Ég er lengi búinn að velta fyrir mér af hverju maurar hafi ekki náð fótfestu hér á landi. Getið þið sagt mér ástæðuna?Vegna legu Íslands í miðju Atlantshafinu og áhrifa ísaldarjökla hefur fána landsins nær öll borist hingað frá meginlandi eða öðrum eyjum. Eftir að landið byggðist jókst flutningur dýra og annarra lífvera hingað, sérstaklega á síðustu öld. Það á einnig við um framandi tegundir eins og maura. Samkvæmt skrám Náttúrufræðisafns Íslands fannst fyrsta maurabúið á Íslandi árið 1938. Það var stakt bú blökkumaura (Lasius niger). Næsta maurabú fannst árið 1977 og tilheyrði húsamaurum (Hypoponera punctatissima). Frá því hafa bú uppgötvast árlega (1. mynd). Fjölgunin stafar líklega af auknum innflutningi plantna og annars varnings, en talið er að maurar geti borist milli landa á marga vegu: í ferðatöskum, á fatnaði, með póstsendingum, með sendingum plantna, timburs og matvæla og án efa á margan annan hátt. Einnig er viðbúið að maurar sem komnir voru til landsins hafi náð að fjölga sér.
Blökkumaur (Lasius niger) | ||
Draugamaur (Tapinoma melanocephalum) | ||
Faraómaur (Monomorium pharaonis) | ||
Húsamaur (Hypoponera punctatissima) | ||
Camponotus sp. (4 teg.) | ||
Crematogaster sp. (2 teg.) | ||
Lasius sp. (1 teg.) | ||
Leptothorax sp. (1 teg.) | ||
Monomorium sp. (1 teg.) | ||
Myrmicinae sp. (2 teg.) | ||
Pheidole sp. (2 teg.) | ||
Tetramorium sp. (1 teg.) |
* Óvíst er hvort Camponotus hafi náð hér fótfestu.
- Fyrsta maurabúið hér á landi fannst á síðustu öld og mikill kippur varð undir lok hennar.
- Húsamaurar hafa komið upp flestum maurabúum hér á landi.
- Nokkrar ólíkar tegundir hafa fundist og jafnvel komið upp búum um stundarsakir.
- CABI. Pheidole megacephala (big-headed ant). (Sótt 24.6.2021).
- Helanterä, H., Strassmann, J. E., Carrillo, J. & Queller, D. (2009). Unicolonial ants: where do they come from, what are they and where are they going? Trends in Ecology & Evolution, 24 (6): 341-349. (Sótt 24.6.2021).
- Erling Ólafsson. (2018). Mauraætt (Formicidae). Náttúrufræðistofnun. (Sótt 24.6.2021).
Áhugasömum lesendum er bent á síðuna Maurar á Íslandi þar sem finna má frekari fróðleik um maura. Einnig má benda á stutt myndskeið, Búa maurar undir Reykjavík? þar sem tveir höfundar þessa svars fjalla um maura á Íslandi.