Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru elstu handrit á Íslandi?

Már Jónsson

Elsta skjal sem til er á íslensku mun vera máldagi kirkjunnar í Reykholti í Borgarfirði sem að hluta er skrifaður árið 1185 og er í Þjóðskjalasafni. Elstu íslensku handritin í Stofnun Árna Magnússonar eru tvö blöð úr safni predikana frá miðri 12. öld (AM 237 a fol.) og handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns á tvö svolítið eldri skinnblöð úr latneskum tíðabókum erlendum (JS fragm. 10 4to og Lbs fragm. 29).

Þetta eru þó ekki elstu handrit í landinu, því bandaríski Íslandsvinurinn og bókasafnarinn Willard Fiske (1831–1904) arfleiddi Þjóðminjasafn að gripasafni sínu, þar sem einkum var að finna sitthvað sem hann hafði safnað í Egyptalandi. Hefur Guðmundur J. Guðmundsson gert safninu sem slíku góð skil í tímaritsgrein. Þarna leynast fjögur papýrusblöð sem ætla má að Fiske hafi keypt á ferðum sínum og hljóta að teljast elstu handrit á Íslandi. Þau er á egypsku og eitt þeirra skrifað með egypsku letri (e. demotic) runnu frá híróglýfum en þrjú með koptísku letri (e. coptic), sem í grunninn nýtti gríska stafrófið með fáeinum viðbótum. Um eitt þessara blaða hefur þýski fræðimaðurinn Erich Lüddeckens skrifað og nú hafa tveir erlendir fræðimenn tekið öll fjögur til gaumgæfilegrar rannsóknar og útgáfu, þau Kim Ryholt við Hafnarháskóla og Anastasia Maravela við Oslóarháskóla. Verður stuðst við greiningu þeirra í því sem hér fer á eftir og viðhöfð númer brotanna eins og þau koma fyrir í skrá yfir gripina frá Fiske í Þjóðminjasafni. Til glöggvunar á stærð brotanna má geta þess að A4-blað mælist 210 x 297 millimetrar.

Papýrusplantan (Cyperus papyrus) sem notuð var til pappírsgerðar í Egyptalandi fyrr á öldum. Elstu handrit á Íslandi eru rituð á slíkan pappír.

8. Papýrusblað með koptísku letri, óheilt (210 x 163 mm.). Þetta er brot úr bók með uppsetningu í tveimur dálkum og skriftin bendir til 8. aldar eftir Krist, nokkru eftir að Arabar lögðu Egyptaland undir sig og álíka löngu áður en Ísland varð numið. Textinn er kristin predikun og höfundur óþekktur. Meginhluti textans er ávarp til kvenna sem eru eindregið hvattar til að snúa af villum vega sinna, hlýða eiginmönnum sínum og ala börn þeirra upp í ótta við guð. Konum er hallmælt sem slúðra um aðrar konur og sömuleiðis körlum sem sjá í gegnum fingur sér með framhjáhald kvenna sinna, en þar að auki, svo sem almennt, fólki sem ekki fer til kirkju tvisvar á dag í það minnsta á sunnudögum.

9. Papýrusblað með egypsku letri, óheilt (195 x 170 mm.). Þetta er stærsta varðveitta brotið úr rullu sem var skrifuð á 2. öld eftir Krist í héraðinu Fayum, svo sem hundrað kílómetra fyrir sunnan Kaíró, jafnvel í borginni Crocodilopolis. Ókjör af papýrus fundust þarna í jörðu á fyrstu áratugum 20. aldar og eru tugþúsundir blaða og búta nú í söfnum um allan heim. Nokkuð fór líka á svartan markað fyrir fornminjar og þar hefur Willard Fiske vafalaust keypt hið íslenska blað. Fáein minni brot úr sömu rullu eru á safni í Berlín og nýverið uppgötvaðist eitt til viðbótar meðal handrita í eigu Catholic University of America, Washington. Það passar nákvæmlega við íslenska blaðið (sjá Vef. „University’s papyrus fragment“). Árið 671 fyrir Krist réðust Assýrar inn í Egyptaland og héldu mestum hluta landsins í nærri hálfa öld. Fáum árum eftir innrásina gerði hinn egypski prins Inaros árangurslausa uppreisn og að honum látnum spunnust sögur af dáðum hans sem nutu mikilla vinsælda um aldabil. Texti þessara brota er ekki þekktur úr öðrum varðveittum handritum og sætir þar af leiðandi nokkrum tíðindum.

10. Papýrusblað með koptísku letri, óheilt (275 x 100 mm.). Þetta er skjal sem virðist vera frá 8. öld, skrifað með viðvaningslegri rithönd, hugsanlega í klaustri. Þarna er listi með nöfnum á fólki sem ekki er þekkt að öðru leyti og ýmsum varningi, svo sem olífuolíu, hunangi, hampi og steinselju. Nokkur orð eru í textanum sem hvergi koma fyrir annarstaðar.

Bandaríski Íslandsvinurinn og bókasafnarinn Willard Fiske (1831–1904) arfleiddi Þjóðminjasafn að gripasafni sínu, þar sem einkum var að finna sitthvað sem hann hafði safnað í Egyptalandi. Þarna leynast fjögur papýrusblöð sem ætla má að Fiske hafi keypt á ferðum sínum og hljóta að teljast elstu handrit á Íslandi.

11. Papýrusblað með koptísku letri, óheilt (340 x 110 mm.). Þetta er orðsending, sennilega skrifuð á 6. eða 7. öld eftir Krist í héraðinu á milli borganna Þebu og Antinopolis í suðurhluta Egyptalands. María nokkur skrifar munkinum Taurine þess efnis að vinnumaður hennar Phoibamon komist ekki til hans á umsömdum tíma, því hún þurfi á honum að halda nokkru lengur af margvíslegum og flóknum ástæðum, þar á meðal vegna grænmetisuppskerunnar. Til eru þúsundir búta úr bréfum af þessu tagi sem flest eru óútgefin.

Papýrusfræði (e. papyrology) er gróskumikil vísindagrein sem heldur til í skurðpunkti egyptólógíu, klassískra fræða og fornaldarsögu. Rannsóknir þessar byggja tilvist sína fyrst og fremst á því að í þurrum jarðvegi Egyptalands varðveitast papýrusblöð mjög vel, sem á sínum tíma var ýmist kastað eða komið fyrir í hirslum sem svo aldrei voru tæmdar. Einnig eru í þessum fræðum til athugunar leirbrot (e. ostraca), sem mikið var skrifað á og jafnvel trébútar. Papýrus var notaður sem ritfang í Egyptalandi allt frá því 3000 fyrir Krist og raunar víðar við austurhluta Miðjarðarhafs og uppsveitum, en varðveittist eiginlega bara þar.

Heimildir:
  • Guðmundur J. Guðmundsson, „Egypsku munirnir í dánargjöf Willards Fiske“, Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1995, bls. 49–74.
  • Lüddeckens, Erich, „Der koptische Brief Reykjavik Nr. 11”, Egyptological Studies in Honor of Richard A. Parker. Ritstjóri Leonard H. Lesko. Hannover og London 1986, bls. 105–110.
  • – „Der koptische Brief Reykjavik XI. Corrigenda und Addenda”, Enchoria. Zeitschrift für Demotistik und Koptologie 15 (1987), bls. 33–37.
  • Ryholt, Kim, „Inaros in Iceland and Elsewhere“, New Approaches in Demotic Studies. Acts of the 13th International Conference of Demotic Studies. Ritstjóri Franziska Naether. Zeitschrift für ägyptische Sprache und Altertumskunde. Beiheft 10 (2019), bls. 55–66.
  • Vef. Carlsbergfondets papyrussamling í Kaupmannahöfn, pcarlsberg.ku.dk
  • Vef. Fra Nilens bredder – en digital papyrusutstilling, www.hf.uio.no/ifikk/tjenester/papyrusutstilling.
  • Vef. Papyrussamlingen við háskólabókasafnið í Osló, www.ub.uio.no/bibliotekene/uhs/uhs/samlinger/papyrus.html.
  • Vef. „University’s papyrus fragment part of an ancient puzzle“, www.archaeology.wiki/blog/2019/09/03/universitys-papyrus-fragment-part-of-an-ancient-puzzle/.

Myndir:

Höfundur

Már Jónsson

prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

4.2.2020

Síðast uppfært

5.2.2020

Spyrjandi

Svanhildur

Tilvísun

Már Jónsson. „Hver eru elstu handrit á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 4. febrúar 2020, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78405.

Már Jónsson. (2020, 4. febrúar). Hver eru elstu handrit á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78405

Már Jónsson. „Hver eru elstu handrit á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 4. feb. 2020. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78405>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru elstu handrit á Íslandi?
Elsta skjal sem til er á íslensku mun vera máldagi kirkjunnar í Reykholti í Borgarfirði sem að hluta er skrifaður árið 1185 og er í Þjóðskjalasafni. Elstu íslensku handritin í Stofnun Árna Magnússonar eru tvö blöð úr safni predikana frá miðri 12. öld (AM 237 a fol.) og handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns á tvö svolítið eldri skinnblöð úr latneskum tíðabókum erlendum (JS fragm. 10 4to og Lbs fragm. 29).

Þetta eru þó ekki elstu handrit í landinu, því bandaríski Íslandsvinurinn og bókasafnarinn Willard Fiske (1831–1904) arfleiddi Þjóðminjasafn að gripasafni sínu, þar sem einkum var að finna sitthvað sem hann hafði safnað í Egyptalandi. Hefur Guðmundur J. Guðmundsson gert safninu sem slíku góð skil í tímaritsgrein. Þarna leynast fjögur papýrusblöð sem ætla má að Fiske hafi keypt á ferðum sínum og hljóta að teljast elstu handrit á Íslandi. Þau er á egypsku og eitt þeirra skrifað með egypsku letri (e. demotic) runnu frá híróglýfum en þrjú með koptísku letri (e. coptic), sem í grunninn nýtti gríska stafrófið með fáeinum viðbótum. Um eitt þessara blaða hefur þýski fræðimaðurinn Erich Lüddeckens skrifað og nú hafa tveir erlendir fræðimenn tekið öll fjögur til gaumgæfilegrar rannsóknar og útgáfu, þau Kim Ryholt við Hafnarháskóla og Anastasia Maravela við Oslóarháskóla. Verður stuðst við greiningu þeirra í því sem hér fer á eftir og viðhöfð númer brotanna eins og þau koma fyrir í skrá yfir gripina frá Fiske í Þjóðminjasafni. Til glöggvunar á stærð brotanna má geta þess að A4-blað mælist 210 x 297 millimetrar.

Papýrusplantan (Cyperus papyrus) sem notuð var til pappírsgerðar í Egyptalandi fyrr á öldum. Elstu handrit á Íslandi eru rituð á slíkan pappír.

8. Papýrusblað með koptísku letri, óheilt (210 x 163 mm.). Þetta er brot úr bók með uppsetningu í tveimur dálkum og skriftin bendir til 8. aldar eftir Krist, nokkru eftir að Arabar lögðu Egyptaland undir sig og álíka löngu áður en Ísland varð numið. Textinn er kristin predikun og höfundur óþekktur. Meginhluti textans er ávarp til kvenna sem eru eindregið hvattar til að snúa af villum vega sinna, hlýða eiginmönnum sínum og ala börn þeirra upp í ótta við guð. Konum er hallmælt sem slúðra um aðrar konur og sömuleiðis körlum sem sjá í gegnum fingur sér með framhjáhald kvenna sinna, en þar að auki, svo sem almennt, fólki sem ekki fer til kirkju tvisvar á dag í það minnsta á sunnudögum.

9. Papýrusblað með egypsku letri, óheilt (195 x 170 mm.). Þetta er stærsta varðveitta brotið úr rullu sem var skrifuð á 2. öld eftir Krist í héraðinu Fayum, svo sem hundrað kílómetra fyrir sunnan Kaíró, jafnvel í borginni Crocodilopolis. Ókjör af papýrus fundust þarna í jörðu á fyrstu áratugum 20. aldar og eru tugþúsundir blaða og búta nú í söfnum um allan heim. Nokkuð fór líka á svartan markað fyrir fornminjar og þar hefur Willard Fiske vafalaust keypt hið íslenska blað. Fáein minni brot úr sömu rullu eru á safni í Berlín og nýverið uppgötvaðist eitt til viðbótar meðal handrita í eigu Catholic University of America, Washington. Það passar nákvæmlega við íslenska blaðið (sjá Vef. „University’s papyrus fragment“). Árið 671 fyrir Krist réðust Assýrar inn í Egyptaland og héldu mestum hluta landsins í nærri hálfa öld. Fáum árum eftir innrásina gerði hinn egypski prins Inaros árangurslausa uppreisn og að honum látnum spunnust sögur af dáðum hans sem nutu mikilla vinsælda um aldabil. Texti þessara brota er ekki þekktur úr öðrum varðveittum handritum og sætir þar af leiðandi nokkrum tíðindum.

10. Papýrusblað með koptísku letri, óheilt (275 x 100 mm.). Þetta er skjal sem virðist vera frá 8. öld, skrifað með viðvaningslegri rithönd, hugsanlega í klaustri. Þarna er listi með nöfnum á fólki sem ekki er þekkt að öðru leyti og ýmsum varningi, svo sem olífuolíu, hunangi, hampi og steinselju. Nokkur orð eru í textanum sem hvergi koma fyrir annarstaðar.

Bandaríski Íslandsvinurinn og bókasafnarinn Willard Fiske (1831–1904) arfleiddi Þjóðminjasafn að gripasafni sínu, þar sem einkum var að finna sitthvað sem hann hafði safnað í Egyptalandi. Þarna leynast fjögur papýrusblöð sem ætla má að Fiske hafi keypt á ferðum sínum og hljóta að teljast elstu handrit á Íslandi.

11. Papýrusblað með koptísku letri, óheilt (340 x 110 mm.). Þetta er orðsending, sennilega skrifuð á 6. eða 7. öld eftir Krist í héraðinu á milli borganna Þebu og Antinopolis í suðurhluta Egyptalands. María nokkur skrifar munkinum Taurine þess efnis að vinnumaður hennar Phoibamon komist ekki til hans á umsömdum tíma, því hún þurfi á honum að halda nokkru lengur af margvíslegum og flóknum ástæðum, þar á meðal vegna grænmetisuppskerunnar. Til eru þúsundir búta úr bréfum af þessu tagi sem flest eru óútgefin.

Papýrusfræði (e. papyrology) er gróskumikil vísindagrein sem heldur til í skurðpunkti egyptólógíu, klassískra fræða og fornaldarsögu. Rannsóknir þessar byggja tilvist sína fyrst og fremst á því að í þurrum jarðvegi Egyptalands varðveitast papýrusblöð mjög vel, sem á sínum tíma var ýmist kastað eða komið fyrir í hirslum sem svo aldrei voru tæmdar. Einnig eru í þessum fræðum til athugunar leirbrot (e. ostraca), sem mikið var skrifað á og jafnvel trébútar. Papýrus var notaður sem ritfang í Egyptalandi allt frá því 3000 fyrir Krist og raunar víðar við austurhluta Miðjarðarhafs og uppsveitum, en varðveittist eiginlega bara þar.

Heimildir:
  • Guðmundur J. Guðmundsson, „Egypsku munirnir í dánargjöf Willards Fiske“, Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1995, bls. 49–74.
  • Lüddeckens, Erich, „Der koptische Brief Reykjavik Nr. 11”, Egyptological Studies in Honor of Richard A. Parker. Ritstjóri Leonard H. Lesko. Hannover og London 1986, bls. 105–110.
  • – „Der koptische Brief Reykjavik XI. Corrigenda und Addenda”, Enchoria. Zeitschrift für Demotistik und Koptologie 15 (1987), bls. 33–37.
  • Ryholt, Kim, „Inaros in Iceland and Elsewhere“, New Approaches in Demotic Studies. Acts of the 13th International Conference of Demotic Studies. Ritstjóri Franziska Naether. Zeitschrift für ägyptische Sprache und Altertumskunde. Beiheft 10 (2019), bls. 55–66.
  • Vef. Carlsbergfondets papyrussamling í Kaupmannahöfn, pcarlsberg.ku.dk
  • Vef. Fra Nilens bredder – en digital papyrusutstilling, www.hf.uio.no/ifikk/tjenester/papyrusutstilling.
  • Vef. Papyrussamlingen við háskólabókasafnið í Osló, www.ub.uio.no/bibliotekene/uhs/uhs/samlinger/papyrus.html.
  • Vef. „University’s papyrus fragment part of an ancient puzzle“, www.archaeology.wiki/blog/2019/09/03/universitys-papyrus-fragment-part-of-an-ancient-puzzle/.

Myndir:...