Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3145 svör fundust
Verður hrekkjavaka á Íslandi í ár?
Já, það verður örugglega hrekkjavaka á Íslandi í ár, að minnsta kosti hjá þeim sem halda upp á hana. Í seinni tíð hefur orðið æ algengara að Íslendingar haldi hrekkjavöku hátíðlega í anda Bandaríkjamanna. Það er ekki síst vegna áhrifa frá bandarísku sjónvarpi og kvikmyndum. Algengt er að skólar og vinnustaðir f...
Hver er saga bænda á Íslandi?
Saga bænda á Íslandi hefst þegar við landnám. Raunar hefst hún talsvert fyrr, því aðferðir og tækni sem bændur notuðu þegar frá upphafi komu frá Norðvestur-Evrópu og höfðu þróast þar síðan landbúnaður hófst á því svæði um 5000-4000 f.Kr., fyrir um sex til sjö þúsund árum. Líklegast er að kjarninn í landbúnaðar...
Hvað búa margir unglingar á Íslandi?
Hjá Hagstofu Íslands má finna ýmislegt talnaefni, meðal annars aldursdreifingu þeirra sem búa á Íslandi. En áður en við getum svarað spurningunni verðum við að skilgreina hvaða ár teljast til unglingsára. Á Snöru má finna eftirfarandi skilgreiningu á orðinu unglingur: ungur maður á aldrinum frá um 13 til 17-18...
Hversu algengt er heimilisofbeldi á Íslandi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu mikið er vitað um heimilisofbeldi á Íslandi? Hversu algengt er talið að það sé? Rannsóknir á heimilisofbeldi á Íslandi eru hvorki margar né fjölbreyttar. Nokkuð er til af eigindlegum viðtalsrannsóknum við þolendur og rannsóknum á viðbrögðum opinberra aðila.[1] Hins vega...
Hversu hratt bráðna jöklar á Íslandi?
Stór hluti Íslandssögunnar er kuldatímabil. Hefur sá hluti sögunnar sem er á milli Sturlungaaldar og 20. aldar með réttu eða röngu oft verið nefndur litla ísöld. Þá stækkuðu jöklar mjög sem sjá má af ýmsum heimildum. Jöklar á Íslandi. Á 20. öld skipti mjög um til hins hlýrra í veðurlagi einkum á öðrum fjórðu...
Geyma einhver stöðuvötn á Íslandi fornminjar?
Kristján spurði bæði um fornleifar í sjó og vötnum. Hér fyrir neðan er að finna svar um fornleifar í stöðuvötnum en um fornleifar í sjó er hægt að lesa í svari Ragnars Edvarssonar við spurningunni Hvar má finna fornleifar í sjó við Ísland? Á brons- og járnöld tíðkaðist sums staðar í Norður-Evrópu að fórna gripu...
Af hverju hurfu rostungar frá Íslandi?
Það er rétt að rostungar (Odobenus rosmarus L.) hafa ekki haft fasta viðveru við Ísland um alllangt skeið (margar aldir). Þau stöku dýr sem sjást hér öðru hvoru, um eitt dýr að jafnaði tíunda hvert ár miðað við síðustu 4–5 áratugi, eru flækingar, líklega mest frá Grænlandi. Þau hafa hér skamma dvöl og eru iðulega ...
Hver eru elstu handrit á Íslandi?
Elsta skjal sem til er á íslensku mun vera máldagi kirkjunnar í Reykholti í Borgarfirði sem að hluta er skrifaður árið 1185 og er í Þjóðskjalasafni. Elstu íslensku handritin í Stofnun Árna Magnússonar eru tvö blöð úr safni predikana frá miðri 12. öld (AM 237 a fol.) og handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns...
Hver er algengasta bergtegundin á Íslandi?
Basalt er algengasta bergtegundin á Íslandi og raunar á jörðinni allri. Úthafsbotninn er til að mynda að mestu úr basalthrauni og einnig úthafseyjar eins og Ísland. Á meginlöndunum er einnig að finna miklar basaltmyndanir, til dæmis á Indlandi, í Eþíópíu og Síberíu. Basalt finnst einnig víðar í sólkerfinu, til að ...
Eru til ætir sniglar á Íslandi?
Flestir landsniglar eru ætir ef þeir eru meðhöndlaðir og matreiddir á réttan hátt en þó er gott að kynna sér slíkt áður en þeirra er neytt. Það þarf þó alls ekki að fara saman að það sem er óhætt að borða sé jafnframt gott til matar. Samkvæmt matreiðslumönnum og öðrum sem hafa skoðað þetta ýtarlega, þá eru sniglar...
Hafa maurar numið land á Íslandi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég er lengi búinn að velta fyrir mér af hverju maurar hafi ekki náð fótfestu hér á landi. Getið þið sagt mér ástæðuna? Vegna legu Íslands í miðju Atlantshafinu og áhrifa ísaldarjökla hefur fána landsins nær öll borist hingað frá meginlandi eða öðrum eyjum. Eftir að landið b...
Get ég stofnað kirkju á Íslandi?
Öll spurningin hljóðaði svona:Þarf að uppfylla skilyrði um lágmark, eða hvað þarf til að stofna kirkju á Íslandi? Ætli það þurfi einhvern lágmarksfjölda safnaðarmeðlima? Ég finn ekkert um það, með fyrirfram þökk fyrir svarið. Stutta svarið er einfaldlega að öllum er frjálst að stofna kirkju eða trúarsamfélag og...
Hvaða atvinnumöguleika hafa stjarneðlisfræðingar á Íslandi?
Flestir starfandi stjarneðlisfræðingar á Íslandi sinna rannsóknum, hver á sínu sérsviði. Til dæmis á öflugum sprengistjörnum, eða á eiginleika vetrarbrauta í árdaga alheims og sumir rannsaka eiginleika alheimsins sjálfs. Þeir sinna líka kennslu, bæði á háskóla- og framhaldsskólastigi. Flestir starfandi stjarneð...
Voru ísbirnir á Íslandi fyrir landnám?
Hafís er undirstaða þess að lífvænlegt sé fyrir hvítabirni en þeir eru útbreiddir með ströndum og á hafís allt umhverfis norðurheimskautið.[1] Suðurmörk útbreiðslu þeirra ráðast af því hversu langt vetrarísinn nær. Þar sem ekki er stöðugur hafís, til dæmis umhverfis Ísland, geta hvítabirnir ekki búið þó þeir rambi...
Hvenær verður næsti tunglmyrkvi á Íslandi?
Tunglmyrkvi á sér stað þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar á sama tíma og jörðin er stödd á milli sólar og tungls. Þessi niðurröðun þýðir að tunglmyrkvi getur aðeins orðið þegar tunglið er fullt. Tunglmyrkvi á sér þó ekki stað í hverjum mánuði því brautarplan tunglsins og brautarplan jarðar eru ekki samsíða. ...