Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa maurar numið land á Íslandi?

Marco Mancini, Andreas Guðmundsson og Arnar Pálsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Ég er lengi búinn að velta fyrir mér af hverju maurar hafi ekki náð fótfestu hér á landi. Getið þið sagt mér ástæðuna?

Vegna legu Íslands í miðju Atlantshafinu og áhrifa ísaldarjökla hefur fána landsins nær öll borist hingað frá meginlandi eða öðrum eyjum. Eftir að landið byggðist jókst flutningur dýra og annarra lífvera hingað, sérstaklega á síðustu öld. Það á einnig við um framandi tegundir eins og maura.

Samkvæmt skrám Náttúrufræðisafns Íslands fannst fyrsta maurabúið á Íslandi árið 1938. Það var stakt bú blökkumaura (Lasius niger). Næsta maurabú fannst árið 1977 og tilheyrði húsamaurum (Hypoponera punctatissima). Frá því hafa bú uppgötvast árlega (1. mynd). Fjölgunin stafar líklega af auknum innflutningi plantna og annars varnings, en talið er að maurar geti borist milli landa á marga vegu: í ferðatöskum, á fatnaði, með póstsendingum, með sendingum plantna, timburs og matvæla og án efa á margan annan hátt. Einnig er viðbúið að maurar sem komnir voru til landsins hafi náð að fjölga sér.

Mynd 1: Safnrit sem sýnir aukningu í fjölda maurabúa sem fundist hafa á Íslandi frá því fyrir árið 1980, og svo í 5 ára tímabilum eftir það. Byggt á gögnum frá NÍ.

Gögn Náttúrufræðistofnunar (1. mynd) benda til þess að nýjum búum húsamaura hafi farið fækkandi við upphaf 21. aldar. Ýmsar skýringar kunna að vera á þessu. Það kann að vera að maurarnir hafi tekið yfir öll hentug búsvæði og því ekki verið rými fyrir ný bú að myndast. Einnig er mögulegt að hægt hafi á fjölgun búa eða innflutningi. Sennilegast er þó að nýjabrumið hafi verið farið af maurunum og færri tilfelli tilkynnt (til dæmis af húseigendum eða meindýraeyðum) vegna þess hversu mörg þau voru orðin.

Alls hafa fundist tæplega 20 mismunandi tegundir maura hérlendis. Af þessum tegundum eru margar flækingar, finnast stöku sinnum - líklega eftir nýlegan flutning til landsins. Vitað er um 11 tegundir/hópa sem myndað hafa bú hérlendis (tafla 1). Af þeim skjóta fjórar tegundir mjög reglulega upp kollinum, og vísbendingar eru um að þær hafi náð viðvarandi fótfestu hér. Þessar tegundir eru allar þekktar fyrir víða útbreiðslu á heimsvísu. Þær finnast nú flestar í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu undanskildu.

Algengustu maurategundir
Fótfesta
Fyrst fundnir
Blökkumaur (Lasius niger)
1938
Draugamaur (Tapinoma melanocephalum)

2009
Faraómaur (Monomorium pharaonis)

1980
Húsamaur (Hypoponera punctatissima)

1977
Aðrar tegundir
Camponotus sp. (4 teg.)
Nei/Já*
1977
Crematogaster sp. (2 teg.)
Nei
1991
Lasius sp. (1 teg.)
Nei
1996
Leptothorax sp. (1 teg.)
Nei
1983
Monomorium sp. (1 teg.)
Nei
2000
Myrmicinae sp. (2 teg.)
Nei
1989
Pheidole sp. (2 teg.)
Nei
1996
Tetramorium sp. (1 teg.)
Nei
2009
Tafla 1: Samantekt á gögnum Náttúrufræðistofnunar Íslands um maura sem fundist hafa hérlendis.
* Óvíst er hvort Camponotus hafi náð hér fótfestu.

Meirihluti þeirra maura sem fundist hafa hér á landi eru húsamaurar. Þeir byggja gjarnan bú sín við lagnir í húsum eða holræsum. Ómögulegt er að eyða búum þeirra þar sem þau eru oft staðsett undir gólfum. Þetta kann að vera ein stærsta ástæðan fyrir mikilli velgengni þeirra hér á landi. Ein tilgátan er sú að húsamaurar ferðist meðfram vatnslögnum á milli húsa neðanjarðar og eigi því auðvelt með að mynda ný bú.

Öruggt er að húsamaurar hafa náð góðri fótfestu hérlendis, en þeir eru ekki einir um það. Blökkumaurar, draugamaurar og faraómaurar hafa einnig fundist hér í miklum mæli. Aðrar tegundir sem hafa verið greindar á Íslandi hafa sjaldan náð fótfestu og yfirleitt finnast aðeins stök bú. Meira má lesa um einstakar maurategundir í svari sömu höfunda við spurningunni Hvaða maurar hafa náð fótfestu á Íslandi?

Samantekt:

  • Fyrsta maurabúið hér á landi fannst á síðustu öld og mikill kippur varð undir lok hennar.
  • Húsamaurar hafa komið upp flestum maurabúum hér á landi.
  • Nokkrar ólíkar tegundir hafa fundist og jafnvel komið upp búum um stundarsakir.

Þakkir:

Sérstakar þakkir fá Erling Ólafsson og Matthías S. Alfreðsson fyrir að veita aðgang að gögnum Náttúrufræðistofnunar Íslands um maura á Íslandi (skrá móttekin í nóvember 2020).

Heimildir:


Áhugasömum lesendum er bent á síðuna Maurar á Íslandi þar sem finna má frekari fróðleik um maura. Einnig má benda á stutt myndskeið, Búa maurar undir Reykjavík? þar sem tveir höfundar þessa svars fjalla um maura á Íslandi.

Höfundar

Marco Mancini

meistaranemi í líffræði við HÍ

Andreas Guðmundsson

BS-nemi í líffræði við HÍ

Arnar Pálsson

erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ

Útgáfudagur

7.7.2021

Síðast uppfært

12.7.2021

Spyrjandi

Hjálmar Guðmundsson, Snorri Björn Magnússon, Óskar Guðlaugsson, Hjörtur Einarsson, Gunnar Páll Pálsson

Tilvísun

Marco Mancini, Andreas Guðmundsson og Arnar Pálsson. „Hafa maurar numið land á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 7. júlí 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48555.

Marco Mancini, Andreas Guðmundsson og Arnar Pálsson. (2021, 7. júlí). Hafa maurar numið land á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48555

Marco Mancini, Andreas Guðmundsson og Arnar Pálsson. „Hafa maurar numið land á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 7. júl. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48555>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa maurar numið land á Íslandi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Ég er lengi búinn að velta fyrir mér af hverju maurar hafi ekki náð fótfestu hér á landi. Getið þið sagt mér ástæðuna?

Vegna legu Íslands í miðju Atlantshafinu og áhrifa ísaldarjökla hefur fána landsins nær öll borist hingað frá meginlandi eða öðrum eyjum. Eftir að landið byggðist jókst flutningur dýra og annarra lífvera hingað, sérstaklega á síðustu öld. Það á einnig við um framandi tegundir eins og maura.

Samkvæmt skrám Náttúrufræðisafns Íslands fannst fyrsta maurabúið á Íslandi árið 1938. Það var stakt bú blökkumaura (Lasius niger). Næsta maurabú fannst árið 1977 og tilheyrði húsamaurum (Hypoponera punctatissima). Frá því hafa bú uppgötvast árlega (1. mynd). Fjölgunin stafar líklega af auknum innflutningi plantna og annars varnings, en talið er að maurar geti borist milli landa á marga vegu: í ferðatöskum, á fatnaði, með póstsendingum, með sendingum plantna, timburs og matvæla og án efa á margan annan hátt. Einnig er viðbúið að maurar sem komnir voru til landsins hafi náð að fjölga sér.

Mynd 1: Safnrit sem sýnir aukningu í fjölda maurabúa sem fundist hafa á Íslandi frá því fyrir árið 1980, og svo í 5 ára tímabilum eftir það. Byggt á gögnum frá NÍ.

Gögn Náttúrufræðistofnunar (1. mynd) benda til þess að nýjum búum húsamaura hafi farið fækkandi við upphaf 21. aldar. Ýmsar skýringar kunna að vera á þessu. Það kann að vera að maurarnir hafi tekið yfir öll hentug búsvæði og því ekki verið rými fyrir ný bú að myndast. Einnig er mögulegt að hægt hafi á fjölgun búa eða innflutningi. Sennilegast er þó að nýjabrumið hafi verið farið af maurunum og færri tilfelli tilkynnt (til dæmis af húseigendum eða meindýraeyðum) vegna þess hversu mörg þau voru orðin.

Alls hafa fundist tæplega 20 mismunandi tegundir maura hérlendis. Af þessum tegundum eru margar flækingar, finnast stöku sinnum - líklega eftir nýlegan flutning til landsins. Vitað er um 11 tegundir/hópa sem myndað hafa bú hérlendis (tafla 1). Af þeim skjóta fjórar tegundir mjög reglulega upp kollinum, og vísbendingar eru um að þær hafi náð viðvarandi fótfestu hér. Þessar tegundir eru allar þekktar fyrir víða útbreiðslu á heimsvísu. Þær finnast nú flestar í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu undanskildu.

Algengustu maurategundir
Fótfesta
Fyrst fundnir
Blökkumaur (Lasius niger)
1938
Draugamaur (Tapinoma melanocephalum)

2009
Faraómaur (Monomorium pharaonis)

1980
Húsamaur (Hypoponera punctatissima)

1977
Aðrar tegundir
Camponotus sp. (4 teg.)
Nei/Já*
1977
Crematogaster sp. (2 teg.)
Nei
1991
Lasius sp. (1 teg.)
Nei
1996
Leptothorax sp. (1 teg.)
Nei
1983
Monomorium sp. (1 teg.)
Nei
2000
Myrmicinae sp. (2 teg.)
Nei
1989
Pheidole sp. (2 teg.)
Nei
1996
Tetramorium sp. (1 teg.)
Nei
2009
Tafla 1: Samantekt á gögnum Náttúrufræðistofnunar Íslands um maura sem fundist hafa hérlendis.
* Óvíst er hvort Camponotus hafi náð hér fótfestu.

Meirihluti þeirra maura sem fundist hafa hér á landi eru húsamaurar. Þeir byggja gjarnan bú sín við lagnir í húsum eða holræsum. Ómögulegt er að eyða búum þeirra þar sem þau eru oft staðsett undir gólfum. Þetta kann að vera ein stærsta ástæðan fyrir mikilli velgengni þeirra hér á landi. Ein tilgátan er sú að húsamaurar ferðist meðfram vatnslögnum á milli húsa neðanjarðar og eigi því auðvelt með að mynda ný bú.

Öruggt er að húsamaurar hafa náð góðri fótfestu hérlendis, en þeir eru ekki einir um það. Blökkumaurar, draugamaurar og faraómaurar hafa einnig fundist hér í miklum mæli. Aðrar tegundir sem hafa verið greindar á Íslandi hafa sjaldan náð fótfestu og yfirleitt finnast aðeins stök bú. Meira má lesa um einstakar maurategundir í svari sömu höfunda við spurningunni Hvaða maurar hafa náð fótfestu á Íslandi?

Samantekt:

  • Fyrsta maurabúið hér á landi fannst á síðustu öld og mikill kippur varð undir lok hennar.
  • Húsamaurar hafa komið upp flestum maurabúum hér á landi.
  • Nokkrar ólíkar tegundir hafa fundist og jafnvel komið upp búum um stundarsakir.

Þakkir:

Sérstakar þakkir fá Erling Ólafsson og Matthías S. Alfreðsson fyrir að veita aðgang að gögnum Náttúrufræðistofnunar Íslands um maura á Íslandi (skrá móttekin í nóvember 2020).

Heimildir:


Áhugasömum lesendum er bent á síðuna Maurar á Íslandi þar sem finna má frekari fróðleik um maura. Einnig má benda á stutt myndskeið, Búa maurar undir Reykjavík? þar sem tveir höfundar þessa svars fjalla um maura á Íslandi....