Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er algengasta bergtegundin á Íslandi?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Basalt er algengasta bergtegundin á Íslandi og raunar á jörðinni allri. Úthafsbotninn er til að mynda að mestu úr basalthrauni og einnig úthafseyjar eins og Ísland. Á meginlöndunum er einnig að finna miklar basaltmyndanir, til dæmis á Indlandi, í Eþíópíu og Síberíu. Basalt finnst einnig víðar í sólkerfinu, til að mynda á tunglinu, reikistjörnunni Mars og á Venusi, sem er þakin mjög þunnu basalt-helluhrauni.

Basalt verður til úr kviku sem myndast þegar berg í möttli jarðar bráðnar. Bergkvikan streymir síðan upp úr jörðinni í eldgosum og verður að hrauni eða gjósku þegar gös skiljast frá henni.

Basalt er algengasta bergtegundin á Íslandi og raunar á jörðinni allri. Myndin sýnir basalthraun renna í Nátthaga á Reykjanesskaga.

Gosberg, sem storknar úr bráðinni kviku, er iðulega flokkað eftir efnasamsetningu og hvernig það myndast eða storknar. Basaltískt berg er allt svipað að efnasamsetningu, en er flokkað í nokkrar bergtegundir eftir því hversu hröð kólnunin er. Bráð sem kólnar hægt, til dæmis djúpt í jörðu, myndar stóra kristalla en við hraða kólnun á yfirborði jarðar verða kristallar minni eða myndast jafnvel ekki.

Bergtegundir sem myndast þegar basaltísk bráð storknar eru þessar:
  • gabbró, basaltískt berg sem storknar og kólnar djúpt í jörðinni. Þar verður kólnunin hæg og stórir kristallar ná að myndast.
  • dólerít, myndast í þykkum hraunum eða grunnstæðum innskotum.
  • dulkornótt basalt, myndast í hraunum á yfirborði.
  • basaltgler (túff), verður til þegar bráð hraðkólnar í vatni.

Stundum eru hugtökin blágrýti og grágrýti notuð um basalt. Blágrýti er það sem kallast dulkornótt basalt en grágrýti er smákornótt basalt. Nú sjást þessi hugtök helst á jarðfræðikortum eða í eldri jarðfræðitextum en eru sjaldan notuð í nýjum textum um jarðfræði.

Mynd:
  • JGÞ.

Höfundar þakkar Snæbirni Guðmundssyni jarðfræðingi fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.6.2021

Spyrjandi

Herdís, Auður Ingimarsdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver er algengasta bergtegundin á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81730.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2021, 23. júní). Hver er algengasta bergtegundin á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81730

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver er algengasta bergtegundin á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81730>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er algengasta bergtegundin á Íslandi?
Basalt er algengasta bergtegundin á Íslandi og raunar á jörðinni allri. Úthafsbotninn er til að mynda að mestu úr basalthrauni og einnig úthafseyjar eins og Ísland. Á meginlöndunum er einnig að finna miklar basaltmyndanir, til dæmis á Indlandi, í Eþíópíu og Síberíu. Basalt finnst einnig víðar í sólkerfinu, til að mynda á tunglinu, reikistjörnunni Mars og á Venusi, sem er þakin mjög þunnu basalt-helluhrauni.

Basalt verður til úr kviku sem myndast þegar berg í möttli jarðar bráðnar. Bergkvikan streymir síðan upp úr jörðinni í eldgosum og verður að hrauni eða gjósku þegar gös skiljast frá henni.

Basalt er algengasta bergtegundin á Íslandi og raunar á jörðinni allri. Myndin sýnir basalthraun renna í Nátthaga á Reykjanesskaga.

Gosberg, sem storknar úr bráðinni kviku, er iðulega flokkað eftir efnasamsetningu og hvernig það myndast eða storknar. Basaltískt berg er allt svipað að efnasamsetningu, en er flokkað í nokkrar bergtegundir eftir því hversu hröð kólnunin er. Bráð sem kólnar hægt, til dæmis djúpt í jörðu, myndar stóra kristalla en við hraða kólnun á yfirborði jarðar verða kristallar minni eða myndast jafnvel ekki.

Bergtegundir sem myndast þegar basaltísk bráð storknar eru þessar:
  • gabbró, basaltískt berg sem storknar og kólnar djúpt í jörðinni. Þar verður kólnunin hæg og stórir kristallar ná að myndast.
  • dólerít, myndast í þykkum hraunum eða grunnstæðum innskotum.
  • dulkornótt basalt, myndast í hraunum á yfirborði.
  • basaltgler (túff), verður til þegar bráð hraðkólnar í vatni.

Stundum eru hugtökin blágrýti og grágrýti notuð um basalt. Blágrýti er það sem kallast dulkornótt basalt en grágrýti er smákornótt basalt. Nú sjást þessi hugtök helst á jarðfræðikortum eða í eldri jarðfræðitextum en eru sjaldan notuð í nýjum textum um jarðfræði.

Mynd:
  • JGÞ.

Höfundar þakkar Snæbirni Guðmundssyni jarðfræðingi fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar....