Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Sértrúarsöfnuður nefnist á ensku sectarian eða sect sem er dregið af latneska orðinu secta sem merkir til dæmis 'lífsmáti, áætlun, leið'. Í klassískri latínu var secta til dæmis notað um þá sem aðhylltust ákveðnar stjórnmálaskoðanir eða fylgdu flokkslínum. Talið er að orðið sectarian hafi fyrst verið notað um miðja 17. öld.
Okkur er ekki kunnugt um sérstakar reglur um stofnun sértrúarsafnaða en í 63. grein stjórnarskrár lýðveldisins segir þetta um trúfélög:
Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.
Sérstök lög gilda á Íslandi um skráð trúfélög en í fyrsta kafla þeirra segir að ekki þurfi að „tilkynna stjórnvöldum um stofnun eða starfsemi trúfélaga eða annarra félaga um lífsskoðanir.“ Stutta svarið við spurningunni er því þetta: Þeir sem vilja stofna sértrúarsöfnuð geta gert það án allra afskipta opinberra yfirvalda svo lengi sem menn fremja ekki neitt 'sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu.'
Ef ætlunin er að skrá trúfélagið og öðlast þannig réttindi og skyldur sem því fylgja er málið hins vegar öllu flóknara og ekki er víst að 'sértrúarsöfnuður' uppfylli almenn skilyrði um trúfélög eins og þau eru sett fram í 3. gr. laganna:
Skilyrði fyrir skráningu trúfélags er að um sé að ræða félag sem leggur stund á átrúnað eða trú sem tengja má við þau trúarbrögð mannkyns sem eiga sér sögulegar eða menningarlegar rætur.
Sérstök nefnd skipuð af dóms- og kirkjumálaráðherra skilar áliti sínu á umsókn trúfélagsins en þar eiga meðal annars að fylgja upplýsingar um trúarkenningar félagsins og tengsl þess við önnur trúarbrögð eða trúarhreyfingar.
Í lögum um skráð trúfélög koma fram ýmis önnur atriði sem hægt er að fræðast um með því að lesa lögin.
Heimild:Online Etymology Dictionary
JGÞ. „Við erum nokkur sem langar til að vita hvernig eigi að stofna sértrúarsöfnuð?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2004, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4020.
JGÞ. (2004, 25. febrúar). Við erum nokkur sem langar til að vita hvernig eigi að stofna sértrúarsöfnuð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4020
JGÞ. „Við erum nokkur sem langar til að vita hvernig eigi að stofna sértrúarsöfnuð?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2004. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4020>.