í Varsjá 1. ágúst 1944 undir stjórn Tadeuszar Bór-Komorowski hershöfðingja, en það var í þann mund er sovéski herinn var við það að hertaka borgina. Bór-Komorowski hafði um 50.000 manna lið og með því náði hann að hertaka mestalla borgina og halda henni næstu 63 daga. Af einhverjum orsökum komu Sovétmenn uppreisnarmönnum ekki til hjálpar þrátt fyrir að vera örskammt undan og leyfðu hvorki Bretum né Bandaríkjamönnum að varpa vopnum og vistum til þeirra. Sumir telja að Stalín hafi séð sér leik á borði og ákveðið að leyfa Þjóðverjum að berja niður uppreisnina til að auðvelda sér að koma leppstjórn til valda í Póllandi, eftir að hafa náð landinu úr höndum Þjóðverja.


Sovétmenn gerðu sér strax grein fyrir nytsemi andspyrnuliða á víðáttum A-Evrópu, enda var minning borgarastríðsins þeim enn í fersku minni. Strax árið 1941 hófu þeir að undirbúa skæruliðaflokka (r. otryadi) og skemmdarverkahópa (r. diversionnye gruppy) sem skyldu fara í felur á meðan Þjóðverjar sæktu fram hjá þeim. Hóparnir áttu síðan að ná sambandi við sigraða sovéska herflokka sem hefðu leitað í felur og aðra andspyrnumenn og saman áttu þeir að hefja alls konar skæruliðastarfsemi. Þrátt fyrir töluverð skakkaföll í upphafi lærðu Sovétmenn af mistökum sínum og alþýðan á hernumdu svæðunum fór að snúast æ meir á sveif með þeim þegar á leið. Svo fór að skæruliðahreyfingar A-Evrópu ollu Þjóðverjum ómældum erfiðleikum að koma ýmsum birgðum til framlínuhersveita sinna.


Til varnar andspyrnuhreyfingunum beittu nasistar Öryggisþjónustu ríkisins (þ. Reichs Sicherheitshauptamt [RSHA]) sem heyrði undir SS-sveitir Heinrichs Himmlers. Innan hennar voru margar stofnanir, en af þeim óttuðust flestir Leynilögreglu ríkisins (þ. Geheime Staatspolizei [Gestapo]). Til að koma í veg fyrir hugsanlega andspyrnu var Gestapo heimilt að beita fyrirbyggjandi handtökum, yfirheyra, pynta, senda menn í fangabúðir og myrða grunaða andspyrnumenn og ekki var hægt að áfrýja ákvörðunum hennar. Á hápunkti valda sinna störfuðu 45.000 menn í Gestapo auk þess sem 60.000 útsendarar og allt að 100.000 uppljóstrarar störfuðu á hennar vegum.


Stofnanavæðing nasista var oft ruglingsleg og hamlandi en meðal annarra stofnana sem börðust gegn andspyrnunni má nefna Glæpalögregluna (þ. Kriminal Polizei [Kripo]) og innanlandsdeild Öryggisþjónustunnar (þ. Inland Sicherheitsdienst [SD]). Þessar stofnanir áttu takmarkað samstarf og kepptu iðulega sín á milli um völd og áhrif. Ekki má svo hætta þessari upptalningu án þess að nefna Sérverkefnasveitirnar (þ. Einsatzgruppen) sem voru líklega ógeðfelldustu liðssveitir Þriðja ríkisins og þó er úr nógu úr að moða. Starfsvettvangur þeirra var í A-Evrópu og þær voru hreinar aftöku- og morðsveitir. Markmið þeirra var að útrýma slövum, gyðingum, sígaunum og öðrum sem nasistar töldu óæskilega. Framganga þeirra átti stóran þátt í því hve stór hluti íbúa A-Evrópu sem upphaflega hafði fagnað Þjóðverjum sem frelsurum snerist gegn þeim og hóf skæruhernað. Himmler var þótt furðulegt megi virðast ánægður með skæruhernaðinn því það gaf honum tækifæri á að dylja raunverulegt hlutverk Einsatzgruppen og láta sem þeim væri ætlað að berjast gegn skæruliðum.


Þegar litið er yfir árangur andspyrnuhreyfingarinnar í síðari heimsstyrjöld stendur upp úr hve mikið erfiði það kostaði Þjóðverja að halda neðanjarðarstarfseminni niðri og hve mikinn herafla þeir urðu að færa frá bardagasvæðunum til að verjast andspyrnunni. Undir lok stríðsins, þegar þeir voru orðnir aðþrengdir á öllum vígstöðvum, olli vitneskjan um vopnaða skæruliðaflokka á yfirráðasvæðum þeirra þýsku herstjórninni verulegum áhyggjum og varð það til þess að hún tók vafasamar ákvarðanir. Dæmi um það er þegar herstjórnin sendi eina af sínum bestu hersveitum, SS-sveitina Ríkið, á skæruliðaveiðar, í stað þess að fara eins fljótt sem auðið var gegn innrásarherjum bandamanna, sem þá voru nýlentir í Normandí í Frakklandi.

Heimildir:

  • Greinar af vefsetri Encyclopædia Britannica: Gestapo, History of France, Jean Moulin, Resistance, Warsaw Uprising
  • Erickson, John: The road to Stalingrad. Stalin’s war with Germany. Volume one, Cassell Military Paperbacks, Raeading 2003.
  • Hastings, Max: Das Reich. Resistance and the march of the 2nd SS Panzer Division through France, June 1944, Pan Books Ltd, London 1983.
  • Miller, Russell: Andspyrnan, Heimsstyrjöldin 1939-1945, Almenna bókafélagið, Toledo 1981.
  • Greinar af vefsetri Wikipedia: Armia Krajowa, Resistance movement, Tadeusz Bór-Komorowski, Warsaw Uprising
  • Williamson, Gordon: The SS: Hitler’s instrument of Terror. The full story from street fighters to the Waffen-SS, Sidgwick & Jackson, London 1994.

Myndir:

...