Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4560 svör fundust
Af hverju er ég stelpa?
Þú ert stelpa vegna þess að sáðfruma pabba þíns, sem frjóvgaði egg mömmu þinnar, hafði X-kynlitning. Ef sáðfruman hefði verið með Y-kynlitning þá værir þú strákur. Þegar sáðfruman hafði frjóvgað eggið þá varð til okfruma sem síðan þróaðist og varð að þér! Á Vísindavefnum er að finna svar eftir Þuríði Þorbjarna...
Af hverju er stærðfræði til?
Stærðfræðin og önnur vísindi eru til einkum af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er gagnlegt að ráða yfir þekkingunni og skilningnum sem í þeim felst og í öðru lagi svala vísindi og þekking forvitni okkar. Seinni ástæðan gæti þó verið tengd þeirri fyrri, það er að segja að við erum kannski forvitin af því að við finn...
Af hverju verða tennur skakkar?
Tann- og bitskekkja er talin stafa fyrst og fremst af arfgengum orsökum. Hvert mannsbarn hlýtur í vöggugjöf úr ýmsum áttum fjölda eininga sem þurfa að raðast vel saman til þess að úr verði rétt bit og réttar tennur. Ef kjálkar, tennur og mjúkvefir andlitsins mynda ekki samræmda heild verður útkoman meira eða minna...
Í hverju felst borgaraleg óhlýðni?
Flestir heimspekingar eru sammála um að í borgaralegri óhlýðni felist að (i) brotið er gegn lögum eða reglum, (ii) markmið lögbrotsins er ekki einstaklingsbundinn hagur eða sérhagsmunir tiltekins hóps heldur almannaheill, til dæmis réttlæti, (iii) lögbrotið er framið fyrir opnum tjöldum, oftast til að vekja athygl...
Af hverju fáum við gubbupest?
Uppsölu- og niðurgangspest er það sem í daglegu tali er oft kallað gubbupest og lýsir sér með ógleði, uppköstum, kviðverkjum og niðurgangi og koma einkennin oftast skyndilega. Smit berst ýmist frá sýktum einstaklingi eða sýktu vatni eða matvælum. Einkennin við sýkingunni eru leið líkamans til að losa sig við eitur...
Af hverju verðum við ástfangin?
Spurningin af hverju við verðum ástfangin er tengd spurningunni Hvað er ást? Í stuttu máli er þörfin og hæfileikinn til að verða ástfanginn manneskjunni eðlislægur. Forsendur hvers einstaklings eru þó misjafnar hvað varðar hvort tveggja. Þessar forsendur eru félagslegar, persónulegar, tilfinningalegar, kynferðisle...
Af hverju er eldur heitur?
Eldur er eins konar fyrirbæri eða ástand sem kviknar þegar "eldfimt" efni brennur. Eldurinn er heitur vegna þess að við brunann losnar orka sem að hluta til er varmaorka. Þessu er lýst ágætlega í svari við spurningunni Hvers vegna er eldur heitur og ís kaldur? en þar segir: Eldur kviknar þegar súrefni eða ildi ...
Af hverju er snjórinn hvítur?
Þegar hvítt ljós, eins og sólarljósið, fellur á hlut drekkur hann í sig hluta ljóssins en endurkastar hinu og það er endurkastið sem ræður lit hlutarins. Til dæmis er grasið grænt vegna þess að það endurkastar græna hluta ljóssins en drekkur aðra hluta þess í sig. Snjórinn drekkur ekki í sig ljósið heldur endu...
Af hverju vaxa tré endalaust?
Það er rétt hjá spyrjanda að tré geta lifað afar lengi og vaxið allan sinn líftíma. Elstu núlifandi tré sem vitað er um eru broddfurur (Pinus longaeva) sem vaxa í Hvítufjöllum í eystri hluta Kaliforníu í Bandaríkjunum. Elsta broddfuran sem fundist hefur var um það bil 4900 ára gömul. Þrátt fyrir afar háan aldur...
Af hverju eru sniglar slímugir?
Sniglar framleiða slím til að auðvelda þeim að skríða. Yst í húð snigilsins eru frumur sem seyta slímkenndu efni. Slímið gerir sniglinum auðveldara að smjúga eftir undirlaginu. Í slími snigla er sykurprótín sem getur drepið bakteríur. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Fæðast sniglar með skel? eftir Jón Má Halld...
Af hverju veiða kettir fugla?
Stutta svarið við þessari spurningu er að það er í eðli katta að veiða. Þrátt fyrir að kettir (Felis catus) hafi verið húsdýr árþúsundum saman og ýmis útlitseinkenni ræktuð fram, eins og sést til dæmis hjá síamsköttum og norskum skógarköttum, þá hefur veiðieðlið ekki verið ræktað úr kettinum. Til marks um þ...
Af hverju fáum við starabit?
Í daglegu tali er stundum talað um starabit. Hér er þó ekki um bit frá staranum (Sturnus vulgaris) sjálfum að ræða heldur flóm sem fylgja honum. Íslendingar hafa iðulega kallað þessa fló starafló en réttast er að kalla hana hænsnafló, samanber latneska heiti hennar Ceratophyllus gallinae enda er fræðiheitið kennt ...
Af hverju eru krókódílar árásargjarnir?
Krókódílar eru rándýr, það er að segja kjötætur, og sýna árásargirni þar sem þeir þurfa að veiða sér til matar. Venjist svo krókódílar að þiggja mat frá mönnum búa þeir til tengingu milli manna og fæðu, sem eykur líkur þess að þeir ráðist á menn; hið sama gildir um fjölmörg rándýr. Stundum þurfa kvendýrin að vernd...
Af hverju heitir hún kokteilsósa?
Orðið kokkteill, kokteill er fengið að láni úr ensku cocktail. Það merkir orðrétt 'stél á hana', (cock 'hani', tail 'stél'). Samkvæmt Oxford English Dictionary var farið að nota orðið yfir blandaða áfenga drykki þegar í upphafi 19. aldar en skýringin á því hvers vegna þetta orð var notað virðist týnd. Elstu dæm...
Af hverju fær maður exem?
Áður hefur verið fjallað um exem og einkenni þess í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er exem og hver eru einkenni þess? en þar segir meðal annars að exem sé langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegundin og er einnig algengas...