Þarf að uppfylla skilyrði um lágmark, eða hvað þarf til að stofna kirkju á Íslandi? Ætli það þurfi einhvern lágmarksfjölda safnaðarmeðlima? Ég finn ekkert um það, með fyrirfram þökk fyrir svarið.Stutta svarið er einfaldlega að öllum er frjálst að stofna kirkju eða trúarsamfélag og iðka sína trú án þess að tilkynna stjórnvöldum sérstaklega um slíkt. Eins og fram kemur í svari við spurningu um sértrúarsöfnuði er trúfrelsi bundið í stjórnarskrá lýðveldisins og ljóst að trúarhreyfingar eru ekki bannaðar. Þrátt fyrir trúfrelsið gilda hins vegar sérstök lög um skráð trú- og lífsskoðunarfélög sem þiggja sóknargjöld úr ríkissjóði. Trúfélög njóta ákveðinnar sérstöðu því ríkissjóður greiðir þeim tiltekna fjárhæð sem miðast við fjölda skráðra félagsmanna og lögin eru sett til þess að aðgreina trúfélög frá félagasamtökum sem eiga ekkert skylt við trúarbrögð eða lífsskoðanir. Í II. kafla laganna eru nokkur skilyrði sett fram sem þess háttar félögum ber að fylgja. Eitt þeirra er krafan um lágmarksfjölda félagsmanna. Sá fjöldi er í dag 25 samkvæmt reglugerð sem var sett 2014.
- Dómur í máli Zuism gegn Ríkissjóði Íslands nr E-1788/2019. Héraðsdómstóll Reykjavíkur. (Sótt 29.05.2020).
- Lög nr. 108/1999 um skráð trúfélög og lífskoðunarfélög. https://www.althingi.is/lagas/150b/1999108.html. (Sótt 29.05.2020).
- Reglugerð um skráningu trúfélaga og lífskoðunarfélaga. Innanríkisráðuneytið. (Sótt 29.05.2020).
- Druidry (modern) - Wikipedia. (Sótt 8.06.2020). Myndina tók Andrew Dunn - Andrew Dunn Photography, og hún er birt undir leyfinu CC BY-SA 2.0