Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Stór hluti Íslandssögunnar er kuldatímabil. Hefur sá hluti sögunnar sem er á milli Sturlungaaldar og 20. aldar með réttu eða röngu oft verið nefndur litla ísöld. Þá stækkuðu jöklar mjög sem sjá má af ýmsum heimildum.
Jöklar á Íslandi.
Á 20. öld skipti mjög um til hins hlýrra í veðurlagi einkum á öðrum fjórðungi aldarinnar. Lætur nærri að jöklar landsins hafi rýrnað um jafnmikið á nýliðinni öld og þeir jukust á þrem öldum þar á undan. Á 21. öld hefur enn hert á bráðnun jökla og lætur nærri að þeir þynnist um 1 metra á ári nú um stundir. Sú ótrúlega staða er komin upp að það sem af er öldinni rýrnuðu stærstu jöklar landsins hvert einasta ár að frátöldu árinu frá hausti 2014 til hausts 2015.[1]
Flatarmál jöklanna hefur minnkað á síðastliðnum 130 árum úr því að vera 12% í 10% af flatarmáli landsins. Hlutfallslega minnka stærstu jöklarnir hægast eins og sjá má af meðfylgjandi töflu þar sem Vatnajökull minnkaði um 7% af flatarmáli sínu frá 1890 til 2000 en Okjökull minnkaði um 75% á sama tíma. Haustið 2014 var staðfest að ekki væri lengur jökull á Oki.
Tafla 1: Flatarmál jökla á Íslandi (km2)
Jökull
~1890
~2000
2014
breyting (%) 1890–2000/ 2000-2014
Vatnajökull
8723
8087
7745
7/4
Langjökull
1088
920
862
15/6
Hofsjökull
1030
889
825
14/7
Mýrdalsjökull
740
597
535
19/10
Drangajökull
190
146
141
23/3
Eyjafjallajökull
115
80
67
30/16
Tungnafellsjökull
51
38
32
25/16
Þórisjökull
44
30
24
32/20
Eiríksjökull
34
22
18
35/18
Þrándarjökull
34
17
15
50/12
Snæfellsjökull
23
12
9
48/25
Torfajökull
23
11
11
52/27
Tindfjallajökull
28
16
13
43/19
Hrútfellsjökull
11
7
5
36/29
Hofsjökull eystra
11
5
3
55/40
Okjökull
16
4
0
75/100
Jöklar styttast alla jafna í hlutfalli við lengd sína. Stærstu og lengstu skriðjöklar landsins, svo sem Skeiðarárjökull og Breiðamerkurjökull hafa styst um 4 km síðan mælingar hófust á 4. áratug síðustu aldar. Í sjálfu Jökulsárlóni hefur jökullinn styst um eina 7 km einkum vegna áhrifa lónsins.
Því hefur verið spáð með gildum rökum að jöklar Íslands verði í stórum dráttum horfnir eftir tvær aldir haldi fram sem horfir um hlýnun lofthjúps jarðar.
Tilvísun: